Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Qupperneq 29
5.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 segir Karólína mikið um varðturna sem hafa verið varðveittir. „Þarna var mikið um sjóorrustur þannig að heimamönnum var mikið í mun að vernda svæðið. Það skipti miklu máli hver átti rétt á hafinu þarna á milli Ír- ans og Óman. Þannig er það enn þann dag í dag og þarna á milli sigla allir bátar sem þarf að fara með inn í Persaflóa. Ómanar hafa alla tíð siglt mikið og eru miklir sérfræðingar í siglingafræðum.“ Karólína segir að hægt sé að fara í margar skipulagðar ferðir, sér- staklega í kringum Múskat. Hún seg- ir Ómana mjög gestrisna og taka vel á móti ferðamönnum. Þá sé vinsælt að fara á útimarkaði og prútta og Karólína hvetur Íslendinga til að vera ófeimna við það, þótt það sé eitthvað sem við eigum ekki að venjast frá Ís- landi. „Það er ætlast til að maður prútti. Þeim finnst það bara gaman og þetta er hefðin þarna. Ef maður segir já við fyrstu upphæðinni sem þeir bjóða þá er því auðvitað yfirleitt tekið en þeir verða kannski frekar hissa,“ segir Karólína og hlær. „En það er sko alveg á hreinu að þeir eru ekki að selja manni neitt nema þeir séu að græða eitthvað á því þannig að maður þarf ekkert að hafa sam- viskubit og líða illa yfir því að prútta við þá.“ Þegar blaðamaður spyr hvað sé eftirminnilegast frá Óman, segir Kar- ólína það vera náttúrufegurðina í norðurhluta landsins. „Náttúran og fegurðin í þessum grýttu fjöllum og nálægðin við náttúruna. Það var líka gaman að sjá allt aðra lifnaðarhætti en við erum vön.“ Að lokum leikur blaðamanni for- vitni á því hvort ætlast sé til að ferða- menn klæði sig á sérstakan hátt þeg- ar ferðast er á þessum slóðum. Karólína segir svo ekki vera, málið sé bara að klæða sig af virðingu við heimamenn. Það tíðkist ekki að ganga um á hlýrabol eða í mjög stuttu pilsi eða stuttbuxum. „Ég mæli með því að fólk sé í bol sem hylur axlirnar og konur ættu ekki að vera í pilsi sem er fyrir ofan hné. Karlmenn ættu að gera slíkt hið sama, það er að segja ekki vera í hlýrabol og passa að stutt- buxurnar séu ekki mjög stuttar. Á ströndum og við sundlaugar er að sjálfsögðu allt í lagi að vera í bikiníi eða sundbol og karlmenn mega vera berir að ofan og í speedo sundskýlu þess vegna, ef þeir vilja.“ Á hersafninu í Múskat er margt spennandi að sjá. Karólína segir áhugasama vel geta varið heilum degi á safninu. Gamall varðturn við innsiglinguna að höllinni í Múskat. ’Það er ætlast til aðmaður prútti. Þeimfinnst það bara gaman ogþetta er hefðin þarna. Hægt er að kaupa ýmsa fallega muni á gamla markaðnum í Múskat og Karólína hvetur fólk til að vera óhrætt við að prútta um verðið. Einar, sonur Karólínu, ásamt bílstjóra og leið- sögumanni sem Karólína segir að hafi sýnt þeim staði sem þau hefðu annars ekki farið á. Helga Mogensen Kristin Sigfríður Garðarsdóttir Vagg og velta Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Daglegir hádegis- tónleikar í Eldborg. 21. júní –6. ágúst. harpa.is/rvkclassics Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.