Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 7
STJARNAN 55 tileinka oss alt, er þau hafa aS bjóSa? Þeir eru til, er slíkt áræSa, en aftur eru þar aSrir, sem eru dálítiS hræddir viS aS leggja hönd á svo mikiS. Þeir vita, aS þeir þurfa einmitt þesskonar reynslu. Þeir hafa þaS á tilfinningunni, aS þeir eigi aS lifa slíku sigursælu lífi á heimili sínu og meS fjölskyldu sinni, en þeir vita, aS þeir gera þaS ekki. Þetta þjáir þá. Þeir bera fyrirdæmingu samvizkunnar í von um, aS dag nokkurn veitist þeim frelsi. Ó, kynslóS, augnablik frelsisins býSst einmitt nú: “Losa þú af þér hálsfjötra þina, þú hin hertekna, dóttir Síon”. Þetta er áskorun Drottins, og hvert ein- asta boSorS hans innifelur í sér kraft, nægan til aS fullnægja því. “Hrist af þér rykiS.” RykiS saurgar. ÞaS daprar birtu og fegurS allra hluta er þaS hylur. Hér táknar þaS syndina. sem svo óttalega hefir spilt manneskj- unni, prýSi GuSs sköpunarverks. ÞaS er ekki vilji GuSs, aS hiS illa ávalt fái eySilagt þetta prýSilega verk Drottins. Þess vegna segir þar: “Hrist af þér rykiS.” “KlæS þig skartklæSum þínum, Jerúsalem.” f ritningunni er klæSnaS- ur notaSur til aS tákn lunderniS. Synd- ugu lunderni er líkt viS saurgaS fat. Esaja segir:, aS “alt vort réttltæi er sem saurgaS klæSi, vér visnuSum allir sem laufblaS, og misgjörSir vorar feyktu oss burtu eins og vindur” ('Es. 64: 5). Hreint, réttlátt lunderni er táknaS meS dýrSlegum- skrúSa, réttlæt- isins skrúSa. Þessu er svo fallega lýst í Sak. 3. kap. Jósúa stóS frammi fyrir englinum í ó- hreinum -klæSum og þarfnaSist annan fatnaS. Djöfullinn, kærandi hans, stóS honum viS hliS til þess aS aftra honum frá því aS fara í hrein föt. En Drott- inn aSstoSaSi Jósúa. Hann sagSi: “EæriS hann úr hinum óhreinu klæSum. SíSan sagSi hann viS hann: “Sjá, eg hefi burtnumiS misgjörS þína frá þér og læt nú færa þig í skrúSklæSi.” .... Þá létu þeir hreinan ennidúk um höfuS hans og færSu hann í klæSin.” Öllum, sem líkt og Jósúa bera saurgaS klæSi, hefir Kristur búiS réttlætisins skrúSa. ViS hvern þann, er á hann trúir, segir hann: “KlæS þig skartklæSum þínum.” AfklæS þig hinum sauruga búningi, syndum þínum, og íklæS þig dýrSarinn- ar skrúSa, skrúSldæSum réttlætisins, sem Kristur Jesús. hefir til vegar komiS. “fklæS þig styrkleik þínum, Síon.” Syndin hefir ekki einungis saurgaS lund- erni mannsins, heldur líka 'svift hann krafti þeim, er hann þarf til aS geta varist hinu illa og gert þaS, sem rétt er. Hún hefir gert oss svo vesæla og veika, aS vér komumst í hiS ömurlega ástand, er postulinn Páll lýsir meS þessum orS- um: “Því hiS góSa, sem eg vil, gjöri eg ekki, en hiS vonda, sem eg ekki vil, þaS gjöri eg.” Hve oft andvörpum vér þá ekki meS Páli: “Eg aumur rnaöur. hver mun frelsa mig?” í þessu hjálp- arlausa örvinglunar ásigkomulagi ' fékk Páll þá nauSsynlegu hjálp. “Eg þakka GuSi fyrir Jesúm Krist, Drottin vorn.” fRóm. 7: 15, 24.) ÞaS erþessi Jesús sem segir: “Mér er gefiö alt vald á himni og jöröu.” ViS lærisveina sína segir hann: “Þér munuS öölast kraft,” og viS söfnuSinn: “íklæö þig kærleik þínum, Síon.” Svofelda dagskrá setur Drottinn Joá upp' fyrir lýö sinn: 1. Vakna þú—Byrja nýtt líf. 2. Losa þú áf þér hálsf jötrana—Frels- un frá valdi syndarinnar. 3. Hrist af þér rykiS—Hreinsun frá saurgim syndarinnar. 4. KlæS þig skartklæSum þínum — íklæöist Krists réttlætisskrúSa. 5. íklæö þig styrkleik þínum—MeS- tak guSdómlegan kraft til aö sigra heiminn og hinn vonda. ÞaS er bæSi skylda og forréttindi safnaSarins hvar sem er og einmitt nú aS lifa samkvæmt þessari dagskrá. í sannleika er þetta sigursæla líf safnaS-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.