Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Blaðsíða 26
Sumarið er ekki annasamur tímihjá líkamsræktarstöðvum enþað breytist á haustin þegar fólk flykkist á ný inn á stöðvarnar eftir sumarfrí. Ekki ósvipað því sem gerist í janúar þegar metnaðurinn vaknar úr dvala eftir jólafríið. Hefur hvatningarleysi reynst ýmsum þrándur í götu á leið til heil- brigðara lífernis, en vegna þess hafa spekingar víða um heim varpað fram þeirri spurningu: hvað hvetur fólk til að hreyfa sig? Hvað hvetur þig áfram? Æfingartilhvati (e. exercise motiva- tion) er víða rannsakaður. Einn fremsti rannsakandi æfing- artilhvata er hreyfingafræðing- urinn Philip M. Wilson. Samkvæmt rannsóknum Wilsons er innri til- hvötun kjörin til að skapa langvar- andi æfingarvana. Innri tilhvötun er skilgreind í Orðbanka íslenskrar málstöðvar sem „hvatning, þar sem náið samband er milli verknaðar og markmiðsins með honum, t.d. þegar verk er unnið fremur af áhuga á starfinu sjálfu en vegna verka- launa“. Það er að segja að besti til- hvatinn sé einlægur áhugi á æfing- unni sjálfri frekar en fylgifiskum hennar, svo sem þyngdartapi eða stæltum magavöðvum. Þó er hægara sagt en gert að þróa með sér einlægan áhuga á kviðæfingum eða hlaupabretta- hlaupum. Þegar innri tilhvötun er ekki til staðar, samkvæmt rann- sóknum Wilson, er það að æfa sig vegna þess að þú veist að það er gott fyrir þig, eða vegna þess að þú vilt vera manneskja sem æfir sig, betri hvatning heldur en að æfa sig vegna þess að þér liði illa með sjálf- an þig ef þú gerðir það ekki, eða vegna ótta um að engum muni finn- ast þú aðlaðandi. Tilgangur mikilvægur Rithöfundurinn Dan Pink, sem skrifað hefur ítarlega um hvata, tel- ur þrjá hluti hvetja okkur áfram í því sem við tökum okkur fyrir hendur, meðal annars hreyfingu. Sá fyrsti er sjálfstjórn, eða eiginleikinn að geta gert eitthvað sem við höfum áhuga á að gera, en rétt eins og í hverju öðru er auðveldara að halda sig við efnið þegar maður hefur áhuga á því. Annar hluturinn er leikni, eða til- finningin að þú sért að verða betri í því sem þú gerir. Sama hvort um sé að ræða liðleika, styrk, úthald eða aðra hæfni hjálpar það mikið til að hvetja mann áfram. Þriðji hluturinn, að sögn Pink, er tilgangur, eða viljinn til að gera eitt- hvað mikilvægt. Eiga þessir þrír hlutir við hvatn- ingu til æfinga, en einnig við hvatn- ingu almennt. Hópurinn hjálpar Félagsskapur er einnig áhrifarík hvatning til æfinga, en mikið hefur verið skrifað á heilsubloggum um áhrif félagsskapar á æfingarhvata. Rannsóknir benda til þess að auð- veldara sé að rífa sig upp og mæta á æfingu ef það er gert í hóp, þar sem félagar halda hver öðrum ábyrgum fyrir því að mæta. Betri æfing gæti einnig náðst ef æft er í hóp þar sem fólk hvetur hvert annað áfram. Vinsældir hlaupahópa, Crossfit og hóp-yoga eru dæmi um að fólk leiti í auknum mæli í hreyfingu sem er í eðli sínu félagsleg. Félagsskapur getur verið afar áhrifarík hvatning. Getty Images/iStockphoto Að sporna við hvatningarleysi Erfitt getur verið að koma sér í form, sérstaklega ef hvatning er af skornum skammti. En hver er besta hvatningin til að mæta á æfingu og hreyfa sig? Pétur Magnússon petur@mbl.is Besta hvatningin er að hafa gaman af því sem maður gerir. 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018 Að eiga gæludýr getur bætt heilsu þína til muna, samkvæmt grein frá læknaskóla Harvard í Bandaríkjunum. Gæludýr veitir þér félagsskap og fyllir þig væntumþykju. En líklega hjálpar dýrið þér líka að lifa leng- ur. Samkvæmt rannsókn sem gerð var af American Heart Association (AHA) eru þeir sem eiga gæludýr í minni hættu en aðrir að fá hjartasjúkdóma og lifa því leng- ur, og á það sérstaklega við um hundaeig- endur. Þeir ganga mun meira en aðrir og í einni rannsókn sem gerð var á 5.200 full- orðnum kom í ljós að þeir sem áttu hund voru 54% líklegri til að hreyfa sig en þeir sem ekki áttu hund. Aukin hreyfing stuðlar að lægri blóðþrýstingi og lægra kólesteróli. Að eiga dýr minnkar einnig streitu og kemur í veg fyrir einmanaleika. Þannig get- ur gæludýrið þitt verið gott fyrir bæði and- lega og líkamlega heilsu. GÆLUDÝR OG HOLLUSTA Hundar lengja lífið Að eiga gæludýr getur bætt andlega og lík- amlega heilsu til muna. Thinkstock Flest okkar vita að mikið salt í mat er óhollt en oft er það þannig að ósaltaður matur er hálf bragðlaus. En hægt er að finna leiðir til þess að minnka saltneyslu með því að velja betur í matarkörfuna. Á vefsíðunni heilsanokkar.is eru góðar upplýsingar um hvaða áhrif salt hefur á okkur og hvernig á að forðast mikla saltneyslu. Stærstur hluti salts í fæðu kemur úr til- búnum unnum matvælum, eins og unnum kjötvör- um, brauði, ostum, pakkasúpum, tilbúnum réttum, skyndibitum og kartöfluflögum. Auðvitað getur oft verið erfitt að átta sig á saltmagni í vörum eins og osti, brauði, kexi, morgunkorni og sætindum. Til að minnka neyslu á salti er gott að hafa í huga að velja lítið unnin matvæli, takmarka söltun matsins og reyna að velja skráargatsvörur. Of mikil saltneysla getur valdið háum blóðþrýst- ingi og bjúgsöfnun og getur á endanum valdið skemmdum í æðaþelinu. Ekki er ráðlagt að fullorðnir fái meira en 6 grömm af salti á dag og börn á aldr- inum 2-9 ára ekki meira en 3-4 grömm. Gott er að hafa í huga að salta matinn lítið og kaupa ferskar matvörur. Thinkstock SALT ÓHOLLT HEILSUNNI Gott að spara saltið HEILSA Gott er að gera eins og kisur gera og teygja almennilega úr sér! Byrj-aðu daginn á nokkrum góðum teygjum. Það kemur blóðrásinni og meltingunni af stað og hjálpar til ef þú ert með bakverki. Gerðu eins og kisa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.