Þróttur - 17.06.1919, Side 23

Þróttur - 17.06.1919, Side 23
43 Þróttur síðasta árgangi »Andvara« undir fyrir- sögninni »Heilsa og hugðarefni«. Niður- staða höfundarins er sú, að skilyrðið fyrir því að »endast« vel, sé það, að kunna að hvíla sig. Það sé engin hvíld að hætta slörfum og lifa athafna- lausu lífi. Þvert á móti, það sé til nið- urdreps. Starfmálahugsanirnar ásæki rnann engu að síður og athafnaleysið valdi áliyggjum. Til þess að ráða bót á þessu, er að dreifa huganum með hjáverkum, sem höfundurinn nefnir hugðarstörf. Rekur höfundurinn þetta mál talsvert ítarlega °g kemur með nokkur dæmi. Hér er að ræða um mjög merkilegt málefni, sem gott væri að sem flestir athuguðu, °g veitti ekki af, að um það væri ritað oftar. Hér er ekki rúm að sinni til þess, en eg vildi nota tækifærið til að vekja eftirtekt á greininni og hvetja menn á að lesa hana. J. K. Tóbaksnautn. Reyktóbaksnauln hefir farið mjög í vöxt hér á landi á síðustu árum. Ber mest á þvi i kaupstöðum. Kemur mað- llr varla svo á nokkra mannfundi að eigi sé loftið þrúngið tóbaksreyk. Er eigi að sjá að menn alment viti hvað tobaksnautn er skaðleg. Þó viðurkent se að hún hiiidri eðlilegan þroska ungl- lngsins og stuðli síst af öllu til þess að efia þrótt þjóðarinnar. — Mezt kveður þó að óhollustu tóbaks- tegundunum, vindlingunum, og neyta þeirra einkurn þeir, sem sízt mega við 1)V1 — unglingar og kvenfólk. Er eigi Ur vegi að benda mönnum á ummæli ^oerkra manna er þetta snerta; sérstak- iega á þetta erindi til þeirra er vilja vera sannir íþrótlamenn og í fullri alvörn stgðja að eftingu líkamlegrar og and- legrar heilbrggði þjóðarinnar.* í hinni stóru alþýðlegu heilsufræði (Sundhedslære) eftir Arnold Möller stend- ur þessi kafli um tóbakið á bls. 821—822: »í lóbakinu eru margskonar eiturefni, bæði brennanlegar olíur og nicotín, sem er mjög sterkt eitur. Hvernig svo sem tóbaks er neytt, hvort sem það er reykt, tuggið eða því er stungið í nefið, þá berzt eitrið inn í líkamann, og af verk- unum þess þar kemur ílöngunin. í öllum höfuðatriðunum eru áhrif tóbaksins á líkamann mjög svipuð og áhrif áfengisins; það virðist alveg eins og áfengið — lama líffærafrumlurnar, einkum frumlur heiians. Og alveg eins og áfengið virðist það geta með liæfi- lega langri nautn, orðið að langvarandi (kronisk) eitrun. Hún kemur mjög oft fram, sem ein- hver meltingartruflun, einkum sem lang- varandi þarmakvef; og er enginn vafi á því, að þau tilfellin eru feikn mörg, að veiki þessi stafi ekki af öðru en tóbaks- nautn. Langvarandi kokkvef myndast líka mjög oft á þennan hátt. Annað líííæri, sem einnig er í mjög mikilli hættu af þessari eitrun, er hjart- að. Það er ekki aðeins að taugaveikl- unarkendar truflanir geti komið á starf- semi þess, heldur getur það líka lagst á hjartavöðvann sjálfan, og er ekki sjaldgæft að finna hjartalömun, sem af- leiðingu tóbaksreykinga. Eitt af lítfærum þeim, sem oft verða fyrir skaða af þess völdum, eru augun. Skaði þessi eða starfstruflun getur verið ýmiskonar, en greinilegast er það, að sjónarmagnið þverr að mun. Með þekkingu þeirri, sem vér nú höfum á tóbakinu og afleiðingum þess * í Svíþjóð er sterk lireifing í þá átt, að útrýma allri tóbaksnautn meðal íþrótta- manna og í Noregi er þátttakendum og að- stoðamönnum á leikmótum stranglega bann- að að neyta tóbaks. Ritslj.

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.