Fréttablaðið - 25.10.2018, Side 28

Fréttablaðið - 25.10.2018, Side 28
Áhrif áttunda áratugarins á vetrar tískuna leyna sér ekki eins og þessi brúna rúskinns­ kápa frá Etro ber fagurt vitni um. Dýramynstur eiga upp á tískupall­ borðið í vetur enda kunna dýrin að bregðast við breyttu hitastigi. Þessi kjóll er hugverk tískuhönnuðarins Ashley Williams. Að slá um sig í slá er góð vetrar­ skemmtun. Slár eru bæði hlýjar og notadrjúgar þegar kólna fer, og passa afskaplega vel einmitt yfir leður­ jakka eða flottar yfirhafnir sem eru ekki alveg nógu þykkar til að takast á við vetur á norðlægari slóðum. Þessi konunglega blómaslá er frá Erdem. Plíserað er málið í vetur, hnífskarpar fellingar í hné­ síðum pilsum. Vertu í plíseruðu pilsi við buxur, gróf stígvél eða með stórri, þykkri peysu eins og þessi fyrirsæta á sýningarpalli hjá Sportmax. Það gerist ekki svalara en svart leður. Leður­ og pleðurkjólar verða áberandi í haust og vetur, af öllum síddum og sniðum þó svart verði sennilega mest áberandi. Hér má sjá kjól frá Soniu Rykiel sem er bæði svalur og sjóð­ heitur í senn. Framtíðin er komin og hún er silfur­ björt. Silfur­ og málmkennd efni munu endurvarpa jóla­ og norður­ ljósunum í vetur og ekki verður óalgengt að sjá gangandi diskókúlur létta svartasta skammdegið, kannski í þessari dásemdardragt frá Balmain. Hlýtt og svalt í vetur Flestir kætast þegar vetrartískan kemur í versl- anir enda ágætis tilbreyting frá blómakjólum og bleiku tjulli sem oft vill einkenna sumar- tískuna. Vetrartískan í ár einkennist af stórum, hlýjum slám, töff leðurkjólum, hnífskörpum plíseringum og rómantískum brúnum tónum. Veturinn verður bæði svalur og hlýr ef eitthvað er að marka það sem bar fyrir augu á tískupöll- unum þegar vetrartískan var kynnt þar. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 SMART VETRARFÖT, FYRIR SMART KONUR 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . o K tÓ B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 A -F E E 0 2 1 2 A -F D A 4 2 1 2 A -F C 6 8 2 1 2 A -F B 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.