Þróttur - 01.12.1921, Blaðsíða 6

Þróttur - 01.12.1921, Blaðsíða 6
82 Þ R Ó T T U R Stjórn í. S. í. hefir í hyggju að veita pví félagi verðlaun, sem að hennar dómi hefir siarfað mest og bezt að ípróttamálum undanfarinn áratug. Er pví nauðsynlegl að hvert félag sendi í. S. í. nákvœma skgrslu um allan œfiferil sinn og séu pœr skýrslur komnar f 1. febrúar n. k. Pá hefir komið til orða að í. S. í. veiti framvegis verðlaun peim félögum er flesta vinninga hljóta á héraðsmótum, en pó með pví skilgrði að héraðsmót séu haldin á hverju ari. Stjórn í. S. í. leyflr sér að skjóta peirri spurningu til sambandsfélaganna hvort peirn myndi pað móti skapi að greiða eitthvert árstillag í sjóð í. S. í. í pví skyni að anka sern mest og efla samlieldni og dugnað í allri íprótlastarfsemi vorri. lokum viljum vér láta pess getið, að skipuð hefir verið Ólympíunefnd til að undirbua aihafnir vorar á nœsta Ölympiumóti, sem háð verður í París árið 19ÍM. Reykjavík í október 1921. í stjórn ípróttasambands Islands: A. V. Tulinius. Benediki G. Waage. Guðm. Björnson. Halldór Hansen. Hallgrímur Benediktsson. Margfaldar kappraunir. Eins og sambandsfélög I. S. í. vita var á sínum tíma samin Fimtarþraut er endaði á ísl. glíinu (sjá Lög og leik- reglur í. S. í., bls. 48). Hefir þessi fimt- arþraut venjulega verið nefnd fimtar- þraut í. S. í. eða hin ísl. fimtarþraut. Var fyrst kept í henni á allsherjarmót- inu 1920, og með góðum árangri (sjá »Þrótt« 3. árg., 7. tbl.). Eins og kunnugt er endaði hin forna fimtarþraut Grikkja á grísk-rómverskri glímu, en þegar henni var breytt var grísku glímunni slept, og í hennar stað kept í 1500 stiku hlaupi, þá var og 192 stikna skeiðið lengt og látið vera réttar 200 stikur. Og þannig hefir fimtarþraut- in gríska rutt sér svo til rúms, að nú er hún iðkuð af flestum þjóðum. Til þess nú að við getum líka kept við áðrar þjóðir í fimtarþraut þessari, þegar * okkur vex fiskur um hrygg, hefir í. S. í. samþykt reglur fyrir hana. Og geta nú félögin valið um hvorri fimtarþrautinni þau vilja heldur láta keppa í á mótum sinum, þá íslenzku eða þá grisku. Þá hefir f. S. í. einnig samþykt reglur fyrir tugþraut, og til þess að félögin geti sem fyrst farið að keppa í þessum marg- földu kappraunum á mótum sínum, birtum vér hér reglurnar: l’imtarþrant (grísk). a) Prautirnar eru pessar: I. Langslökk ineð alrennu. — II. Spjótkast (tekið um þunga- miðju spjótsins) belri hendi. — III. Hlaupið 200 stikna skeið. — IV. Kringlukast, betri hendi og V. Hlaupið 1500 stikna skeið. — Pessar kappþrautir skal heyja samdægurs og i þessari röð. b) Keppendum er heimilt að gera þrjár til- raunir í stökkum og köstum. c) Pá er hlaupa skal 200 stikur, skai skifta keppendum í þriggja manna deildir og hlutkesti ráða. Fari þá svo að einn verði afgangs, skal taka einn mann með hlut- kesti úr hinum hópunum til að hlaupa með honum. d) Allir skulu eiga þátt í þrem fyrstu þraut- unum, og bezti maður hljóta 1 stig í hverri grein, næsti 2 stig, þriðji 3 stig o. s. frv., þá skal telja stigin saman, og eiga i2 þeir fremstu (þ. e. a. s. þeir sem lægstir eru að stigatali) rétt á því að keppa um kringlukast. Ef svo fer að fleiri en einn verða tólftir í röð, þá er þeim öllum heimilt að keppa í kringlukasti. e) Stigatalið fer eftir afrekum, og þeir, sem jafnir verða, eiga engan rétt á því að

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.