Þróttur - 01.12.1921, Blaðsíða 20

Þróttur - 01.12.1921, Blaðsíða 20
96 ÞRÓTTUR Ólympluförin 1920. (Frh.) Aldrei stóð eftirvæntingin eins skýrt skrifuð á livert andlit, eins og nú, fyrir þessa kappraun. — Það var líka ástæða til — og reyndar íleiri en ein. En sú ástæðan, sem mestu réð, í hugum manna, var eflaust sú, að þarna voru tveir Evrópumenn, að verja heiður »gamla heimsinsrr, móti hinum fráu sonum hins nýja beims, en á tveim síðustu leikjum a. m. k„ hafði það ekki komið fyrir, að Evrópumenn kæmust svo langt. þessir tveir menn voru því af Evrópu- mönnum, — sem þarna voru auðvitað í miklum meirihluta, — skoðaðir sem landar, og allir nema Amerikanar ósk- uðu þeim því sigursins. Amerikanarnir voru líka hálfsmeykir um sína menn, því Engl. Edwards (sem reyndar er Múlatti) náði bezlum tíma í siðasta prófhlaupinu. Það varð dauðaþögn í liverjum krók og kima hinnar miklu byggingar, þegar ræsirinn gaf hinar stuttu og ákveðnu skipanir sínar; — menn settu sig í þær stellingar, sem hagkvæmastar væru, til þess að taka á móti áhrifum næstu augnablika sem óhindraðast; hvíldu, ósjálfrált, sem snöggvast skilningarvit sín, því næstu augnablikin áttu þau að vinna tvöfalt verk, við að svelgja í sig utanaðkomandi áhrifin, frá því, sem nú átti að gerast. Allir hlaupararnir virðast fá ágætt viðbragð, er skotið ríður af; Edwards mun þó hafa verið dálítið á eftir hin- um. Fyrri helmings hlaupsins sýnist munurinn sem næst enginn, milli þess- ara 6 manna, svo jafnir eru þeir, — ef nokkuð er, þá á Paddock nokkra þuml- unga til góða, sem hann bætir svo við í endasprettinum, að hann verður um 1 feti á undan landa sínum, Kirksey, sem aftur er 1 feti á undan Edwards; hann dró áreiðanlega inn á Ameríkan- ana síðara hluta hlaupsins, en þel1 fengu betra viðbragð og það gerði gæfu- muninn. Næstur á eftir Edwards varð Ali-Khan, 3—4 þuml., og þar næst Scholtz, og Murchison (ameríski meist- arinn 1920) síðastur. Tíminn var 10,8 sek. Eftir hlaupið kærðu báðir Evrópu- mennirnir yfir því, að ræsirinn hefði slept einu skipunarorðinu og að Pad- dock hefði haft hendurnar utan við strikið. Kröfðust þeir þess að hlaupið yrði aftur. Nefnd sú, sem hafði kæru- málin til meðferðar, tók ekki kröfu þeirra til greina, en þó munu þær hafa verið á rökum bygðar. Næst eftir 100 stiku úrslitin, var hlaupið 2. prófhlaup á 800 sliku veg»P> í 3 riðlum. 3 þeir fráustu úr hverjum riðli fengu að taka þátt í úrslitahlaup- inu, sem skyldi hlaupið næsta dag- Pessir komust í úrslitahlaupið: í. riðiH- 1. Scott, Bandar. (1,57,2); 2. Mountain, Engl. (1,58,2); 3. Sprott, Bandar. (1,5S,8) — 7 þátttakendur. — 2. riðill: 1. Rudd, S.-Afr. (1,57); 2. Gampbell, Bandar. (1,57,6); 3. Paulen, Holl. (1,57,8) — 0 þáttt. — 3. riðill: 1. Hill, Engl. (1,56,4); 2. Eby, Bandar. (1,56,7); 3. Esparbés, Frakklandi. Fimtarþrauiin fór svo, að Finninn Lehtonen varð fyrstur. Afrek hans voru: langstökk 6,63,5 st., spjótkast 54,27 st., 200 stiku hlaup 23 sek., kringlukast 34,67 st„ 1500 st. hlaup 4 mín. 43 sek.; — raðtala hans var samtals 14. " Næstur varð landi hans, Lalitinen, með: langst. 6,59, spjótk. 54,25, 200 st. hlaup 23,3, kringluk. 31,12, 1500 st. hlaup 4 mín. 36 sek.; — raðtala samlögð 19. Þriðji Bradley, Bandar. með: langst- 6,61, spjótk. 48,16, 200 st. hlaup 23 sek., kringluk. 36,67, 1500 st. hlaup 6. i röð- inni, — samlögð raðtala 19, innbyrðis afstaða 2. og 3. manns hefir orðið að reiknast út eftir Tugþrautar-töflunm,

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.