Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 2
5o STJARNAN Leiddu barn þitt inn á sannleiksbrautina. Frœ& þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og enda á gamalsaldri mun hann ekki af honum víkja.” — Orðskv. 22:6. Hve mikla þýðingu hefir það ekki, að barnið fær gott uppeldi, uppfræðslu um aö breyta réttilega og ætíð tala sann- leika af hjarta. ÞaS er mikil synd, að gab'ba saklaus börn. Hafir þú lofað barninu einhverju, þá vertu ekki seinn um að efna loforð þitt. Það er ekkert svo slæmt, sem að börn fari dult með verk og áform sín og reyni að hylja yf- ir misgjörðir sínar, í staðinn fyrir að vera fús til að kannast við þær og leita æðri hjálpar til að komast í burtu frá þeim: ‘ • • Eg þekti einu sinni stúlku, sem var uppalin á góðu heimili undir kristileg- um áhrifum, en hún tók upp á því að hnupla úr forgðabúri foreldranna, og svo að skrökva, þegar móSirin upp- götvaði að ýmislegt var horfiS og spurSi hana aS því, hvort hún hefSi séð nokkurn mann fara inn í búriS og hjálpa sér. Stúlkan óx upp' og komst í burtu úr föðurhúsunum til að vinna fyrir aðra. Hún var framúrskarandi dugleg, og gjörSi það vel, en hún lenti í vondum , félagsskap, syndgaSi og reyndi svo á eftir aS hylja yfir, eins fljótt og fariS var aS hreyfa viS því. Hún giftist góðum manni, sem elsk- aði hana og sýndi henni trúmensku í öllu. En þetta, sem hafði komiS inn í hjarta þessarar konu, þegar hún var barn, loddi við hana. Hún fór svo aS skrökva fyrir manni sínum, og þegar hann við og viS veiddi hana í ósann- indum, gramdist henni. Hún fór þar næst að svíkja hann á fleiri en einn veg, þangað til aS ekkert meSal fékst við þessari andlegu meinsemd hennar. Öll þessi hegSun og breytni hennar staf- aSi af því, aS hún í bamæsku hafSi aldrei lært að kannast við yfirsjónir sín- ar og biðja fyrirgefningar. Stífni og þrjózka náðu tökum á hjarta hennar og leiddu .hana út í sollinn. “Fræð þú sveininn. um veginn.” Mað- ur verður að taka tíma til að uppfræða og vernda hann, til þess aS blómin geti dafnað og angaS. Þannig verSur maS- ur einnig að vernda litlu saklausu barns- hjörtun fyrir slæmum áhrifum og gá vel aS, að þau myndi ekki óvana, sem meS timanum verði svo rótgróinn, aS það er ógjörningur að uppræta hann. Barnið beygir sjaldan af þeim vegi, sem þaS beygði inn á í barnæsku. “Sveinninn þekkist, þegar á verkum sínum, hvort athafnir hans eru hreinar og einlægar.” (Orðskv. 2o:iiý. MikiS er undir því komið, að barniS læri að gjöra alt í hjartans einlægni og forðist allar króka- leiðir; því að sá sem hefir “rangsnúiS hjarta öðlast enga gæfu, og sá, sem hefir fláráða tungu, hrapar í ógæfu.” (iOrðskv. 17:20). Sá, sem ætið talar sannleika, verður hrósaður af samborg- urum sínum. “Gott mannorð er dýr- mætara en mikill auður; vinsæld betri en silfur og gull.” (Orðskv. 11: 1). Og að lokum mun hinn trúfasti sannleiks- vinur öðlast inngöngu í hiS eilífa frið- arríki Krists; því aS vér lesum: “Drott- inn, hver fær aS gista í tjaldi þínu, hver aS búa á fjallinu þínu helga? Sá, er fram gengur í sakleysi og iðkar rétt- læti og talar sannleik af hjarta..... sá, er þetta gjörir, mun eigi haggast um aldur” (Sálm. 15). D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.