Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 14
Ó2 STJARNAN Undir eins, þegar verkið var komið vel af staS, fór aö brydda á mótstöðu. Esra segir svo frá: | “Landsbúarnir leituðust við að tálma starfi Gyðinganna og fæla þá frá að byggja- Eíka keyptu þeir .nokkra ráð- gjafa til að gjöra jDeirra fyrirætlun að engu, alla æfidaga Sýrusar Persa kon- ungs, þangað til Daríus kom til ríkis í Persalandi” ýEsra 4:4,5). Snúum oss nú frá Jerúsalem og til Sýrusar og hirðar hans. Eeigðir ráð- gjafar eru þar til að vinna konung á sitt mál, fá hann til að hindra byggingu þá, sem hann samkvæmt Guös ráðstöf- un, hafði látiö byrja í Jerúsalem. Sam- tímis er spámaðurinn Daníel við Tigris fljótið í Persíu. í þrjár vikur var Daníel alvarlega bú- inn að leita Drottins í bæninni. Eoks kemur engill og hughreystir hann. “Óttastu ekki, Daníel,” segir engillinn, “því frá þvi fyrsta að þú hneigðir hug þinn til að öðlast upplýsingu, og þú lítillætir þig fyrir þínum Guði, eru þín orS heyrö, og eg em þeirra vegna hing- að kominn.’j (Dan. 10: 12J. En hvers vegna hafSi engillinn frest- aS komu sinni í þrjár vikur, þegar hann hafði frá því fyrsta 'heyrt bæn Daní- els? Engillinn svarar því sjálfur: “Persaríkis höfðingi stóð á móti mér tuttugu og einn dag, en sjá! Mikael, einn af þeim æðstu höSingjum, kom mér til hjálpar, svo eg dvaldi hjá konung- unum í Persalandi” ýDan. io’: 13 — ensk. þýð.) ( Hér sjáum vér hvernig i öllu liggur. EeigSir ráðgjafar og eflaust nokkrir fulltrúar GySinga voru við hirðina í Persiu til að halda fram máli sínu. Konungurinn var óákveðinn og hneigö- ist til að fara að ráöum mótstöðumanna Drottins. En það, sem er sérstaklega eftirtektavert, er það, að’ englar Guðs voru viðstaddir og reyndu stöðugt að varna hinu illa og hafa þau áhrif á konunginn, að hann tæki rétta stefnu. Að lokum kemur hinn æðsti höfuð- engill, Mikael sjálfur, honum til hjálp- ar, þegar til úrslita kom. Úrskurður konungs féll Gyöingum í vil og bygg- íngin í Jerúsalem hélt áfram sam'kvæmt skipun Drottins. Vér vitum, aS Englar Guðs eru enn . starfandi til aöstoðar þeim, sem eiga . sáluhjálpina að erfa, jafnvel í höllum konunganna og í sölum löggjafanna. Sá Guð, sem hefir fyrirsagt ókomna atburði og látið þá fram koma, hann, sem frelsaði sitt fólk á fyrri tímum, er enn þá hinn sami, lifandi, sanni Guð, eins og Daríus konu.ngur sagði forðum, er hann kunngjörSi veldi hans fyrir öllum kynkvíslum, þjóSum og tungu- málum: ) “Hann er sá, sem frelsar og varö- veitir, hann gjörir tákn og furöuverk á himni og jöröu, hann frelsaöi Daníel frá valdi Ijónanna.” (Dan. 6:28). (Eramh.J Hin mesta nauðsyn vorra tíira. (Eramh. frá bls. 5y) við leiðtoga vorn og Drottin: “Drottinn minn, hér er hjarta mitt, hugsanir mín- ar, kraftar mínir, tími og efni — alt sem eg er og hefi — tak það , að það verði helgað þjónustu þinni? Drottinn, eg fórna öllu, ekkert er undanþegiö, alt er það þitt. Nota það hvar sem er, hvernig og hvenær sem þér þóknast bezt?” Það er alt, sem vér getum gert, og vér getum vissulega ekki gert minna en algjörlega að helga oss þjónustu Drottins til heilla þjáðrar, syrgjandi og deyjandi systra og bræöra vorra. GuSs góSi, heilagi andi láti eld þennan brenna í hjörtum vorum til daganna enda. P. SigurSsson, þýddi.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.