Þróttur - 17.06.1919, Side 24

Þróttur - 17.06.1919, Side 24
44 Þróttur og áhrifum á líkama mannsins, verður að minnsta kosti að ráða mönnum til þess, að fara ætíð mjög gætilega í þessu efni. Aldrei skilda menn neyta tóbaks /yr enAð loknu jlagsverki; og af því að heilinn líður mikið af áhrifum þess, gildir þetta enn meira um þá menn, sem hafa andlega vinnu, heldur en hina. Hættulegastar og mest eitrandi eru hinar dýrari tóbakstegundir, svo sem »Havanna« og »Shag«. Og vindlareykj- endum má benda á það, sem er mjög rnikils um vert, að af eiturmagni því, sem er í vindlinum, bæði nicotíninu og olíueitrunum, safnast mikið fyrir í síð- asta þriðjungi vindilsins. Eitrunina má því takmarka mikið með þvi að kasta burtu þessum parti vindilsins. Með því að reykja óhreinar pípur fá menn meira í sig af eitri, en ef þeir reykja úr hreinum pípum. Sama er að segja um það, að stuttar pípur eru ó- hollari en langar. Loks skal það tekið fram, að það, að reykja í barnaherbergjum, svefnher- bergjum og samkomuherbergjum er hreinasta svívirða og œtli alstaðar að vera stranglega bannaðu. S A9 kunna a9 fleyta sér. • (Frh.) Nú skulum vér snöggvast at- liuga, hvaða þýðingu það getur haft fyrir yður að kunna »að fljóta«, hvort sem þér eruð ágætur sundmaður, rétt að eins syndur eða kunnið alls ekki að synda. — Skeð getur að þér hafið fjar- lægst um of frá fjörunni1), og séuð orðnir þréyttir eða fáið krampa, eða þér af tilviljun lendið i straum, sem er of 1) Menn ættu aldrei aö synda langt frá landi. Munið að það er iiægt að synda eins langan veg meðfram ströndinni. Rilslj. strangur til þess að synt verði á móti honum, eða að þér verðið fyrir slysi og lendið fyrirvaralaust í vatni, ef til vill í öllum klæðum, eða að þér yíirleilt komist í sjávarháska. Ef þér hafið lært »að fljóta« og munið að fara þá leiðina, þá getið þér undir eins komið yður þægilega fyrir, andað reglulega og hvílt yður, náð burt krampa, rólega athugað kringumstæðurnar og á- kveðið með sjálfum yður hvaða leið sé heppilegust, þá getið þér og losað yður við klæðin og tekið til sundsins ef yður finst það ráðlegt, eða beðið eftir hjálp í tiltölulega þægilegri stillingu, án þess að eyða neinni orku til einkis. Hvernig svo sem ástatt er munu lík- indi til björgunar vera ólíkt meiri, ef þér eruð »á floti«, heldur en að þér byrjið hamslausan bardaga fyrir tilver- unni, og eigið með því á hættu að eyða jafnvel hinni síðustu orku yðar. Ef þér eruð ekki syndur, er mjög lik- legt að það, hvort þér kunnið »að fljóta« eða kunnið það ekki, skeri úr um for- lög yðar í sjávarháska. Það tekur tíma að læra að synda eins og annað gott og þarflegt, en »að fljóta« svo að það geti komið að not- um má læra á örlítilli stundu1). (Frh.) Fr. G. íþróttafréttir. Yíðavangshlaup í. R. fyrsta sumar- dag fór fram i bezta sumarveðri. Afar- mikil mannfjöldi hafði safnast saman til að horfa á hlaupið. Árangur hlaup- aranna var miklu betri, en nokkru sinni 1) Allir menn ættu að læra sund, þó það taki nokkurn tíma, því það eykur hreinlæti og hreysti meir en nokkur önnur íþrótt. Ritstj.

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.