Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 10
58 STJARNAN ÞriSji kapítuli. Ungar stúlkur verða brautryðjendur. Hér um bil mánuSi eftir hinn þýöing- armikla fund í kirkjunni færSi póst- vagninn frá Boston dag einn póst til Bradford, sem mundi hafa mikil áhrif á framtíö tveggja ungra manneskja. Það var bréf, sem var vandlega innsigl- aS með lakki. Utanáskriftin var fögur og auSlesin. BréfiS var til Nancy Has- eltine. Þegar stúlkan braut innsigliS, mátti lesa gleSiblandinn ótta á svip hennar um augnablik. BréfiS lá marga daga eftir þaS án þess aS hún svaraSi því. En hvort sem hún var inni í húsinu eSa gekk á gras- sverSinum meSfram brautinni í Bradford lýstu augu hennar af mikilli undrun yfir þessu. Samt sem áSur sýndi hún uppgerSarkæruleysi í þessu máli og frest- aSi af ásettu ráSi, aS svara bréfinu. Þessi frestur gjörSi systur hennar hálf- reiSa viS hana: “Ertu enn ekki búin aS svara bréfinu frá herra Judson?” “Nei”, svaraSi Nancy meS heldur hvössu hljóSi um leiS og hún kastaSi hinu brúna hári sínu aftur á bak. “Ef þú ætlar ekki aS gjöra þaS, þá hefi eg i hyggju aS svara því”, sagSi systir hennar. Þessi hótun hafSi hin æskilegu áhrif í för meS sér. Eftir nokkurn tíma kom bréf, sem Nancy Haseltine var foúin aS skrifa, til Adoniram Judson í Phillips Hall, Andover. Þetta bréf innihélt undraverSa áskorun til hins unga manns, sem hingaS til var búinn aS rySja sér braut gegnum allar torfærur aS því háa marki, sem hann var búinn aS ásetja sér aS ná. í sínu kvennlega einþykkni og mikilli feimni hafSi hún skrifaS kuldalegt og fráhrindandi svar upp á hans hlýja og ákafa bréf. Adoniram Judson skildi vandræSi hennar; því meS sinni næmu sómatilfinningu gjörSi hann sér fljótt grein fyrir hve feikimikil sú fórn var, sem hann heimtaSi af þessari

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.