Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 6
54 STJARNAN Hin mesta nauðsyn vorra tíma. Arthur G. Daniels. Fyrir munri spámannsins Esaja send- ir Drottinn lýS sínum svohljóðandi á- minningu: “Vakna þú, vakna þú, íklœS þig styrkleik þínum. Zíon, klæð þig skartklæðum þínum, Jerúsalem, þú hin heilaga borg. Því að enginn óumskorinn eða óhreinn skal framar inn í þig ganga. Hrist af þér rykið, rís upp og sest í sæti þitt, Jerúsalem. Losa þú af þér háls- fjötra þína, þii hin hertekna dóttir, Sí- on.”—Es. 51: 1, 2. Áskorun þessi .hvetur lýö Drottins til aS vakna af dvala, að hann fái noti5 þeirrar andlegu reynslu, er hann svo tilfinnanlega þarfnast. Hún vekur hann til enn þá innilegra andlegs lífs. í svefninum lifir maSur, en aS eins aS nokkru leyti, sá sem sefur veit ekki af sér, er skilningslaus og eftirtektarlaus. •Hann veit ekkert um hlutina í kringum sig eSa sitt eigiS ásigkomulag. Hann sér ekki hættuna og áttar sig heldur ekki á ábyrgö þeirri og skyldustörfum er á honum hvíla. Sá sem sefur, getur ekki látiS þjónustu sína í té. Þess vegna er áskorunin um að vakna, áskorun um aS hrista af sér allan sljóf- leik og höndla lífið til fulls. Drottinn vill, aö lýöur hans heyri, sjái og leggi sér alvarlega á hjarta þá hluti er heyra Guösríki til. Hann vill, aö hann skilji til fulls ábyrgö sína og taki þátt í heil- l'.uga, öflugri, notagóöri þjónustu hon- um til handa. Ald'rei nokkru sinni áður hefir veriö eins mikil þörf á virkilega vakandi söfnuöi eins og einmitt nú. Aldrei hefir eins mikilvægt atriði legiö á bak viö áskorunina til safnaðarins um að vakna, eins og nú. Ó, vöknum þá og rísum up. ;Þetta kall til meðvitundar, til skiln- ings, til öflugrar starfsemi, er mjög merkilegt. Það kallar oss að mikilli, gleðilegri, innilegri, persónulegri reynslu. Það kallar oss að sigursælu lífi. At- huga hið næsta: “Eosa þú af þér hálsfjötra þína, þú hin hertekna, dóttir Síon.” Það er. iausn frá fjötrum syndarinnar, það er frelsi frá hinu erfiða valdi hins illa. Það á við, að sigra heiminn, holdið og Satan. Þetta, alt þetta, er hlutskifti hvers og eins, er meðtekur Krist sem Drottin og frelsara. Jesús segir: “Sá. sem synd drýgir, er þræll syndarinnar.” Og hann bætir við: “Ef því sonurinn gjörir yður frjálsa, munduð þér þá verða sannarlega frjálsir.” ýjóh. 8, 34, 36J. Alveg í samræmi við staðhæfingu þessa eru orð postulans Páls: “Svo er þá nú engin fyrird'æming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú, sem ekki ganga eftir holdinu heldur ' eftir andanum. Því að lögmál lífsins anda hefir fyr- ir samfélagið við Krist Jesúm frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauð- ans.” Við þennan dýrmæta sannleika bætir svo Páll þessum orðum: “Eátið því ekki syndina ríkja í dauðlegum lík- ama yðar., svo að þér hlýðnist girndum hans” ýRóm. 8:1, 2 6, 12J. Öll þessi sannleiksorð eru greinileg og óhrekjandi. Þau meina alt, er þau segja, og eru það fyrir oss. Höfum vér kjark til að veita þeim viðtöku og

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.