Fréttablaðið - 25.10.2018, Síða 46

Fréttablaðið - 25.10.2018, Síða 46
Stjarnan - Haukar 61-58 Stigahæstar: Danielle Victoria Rodriguez 36/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Maria Florencia Palacios 7 - LeLe Hardy 14/15 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 13, Sigr´n Björg Ólafsdóttir 11 . Keflavík - Valur 77-69 Stigahæstar: Brittanny Dinkins 27/13 fráköst, Embla Kristínardóttir 10, Bryndís Guðmundsdóttir 9 - Brooke Johnson 13, Hallveig Jónsdóttir 13, Simona Podesvova 12/12 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 10/12. Snæfell - Skallagrímur 81-78 Stigahæstar: Kristen Denie McCarthy 42/24 fráköst, Katarina Matijevic 11, Angelika Kowalska 10 - Shequila Joseph 22/15 frá- köst, Bryesha Blair 19, Ines Kerin 16, Maja Michalska 10, Karen Dögg Vilhjálsmdóttir 4. Breiðablik - KR 66-73 Stigahæstar: Björk Gunnarsdóttir 16, Kelly Faris 14/!3 fráköst, Ísabella Ósk Sigurðar- dóttir 12/14 fráköst - Kiana Johnson 26/13, Orla O’Reilly 19, Perla Jóhannsdóttir 16, Unnur Tara Jónsdóttir 4. Efri Snæfell 8 KR 8 Keflavík 6 Stjarnan 6 Neðri Haukar 4 Valur 4 Skallagr. 4 Breiðablik 0 Nýjast Domino’s-deild kvenna Meistaradeild Evrópu A-riðill Club Brugge - Monaco 1-1 0-1 Moussa Sylla(31.), 1-1 Wesley (39.) Dortmund - Atl. Madrid 4-0 1-0 Axel Witsel (38.), 2-0 Raphael Guerreiro (73.), 3-0 Jadon Sancho (83.), 4-0 Guerreiro (89.). Staðan: Dortmund 9, Atletico Madrid 6, Monaco 1, Club Brugge 1 B-riðill PSV - Tottenham 2-2 1-0 Hirving Lozano (30.), 1-1 Lucas Moura (39.) 1-2 Harry Kane (55.), 2-2 Luuk de Jong (87.). Rautt spjald: Hugo Lloris, Tottenham (79.). Barcelona - Inter 2-0 1-0 Rafinha (32.), 2-0 Jordi Alba (83.). Staðan: Barcelona 9, Inter 6, Tottenham 1, PSV 1 C-riðill PSG - Napoli 2-2 0-1 Lorenzo Insigne (29.), 1-1 Mario Rui (61., sjálfsm.), 1-2 Dries Mertens (77.), 2-2 Angel Di Maria (90+3.). Liverpool - Rauða stj. 4-0 1-0 Roberto Firmino (20.), 2-0 Mohamed Salah (45.), 3-0 Salah (51., víti), 4-0 Sadio Mane (80.). Staðan: Liverpool 6, Napoli 5, PSG 4, Rauða Stjarnan 1 D-riðill Lokomotiv - Porto 1-3 0-1 Moussa Marega (26., víti), 0-2 Hector Herrera (35.), 1-2 Anton Miranchuk (38.), 1-3 Jesus Corona (47.) Rautt spjald: Solomon Kvirkvelia, Lokomotiv (76.). Galatasary - Schalke 0-0 Staðan: Porto 7, Schalke 5, Galatasaray 4, Lokomotiv Moskva 0 Fótbolti Mohamed Salah, marka- hrókurinn frá Egyptalandi, skrifaði nafn sitt enn einu sinni í sögubækur Liverpool í gær þegar hann skoraði tvö mörk Liverpool í 4-0 sigri á Crvena Zvezda, Rauðu Stjörnunni frá Belgrad í gær. Annað mark hans í leiknum var hans 50. fyrir félagið og varð hann um leið sá fljótasti til að skora fimmtíu mörk fyrir Bítla- borgarfélagið. Salah, sem er á sínu öðru tímabili á Englandi, sló í gegn með Liverpool í fyrra þegar hann bætti marka- metið í ensku úrvalsdeildinni. Á sama tíma daðraði hann við að bæta markametið á einu tímabili hjá félaginu með 44 mörk en náði ekki meti Ians Rush sem skoraði 47 mörk fyrir 34 árum. Egyptinn Salah skoraði fimmta og sjötta mark tímabilsins í gær og um leið fimmtugasta mark sitt fyrir félagið í 65. leiknum. Bætti hann með því sjötíu ára gamalt met Alberts Stubbins sem skoraði 50. mark sitt í 77. leiknum sínum árið 1948. – kpt Salah bætti enn eitt metið í gær Leikmenn Liverpool fagna með Salah á Anfield í gær. NoRDICPHoToS/GETTy Við sóttum í okkur veðrið í varnar- leiknum og seinni hálfleikur- inn var mjög góður í kvöld. Guðmundur Þ. Guðmundsson Undankeppni EM 2020 Ísland 35-21 Grikkland (17-13) Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 6, Arnar Freyr Arnarsson 5, Rúnar Kárason 5, Arnór Þór Gunnarsson 5, Aron Pálmarsson 4, Stefán Rafn Sigurmannsson 4, Sigvaldi Björn Guðjónsson 3, Elvar Örn Jónsson 2, Ómar