Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 15
STJARNAN 63 kemur út mánaSarlega. Útgefendur : The Western Canadian Union Conference-of S.D.A . ■ Stjarnan kostar $1.50 um áriS í Can ada, Bandaríkjunum og á Islandi fBorgist fyrirfram). g Ritstjóri og Ráðsmaður : DAVlÐ GUÐBRANDSSON Skrifstofa: 302 Nokomis Building, Winnipeg, Manitoba, Canada. 1 Talsími: A-4211 llllllHMIIIIIIIIIIIMIIIÍIIHlllllllllllllllllllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllM FRÉTTIR. Sjöunda dags Adventiistar hafa á- kvebiö aö halda allsherjar ráöstefnu eöa kirkjuþing í Civic Auditorium í San Francisco, California, frá 11. til 31. maí. Þaö er gert ráö fyrir að 3,000 til 10,000 Adventista frá öllum pörtum heimsins muni sitja þetta allsherjar- þing. Verzlunar loftskipafloti Frakklands er nú oröinn svo mikill og flugferöir svo tíðar, aö mánaöarlega eru prentaö- ar feröaáætlanir, sem gefa tíma, kostn- að og hve mikinn farangur manni er ieyft aö hafa meöferöis. . Hyggjuvitsmenn viö Krupp verk- smiðjurnar á Þýzkalandi hafa fundiö upp eitthvert nýtt “metal”, sem þeir nefna “platínum stál” og er þatS notaö í staðinn fyrir platínum, gull og silfur til aö fylla tennur meö. Hvern hál :tíma dag og nótt alt áriS um kring, ferst mannslíf í bifreiSarslys- um. Aö eins í Bandaríkjunum fórust 13,000 manns á þann hátt áriö sem leiö. í borginni Fairbort í Ohio ríkinu í Bandaríkjunum, er bæjarstjórinn 25 ára gömul stúlka, Miss Amy Kaukonen aö nafni. Hún er læknir og áköf bind- indiskona. Hún reynir ag alelfli aö út- rýma allri leynivínsölu. Hinir svo köll- uöu “bootleggers” eru orðnir svo hrædd- ir við þessa stúlku, að þeir eru hér um bil allir farnir í burtu frá Fairport. — Gott væri, ef fleiri bæjarstjórar fetuöu í hennar fótspor. Ávextir vínbannsins. — Samkvæmt skýrslum, sem hafa birtst í New York Herald, voru í Bandaríkjunum tuttugu miljónir drykkjumanna áöur en vín- bannið komst á, en nú eru það að eins tvær og hálf miljón. Menn, sem voru settir í varðhald fyrir drykkjuskap, hafa fæ'kkað um sextíu af hundraði. Með öörum orðum, seytján og hálf miljón drikkjumanna eru hættir að drekka. Það eru tvær stéttir manna, sem halda því fram, að vínbannið sé einsk- is virði: a) Fyrst og fremst víndrykkju- menn, og b) menn og konur, sem ekki gefa málinu neinn gaum. Oft og tíðum er því haldið á lofti, að það sé drukkið' meira af vini núna en áður, en skýrsl- urnar sýna hið gagnstæða.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.