Þróttur - 01.12.1921, Blaðsíða 9

Þróttur - 01.12.1921, Blaðsíða 9
88 ÞRÓTTtlR Þá er köst eru æfð, verður að æfa fælurnar sérstaklega á hverjum degi. — Styrkleikann og liðleikann skal æfa með jafnfætis stökkum, en ílýlinn með við- bragðsæfingum og stuttum hlaupum. Æfingin verður að vera það víðtæk, að allir þeir einstöku liðir, sem þarf til þess að framkvæma kastið fái sína æf- ingu. — Það er ógerningur að setja fram fast ákveðið æfingarkerfi, sem er við allra hæfi. Menn verða svo að segja að fela sig áfrarn með því .að mæla árangurinn i hlutfalli við æfingarnar og herða á eða draga úr þar til þeir hafa fundið þau takmörk, sem hæfilegust eru. — Skulu hér sett nokkur atriði rétt til leiðbeiningar: Fyrsta daginn skal æft mjúklega og liðlega með bezta kastlaginu. Annan daginn skal kastað fijótt og lrvallega, en án þess þó að beila sér til fulls. Þriða daginn skal kastað af fulium krafti. Fjórða daginn skal, rnesta áherzlan lögð á atrennuna, en í sjálft kaslið skal ekki ieggja meiri kraft en þann, sem kemur fram við alrennuna, þanuig að höndin aðeins slýri áhaldinu í kastáltina. Fimla daginn getur maður séð hvern árangur æfingin liefir haft með því, að frarn- kvæma kastið með fullum krafti og mæla árangurinn. — Byrjendur verða að læra kasllagið fullkomlega áður en þeir fara að kasla með fullum krafli. Köst geta menn æft og menn venjast smámsaman mikilli þjálfun. En gæla verður þess, að æfa aldrei svo inikið að menn verði leiðir á því. Þreyti menn sig á æfingum skal tek- inn hvíld í nokkra daga, en í stað þess geta menn æft hlaup og stökk. — Þá er kastað er kemur krafturinn frá fóLunum, en til þess að þeir geti »yfir- fært« liann, verður líkamsþunginn að hvíla á þeim. Búkinn má ekki setja í hreyfingu fyrst, því að kraflurinn verður að korna að neðan og leiðast upp eftir. Það hafa verið skiftar skoðanir urn það, hve mikilsverðan þált fæturnir ættu við framkvæmd kastsins. Hin svonefnda fótskifting í því augnabliki, sem kastað er hefir truflað marga og hefir oft verið misskilin. Krafturinn kemur frá fólun- um og í því bili, sem fæturnir skifta um stöðu, hættir handleggurinn að verka á kastáhaklið. Fótskiftingin, sem ekki má verða fyr en um leið og höndin sleppir af áhaldinu, er bein afleiðing af að búkurinn knýr á eftir áhaldinu upp á við og fram á við, en þegar höndin sleppir af áhaldinu missir búkurinn þá stoð, sem liann hafði af því og fótskift- ingin verður óumflýjanleg til þess að lialda jafnvæginu. Það er ráðlegt fyrir byrjendur að læra kastið án þess að hafa þessa fót- skiftingu og fyrst í stað að kasta þannig, því það er eina ráðið til þess að fá fæturnar og búkinn tii þess að vinna saman á réttan hált. Hin rélta fótskifl- ing kemur svo smámsaman af sjálfu sér. Mestur hluti líkamsþungans skal hvíla á fæti söinu hliðar og höndin, sem kastað er með. Sá fóturinn, sein framar er í iiyrjun- arstöðunni á að hjálpa til að halda líkamsþunganum á aftari fætinum, og veita viðnám og stöðva hreyíingu lík- amans fram á við og reisa búkinti upp á við þannig að krafturinn leiðist sem mest upp á við og fram á við. — — Við spjótkast og kúluvarp verður mjög snögg fótskifting á því augnabliki sem liöndin sleppir af áhaldinu. Fótskiftingin við kringlukast er alt önnur. Alrennan verkar þar ekki beint áfram í kaststefnuna eins og við hin köstin. Kastið er hreint vindukast og það ríður mest á að fá kraftinn frá búk, öxl og handlegg til þess að verka á því augnabliki sem handleggnum er sveiflað fram, en búkinn má ekki knýja meira fram en svo að liandleggurinn fylgist

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.