Ingi Magnússon 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 9, Björgvin Páll Gústavsson 3. Handbolti „Byrjunin var erfið eins og var viðbúið. Við höfum ekki komið saman síðan í júní. Ég var ekki ánægður með varnarleik- inn og sóknarleikinn fyrstu 15-20 mínúturnar. Svo varð þetta betra og betra. Við sóttum í okkur veðrið í vörninni og seinni hálfleikurinn var mjög góður,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir öruggan sigur íslenska karlalandsliðsins í hand- bolta, 35-21, á Grikklandi í undan- keppni EM 2020 í gær. Það tók íslenska liðið um 20 mín- útur að ná almennilegum takti í sinn leik. Íslendingar voru alltaf með frumkvæðið en slakur varnarleikur og lítil markvarsla varð til þess að þeir náðu ekki að slíta Grikki af sér. Eftir 20 mínútna leik, í stöðunni 9-8, tók Guðmundur leikhlé og hristi upp í liðinu. Rúnar Kárason átti góða innkomu í sóknina og Aron Rafn Eðvarðsson kom í markið í stað Björgvins Páls Gústavssonar sem fann sig ekki. Þá kom betra flæði í sóknina með innkomu Gísla Þorgeirs Krist- jánssonar. Hann reyndi lítið sjálfur en boltinn gekk vel í gegnum hann og þá skilaði Hafnfirðing- urinn slatta af stoðsendingum. Ísland vann síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks 8-5 og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Íslenska liðið byrjaði seinni hálf- leikinn af krafti, skoraði fyrstu þrjú mörk hans og náðu sjö marka for- skoti, 20-13. Bilið milli liðanna breikkaði eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og á endanum munaði 14 mörkum á liðunum, 35-21. Varnarleikurinn var allt annar og betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Guðmundur segist hafa skerpt á áherslunum í vörninni í hálfleik og það skilaði sér í bættum varnarleik. Grikkir skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleik og áttu erfitt upp- dráttar gegn sterkri íslenskri vörn. „Á tímabili vorum við ekki nógu grimmir og spiluðum ekki eins og við ætluðum okkur. Við vorum hikandi. Ég sagði að við þyrftum að ganga rösklega til verks og fara í tæklingarnar. Línan hjá dómur- unum var mjög hörð og við fengum mikið af brottvísunum sem gerði þetta ekki auðveldara. En mér fannst við leysa þetta mjög vel,“ sagði Guðmundur. Bjarki Már Elísson var marka- hæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Rúnar skoraði fimm sem og Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Freyr Arnarsson sem átti góða inn- komu. Hann nýtti öll skotin sín og fiskaði tvö vítaköst. Ýmir Örn Gíslason byrjaði á línunni en var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir stundarfjórðung og lék lítið eftir það. Ólafur Gústafs- son lék í vörninni þar til hann fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálf- leiks. Aron Rafn varði níu af þeim 19 skotum sem hann fékk á sig (47%). Íslenska liðið heldur til Ankara á morgun en fram undan er leikur gegn Tyrkjum í undankeppninni á sunnudaginn. ingvithor@frettabladid.is Stígandi í stórsigri á Grikkjum Ísland bar sigurorð af Grikklandi, 35-21, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 í handbolta í gær. Eftir bras í byrjun leiks spilaði íslenska liðið mjög vel í seinni hálfleik og vann á endanum stórsigur. Gríska liðið átti fá svör við Arnari Frey Arnarssyni sem var afar öflugur inni á línunni hjá íslenska liðinu í gær og skilaði fimm mörkum. FRéTTABLAðIð/EyþóR Fleiri myndir frá leik gærkvölds- ins má sjá á +Plús síðu Frétta- blaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLúS 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F i M M t U d a G U r22 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 A -E B 2 0 2 1 2 A -E 9 E 4 2 1 2 A -E 8 A 8 2 1 2 A -E 7 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.