Þróttur - 01.12.1921, Blaðsíða 24

Þróttur - 01.12.1921, Blaðsíða 24
100 P R Ö T T U R áfram eins og tvö þau síðustu hafa ver- ið. Hvassviðri má ekki vera, en þó má mikið við því sjá með góðri girðingu um völlinn. En svo er rigningin, og þar er ekki eins auðveU að »setja undir lekann« meðan ekki eru meiri efni fyrir hendi en nú eru. Regnið gerir alómögu- legt að leika L-T., því að þótt leikend- urnir þyldu að standa úti í regni, þá gerir það hnettina þunga, og þar með óáreiðanlega, og brátt ónýta, auk þess sem það gereyðileggur knattdrepuna á stuttum tíma. Það verður aldrei nógsam- lega brýnt fyrir fólki að láta knattdrep- una aldrei vökna, því að þegar streng- irnir þorna aftur hrökkva þeir, ef ekki fyr þá síðar, og áhöldin eru altaf dýr ef þau eru góð. En þar með sé ekki sagt að þau séu góð þótt þau séu dýr og ætti því enginn að kaupa þau án þess, að einhver líti á þau fyrst sem vit hefir á. í sambandi við þetta má minnast á aðra varúðarreglu, sem mér er kunnugt um að mjög hefir verið vanrækt af hlutaðeigendum síðasta sum- ar, og hún er sú, að hafa altaf knattdrep- urnar í pressu milli þess að þær eru notaðar. Sé það ekki gert fer aldrei hjá þvi að þau vindist og gefi því knöttinn skakt frá sér, en slíkt er óviðkunnanlegt fyrir þá sem ekki er sama um í hvaða átt hann fer. Þá er að minnast á annan ókost og hefir þegar verið minst á hann að nokkru leyti. Hann er sá, að kostnað- urinn er töluverður, sérstaklega í byrj- un, í hverju þvi félagi sem eingöngu ætlar ser að iðka L-T. En þá kemur einmilt að atriði, sem mjög er vert að ihuga í þessu sambandi. Hér í bænum eru fyrir mörg iþrótta- félög, fyrst og fremst knattspyrnufélögin, svo og í. R., Ármann o. fl. (Skautafé- lagið þori eg varla að nefna, því að það fær altaf rigningu þegar eitthvað skal aðhafast utan veggja). Öll þessi félög hafa þegar meðlimi sína sarnan Með þessu blaði lœt eg af ritstjórn þe*s og vil hérmeð nota tœkifœrið að þakka hinum mörgu iþróitamönnum og íþrótta- vinum, sem hafa stutt mig i þessu áhuga- starfi mínu. — Jafnframl óska eg blað- inu allra heilla i framtiðinni og vona að allir þeir sem íþröttum unna stgrki það framvegis. Reijkjavik, 1 desember dag 1921. Ben. G. Waage. safnaða til æfinga svo að miklu hægra er að koma yfir þá lögum heldur en yrði í hverju nýju félagi. Þessi félög munu og flest eiga töluvert í sjóði, og og þótt svo væri ei, þá eiga a. m. k- knattspyrnufélögin ólíkt hægra aðstöðu hvað snertir að útvega sér völl, en önn- ur félög. Enn er það að flest félögin hafa meðal meðlima sinna kornungf fólk og það fólk er einmitt framtíðar- von íþróttarinnar, því enginn þarf að ætla að neinn þeirra sem nú þegar er farinn að iðka íþróttina geti orðið meira en meðal L-T-leikari. En til hvers er þá verið að stofna félagið? Einhver verður að byrja og það sem fyrst, ef ekki til annars þá til þess að vekja athygli á málinu og áhuga ef verða mætti, jafnvel þótt beinn iþróttalegur árangur verði minni. En hann er undir því kominn, að aðrir komi á eftir og hjálpi þeim sem fyr*r eru með áhuga til að halda því áfram sem byrjað hefir verið á, þá kemur ár- angurinn af sjálfu sér, áður langt um liður. Páll Skúlason. Hefirðu, lesari góður, greitt 'Próttt Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt G. IVaage. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.