Ný Dögun - 01.11.1997, Síða 7
Æe=NÝ DÖGUN ==
Ólafur hafði gift okkur og skírt
drengina og okkur mjög kœr. En
áður en hann kom, var okkur sa^t
að Friðþjófur Ingi vœri dáinn. Eg
held að ég hafi þá þegar verið búin
að gera mér grein fyrir því. Enn var
haft orð á því að ég þyrfti sprautu
og nú streittist ég ekki á móti. Ekki
það að mér fyndist ég þurfa lyf, ég
var bara dofin og undir svona
kringumstœðum virðist vera hœgt
að bera hvað sem er á borð fyrir
mann. Við svona á-
fall verður maður
eins og viljalaust
verkfœri. Ég held
hins vegar að lœkn-
ar noti ekki lyf í jafn
miklum mœli nú og
áður við þessar að-
stœður. Sannleikur-
inn er nefnilega sá
að fœstir þurfa á
þeim að halda. Alla
jafna er fólk salla-
rólegt, líkami og sál
dofna upp, og því
ónauðsynlegt að
grípa til lyfja. Lík-
aminn sér okkur
sjálfur fyrir því sem
við þurfum á að
halda á svona stund-
um.
Séra Ólafur kom
og keyrði okkur
heim. Pá tók við það
erfiða hlutskipti að
hringja í alla nán-
ustu fjölskyldu og
vini og bera þeim
fregnina af láti Fiffó.
Ég treysti mér ekki
til þess og mig minn-
ir að Sverrir hafi að
mestu borið þung-
ann af því. Fjölskyld-
an öll, foreldrar mín-
ir, Steinunn (Dídí)
Berndsen og Ingvar
Pálsson, systkini og
margir góðir vinir
komu og umvöfðu okkur. Ingvar,
elsti sonur okkar sem þá var
orðinn 13 ára, var í sveit austur á
Kálfafelli þetta sumar. Við höfð-
um áhyggjur af því að hann fengi
fregnir af slysinu úr útvarpi eða
sjónvarpi. Við vissum að til stóð að
birta frétt af slysinu í þessum
fjölmiðlum um kvöldmatarleyti.
Séra Ólafur fékk því framgengt
með miklum fortölum að nafn
Friðþjófs Inga yrði ekki birt, og þá
á þeim forsendum að ekki hefði
náðst í Ingvar bróður hans.
Sjónvarpið birti mynd af Elliða-
ánum með fréttinni af slysinu og
Ingvar sagði okkur síðar að hann
hefði horft á þetta og sá grunur
hefði lœðst rétt sem snöggvast að
honum að um annan hvorn brœðra
hans hefði verið að rœða.
Vinafólk okkar, sem býr austur á
Klaustri fór að okkar beiðni til
Ingvars og sögðu honum að Fiffó
vœri dáinn og keyrðu hann í bœ-
inn.
Tengdaforeldrar mínir Ingi-
björg Marelsdóttir og Friðþjófur
Björnsson voru staddir austur á
Eyrarbakka hjá ömmu Sverris,
Sigríði Gunnarsdóttur. Pau komu
öll til okkar. Sigríður hafði misst
son sinn í sjóslysi tveim áratugum
áður. Hún gisti hjá okkur nœstu
vikuna og mér þótti mjög gott að
vita af henni inni á heimilinu. Við
rœddum ekki mikið saman, en það
var svo ósköp gott að vita bara af
henni. Kannski vegna þess að
þarna var hún keik og upprétt
þrátt fyrir sonarmissinn. Ég held
að ég hafi fundið þennan styrk af
henni vegna þess.
Einhvern veginn liðu þessir
fyrstu sólarhringar. Ég man ekki
mikið frá þeim tíma. Pó er mér í
fersku minni morgun-
inn eftir slysið þegar
rannsóknarlögreglu-
menn birtust upp úr
klukkan 9. Peir voru
með einhverja bók og
fóru strax að tala um
krufningu. Ég vissi
ekki hvaðan á mig stóð
veðrið. Petta fór mjög
illa í mig, ég hafði
aldrei fyrr á œvinni
þurft að leiða hugann
að þessu hugtaki. Eitt-
hvað hljótum við að
hafa mótmœlt því þeir
sögðu okkur strax að
það þyrfti ekki endi-
lega að framkvœma
krufningu. En ég spurði
mig seinna hvers vegna
þeir hefðu þá endilega
þurft að koma og bera
þetta upp við okkur.
Og það áður en hálfur
sólarhringur er liðinn
frá láti barnsins. Pessi
stund situr enn í mér
og kemur róti á hug-
ann.
Ég átti erfitt með að
gráta, en fyrstu nóttina
hlýt ég að hafa grátið,
því ég man að þegar
dyrabjöllunni var
hringt um morguninn
gat ég vart opnað aug-
un, svo þrútin og rauð-
bólgin voru þau.
SARSAUKI OG REIÐI
Við sáum Fiffó nœst við kistu-
lagninguna, á miðvikudegi, tveim
dögum seinna. Við athöfnina voru
aðeins okkar nánustu. Við Sverrir
vorum aldrei ein með Fiffó
hvorki fyrir eða eftir athöfnina. Ég
hefði gjarnan viljað hafa haft tœki-
fœri til þess. Ég reyndi allt hvað af
7
Brœðurnir, Ingvar, Friðþjófur og Sverrir Þór á góðri
og Ijúfri stundu, þegar jólin 1983 gengu í garð.
Þetta reyndust vera síðustu jólin sem Friðþjófur
lifði.