Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.04.1922, Blaðsíða 11
STJARNAN 59 ungu stúlku, sem hann elskaSi og bað um að veröa kona hans. , Hann hefSi getaS boðiS henni mvndar- legt heimili íBoston, sem konu háttstand- andi prests. íÞar hefSi fegurö hennar og vitsmunir komiS á hina réttu hillu. í staSinn bauð hann henni aö fara með sér, sem hinum fyrsta ameriska trúboSa út til hins leyndardómsfulla suSurhluta Austur-álfunnar, þar sem eitt mundi ganga yfir þau bæSi. AS öllum líkindum mátti maSur búast viS skort, þjáningar, já, jafnvel ofsóknir og dauSa. Og þó hélt hann aS ,Nancy Haseltine ætti þann göfuga hetjuhug, sem þess konar líf út- heimtaSi. Þessi glaSa trú dró hann til Bardford. Hann gat ekki staSist á móti því aS gjöra þessa ferS. Hinir eftir fylgjandi sumardagar voru hjartarann- sóknardagar fyrir þessar tvær ungu manneskjur. i Nancy var fyrir sitt leyti aS fást viS viSfangsefni, sem engin amerísk kona hafSi fengist viS áSur. Ætti hún aS gift- ast þeim manni, sem allar hugrenningar hennar snerust í kringum og fara í burtu úr föSurhúsum til ókunnugs lands til þess, aS snúa, ef til vildi, aldrei aftur. “Nei”, sögSu hér um ibil allir, sem voru spurSir til ráSs, eSa sem sögSu mein- ingu sína án þess aS vera. spurSir. "'ÞaS mundi vera alveg óhugsandi fyrir kvenmann, aS leggja út í aSra eins ferS.” “ÞaS er aS öllu leyti ótilhlýSi- legt,” sagSi einn. “ÞaS er tælandi og æfintýralegt,” sagSi annar. Herra Kim- ball, faSir skólasystur Nancy, kunn- gjörSi, aS hann vildi binda dóttur sína viS rúmstokkinn, heldur en aS láta hana fara. En hin unga Nancy, sem af nátt- úrunni var fremur frjálslynd, og sem nú var búin aS fá nýja skyldutilfinn- ingu, fylgdi GuSs kalli án þess aS hlusta á athugasemdir hinna. ÞaS voru þó fáeinar manneskjur, sem skildu og uppörfuSu hana til aS voga öllu og fara. MeSal þeirra var systir hennar, Abigail aS nafni, hin hávaxna stúlka, sem seinna varS stýra menta- skólans í Bradford og hélt þeirri stöSu í fjörutíu ár. Abby og Nancy voru voru miklar vinkonur. Þær komu sér ætíS vel saman og þó voru þær mjög ó- líkar aS eSlisfari. Abígail kendi um þetta leyti skóla í Beverly og seinni part sumarsins heimsótti hennar yngri systir hana. MeSan hún dvaldi þar, skrifaSi Nancy vinstúlku nokkurri, sem Lydia hét og átti heima skamt frá Bradford, eftirfarandi bréf. BréfiS var ritaS á hinni hátíSlegu ensku, sem um þær mundir tíSkaSist. “Beverly, 8. september, 1810. “Eg hefi ætíS reitt mig á þig og gjöri þaS enn; þess vegria ætla eg aS biSja þig aS minnast mín í bænum þínum, svo aS eg megi öSlast visdóm til aS velja hiS rétta í því máli, sem eg nú ætla aS opinbera þér. Eg er fús til og vænti þess, aS dvelja þaS isem eftir er æfinn- ar í heiSnu landi nokkru. Já, Lydia, eg hefi þegar ákveSiS aS yfirgefa öll þau þægindi og skemtanir, sem eg hefi notiS hérna; fórna sambandi mínu viS skyld- fólk og vini, og fara þangaS, sem GuSi í náS sinni þóknast aS senda mig. Eg er ekki búin aS ákveSa þetta í flýti, eSa án þess aS hugsa um þá hættu, þær raun- ir og erfiSleika, sem líf kristniboSans hefir í för meS sér, og er ekki þetta spor tekiS af ást til jarSneskra muna, heldur er þaS tilfinningin um hina miklu skyldu gagnvart GuSi og sannfæring um, aS þetta er kall GuSs og þarf af leiSandi skylda mín aS hlýSa. Eg hefi haft undraverSar tilmfinningar viSvíkjandi þessu máli. Hjarta mitt er rólegt í mér og eg er fús til aS fela áform mitt GuSi á hendur. Enginn getur hjálpaS í raunum og erfiSleikum eins og hann— 'honum ginum treysti eg.” (Eramh.J

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.