Breiðfirðingur - 01.04.1977, Qupperneq 33
BREIÐFIRÐINGUR
31
á ísinn, og það gat alveg eins verið, að fallið hefði á ís-
inn alla leið út, svoleiðis að við hefðum hvergi komist að
landi. Pétur sá til okkar allan tímann, og var logandi hrædd-
ur um, að við myndum þá og þegar fara í kaf. Þá sagði
Jósúa: „Þið ráðið hvað þið gerið. Þótt það verði í höku, þá
fer ég í land‘„ „Ja, far þú“, sagði ég.
Svo lögðum við af stað og var Jósúa á undan. Hann var
einna seigastur okkar að brjóta ísinn, enda var hann stærst-
ur, og átti þess vegna hægara með að fara með knéð upp
og brjóta ísinn niður. Því kom það mest á hann að brjóta
þarna. Eg var næstur honum, og ég sá það, að hann var far-
inn að verða anzi linur að brjóta niður, og alltaf dýpkaði
heldur. Við komumst náttúrlega nær landi, þó gekk sama
og ekkert. Svo ég sagði við Jósúa: „Heyrðu Jósúa minn,
ég skal nú brjóta svolitla stund“. „Já þú verður nú að ná
mér fyrst“, sagði Jósúa. — Það var ekki metri á milli
okkar, og ég hélt, að það væri nú hægast. Hann væri ekki
það langt undan. Svo sleppti hann mér fram fyrir og ég
lyfti hnénu. Sko, ég hélt undir töskuna, sem ég hafði fyrir,
til þess að hún flæktist ekki fyrir mér. Svona lyfti ég hnénu,
svona nokkrum sinnum, en ég fann það, að ég myndi aldrei
hafa afl til þess að komast í land. Við vorum þá á annað
hundrað metra frá landi, eða tæpa tvö hundruð metra. Þá
datt mér í hug það þjóðráð, sem bjargaði okkur úr þessu
og það var að ég tók stafinn minn, fræga og hélt efst um
hann og sló honum flötum ofan á ísinn og þá kom náttúr-
lega skarð. Sló honum bara á víxl, þá gátum við haldið
hiklaust áfram, enda eins gott, því að stórstraumsaðfall
var.
Pétur var búinn að standa á annan tíma niðri á klöpp