Þróttur - 17.06.1919, Síða 8

Þróttur - 17.06.1919, Síða 8
36 Þróttu R skiftis. Hann leikur að mörgu leyti líkt og Berth, ætíð fimlega og prúðmann- lega, aldrei ákaft né ruddalega. Auk þess er hann einn af fóthvötustu mönn- um sveitarinnar. Frigast Larsen er markvörður. Hann hefir leikið skamma stund, en hlotið hið bezta orð, og er nú af sérfróðum mönn- um talinn muni verða bezti markvörð- ur Dana. Bannig hafa sjö úr »A. B.« náð þeim heiðri, — sem mest er eftirsóttur meðal danskra knattsp.manna, — að mæta sem fulltrúi landsins í kepni við erlend knattsp.félög. Þetta sýnir að sveitin er sterk og vel æfð. Þá hefir heyrst að prófessor Harald Bohr ætli að koma hingað í surnar með »A. B.« Menn segja að hann eigi ekki sinn jafningja, hvorki sem stærðfræð- ingur né sem knattspyrnumaður. Að minsta kosti er hann óviðjafnanlegur í knattspyrnu. Enskir atvinnumenn, sem þó höfðu ekki gert annað alla æfi en að keppa og horfa á knattspyrnu, urðu frá sér numdir af undrun, er þeir sáu leik Bohrs. Hann brýtur i bága við allar reglur og kenningar. Þegar hann rekur knöttinn, æpir fólk hástöfum af gleði. Hreyfingar hans eru svo óvæntar og óútreiknanlegar. í eitt skifti fékk hann tíu þúsundir manna til að æpa fagnaðaróp og klappa í tíu mínútur. Það var í miklum og tvísýnum kappleik við Englendinga, að Bohr rak knöttinn af mikilli snild fram hjá tveimur mótherjum. Fólkið var mjög hrifið. En nú hafði Bohr mist vasaklút sinn — og í staðinn fyrir að skora mark, snýr Bohr nú við, rekur knöttinn til baka og sleppur aftur fram hjá Eng- lendingunum, nær vasaklútnum og rekur nú knöttinn í þriðja sinni fram hjá Bretanum, — sem stóð og glápti af undrun — og beina leið í mark. — Eftir að hafa lesið framangreinda lýs- ingu á hinum væntanlegu knattspyrnu- mönnum, sýnast lílil líkindi vera til þess, að landsflokkur vor standi þeim snúning eða beri sigur af hólmi. Það hefir heldur aldrei verið aðalatriðið, heldur hitt, að læra af þeim sem mest, og sjá hve langt að baki við stöndum erlendum knattsp.mönnum. Þannig hafa Danir farið að; þeir hafa boðið til sin enskum knattsp.mönnum og vitanlega tapað í fyrstu, meðan þeir voru að læra af þeim, en nú er svo komið að þeir eru álitnir beztu knattsp.menn megin- landsins. Þar sem þetta er í fyrsta skiftið sem erlendum íþróttamönnum er boðið hing- að til landsins, verða allir að kappkosta að þetta fari sem bezt úr hendi, því þessir menn bera hróður landsins víða. Þetta mót í sumar sker úr því, hvort slíkt heimboð, sem þetta getur átt sér hér stað í framtíðinni. En hvernig svo sem þessi fyrsti milliríkjakappleikur okkar fer, þá mun hann glæða mjög íþrótta- áhuga íslendinga, og með því er óneit- anlega miklu náð. Útivist og útigangur eftir Steingrím Matthíasson. — m. Eg lít svo á að enginn geti verið sannur íslendingur nema sá sem venur sig á að þola islenzkt loftslag — loft- venur sig í landinu með sem allra mestri útivist. Hinir sem stöðugt híma inni í ofnhitanum og óloftinu, þeir lifa ekki eins og landið heimtar, þeir eiga í raun- inni ekki lengur rætur í islenzkum jarðvegi, heldur í útlendum vermireit, sem ofnhitaðar óloftsstofur eru, og verða aldrei íslendingar í húð og hár. Reynslan hefir sýnt það í öllum lönd- um, að kynslóð hinna innibældu kaup-

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.