Breiðfirðingur - 01.04.1977, Síða 86
84
BREIÐFIRÐINGUR
allt undir forystu íhans, skipulagning og undirbúningur,
smíði búsanna, sláturhússtjórn, verkstjórn, kjötmat, allar
skriftir og síðast en ekki sízt skipaáfgreiðslan og frágangur
skipsskjala til hafna innanlands og utan. Beinlínis öll á-
hyrgð. Ollu þessu stýrði hann áfallalaust og gott betur. Það
segir ekki lítið um hvaða kostum og kunnáttu þessi sveita-
piltur var búinn heima í föðurgarði, að hann var megnug-
ur alls þessa. Honum var lagið að laða menn til þess að
leggja sig fram, enda veitti ekki af við það skilyrði, sem
þarna voru, frumstæð og fábrotin. Svo efaðist ég um að
nokkuð lýsi lífsstíl Magnúsar betur en það, hvernig hann
bjó að þessari starfsemi. Þó hún væri ekki fremur í þágu
hans en allra annarra Reyknesinga þá tók hann sig til og
byggði með eigin höndum og á eigin kostnað íverustað
„Hótel Reykhólasjó“, fyrir sláturvinnuflokkinn, en svo
nefndi Guðmundur Guðmundsson héraðslæknir bæinn. Ekki
lét hann sig heldur muna um að kaupa og eiga uppskipun-
arskipið. Má segja að hann færi eftir orðskviðunum: Betra
er hjá sjálfum sér að taka en sinn bróður að biðja.
Rökrétt og nánast óumflýjanlegt var svo það, að Magnús
var kosinn í hreppsnefnd árið 1942, þegar straumhvörf
urðu í sveitastjórn, beinlínis til að verða oddviti. Á hans
ííma varð fyrra uppbyggingarskeið Reykhóla. Hann var
kvaddur í fyrstu Reykhólanefndina, þá sem markaði stefn-
una fram á allra seinustu ár. Vera í skattanefnd og í sýslu-
nefnd kom svo rétt eins og af sjálfu sér, einnig í kaupfé-
lagsstjórn um nokkurt skeið.
Fjarri var að Magnús sæktist eftir vegtyllum. Fórnfúst
starf var honum að vísu að skapi, en ekki allt sem fyrir
kom í starfi handhafa kerfisins, sem hendir að oddviti