Ný Dögun - 01.11.1997, Page 8
==NÝ DÖGUN ==
tók að halda aftur af grátinum.
Mér var einhverra hluta vegna
mjög í mun að gráta ekki fyrir
framan fólkið mitt.
Eftir á að hyggja olli það mér
hugarangri að hafa ekki fengið
tíma ein með drengnum mínum,
þar sem hann lá í kistunni. Ég hef
á tilfinningunni að á þessum tíma
hafi það verið ríkjandi stefna, að
ekki liði of langur tími frá láti
barna þar til athafnirnar voru yfir-
hvort Fiffó vœri þarna ofaní. Hann
brotnaði saman og grét alla jarðar-
förina. í mínum huga er það svo að
við höfðum ekki búið hann nœgi-
lega undir það sem koma skyldi.
Þrátt fyrir að muna lítið frá þess-
um fyrstu dögum, man ég þó vel
eftir báðum athöfnunum, og jarð-
arförina upplifði ég sem einhverja
ömurlegustu stund lífs míns. Eg
held að í jarðarförinni hafi sú reiði
sem síðan lengi fylgdi mér blossað
Tíu dögum eftir að Friðþjófur
Ingi var jarðsunginn fórum við til
útlanda. Vinnufélagar Sverris hjá
Æskulýðsráði Reykjavíkur höfðu
safnað peningum fyrir ferð handa
okkur og strákunum hvert sem við
vildum. Þetta kom eins og himna-
sending fyrir mig, nú fœri ég í
burtu frá þessu öllu og þegar ég
kœmi til baka vœri allt orðið eins
og áður. Ég var mjög þakklát þessu
fólki, sem með þessu var að frelsa
æ 1 t W
m, á, i m '■ A
Fjölskyldan samankomin þrettán árum eftir hið hörmulega slys. Elísabet Ingvarsdóttir og
Sverrir Friðþjófsson með uppkomnum eftirlifandi sonum sínum, þeim Ingvari 26 ára og
Sverri Þór 19 ára. „....síðustu árin hef ég fundið fyrir þessari venjulegu hrœðslu móður, að
eitthvað hendi syni mína,“ segir Elísabet m.a. í viðtalinu.
staðnar. Mér þykir ákaflega leitt að
brœðurnir, Ingvar og Sverrir Þór
voru ekki viðstaddir kistulagning-
una. Okkur var ráðlagt að hafa þá
ekki með. Ingvari finnst hann hafa
farið mikils á mis, að hafa ekki
fengið að kveðja bróður sinn. En
þeir komu í jarðarförina. Þegar við
gengum inn í Bústaðakirkju,
spurði Sverrir Þór litli pabba sinn
upp. Ég geri mér enga grein fyrir
hvers vegna þessi reiði byrjaði ein-
mitt á þessari stundu. En hún fólst
í því að drengurinn minn, þessi
yndislegi, fallegi og góði drengur,
fékk ekki að lifa. Var tekinn frá
mér. Og það hróplega óréttlœti að
ég skyldi þurfa að verða fyrir því
að missa barnið mitt. Þetta gekk
bara ekki upp í huga mínum.
mig úr viðjum sorgarinnar. Eða svo
hélt ég. Við heimsóttum móður-
systur mína í Ameríku, fórum að
vísu án strákanna, því mér fannst
óréttlátt að þeir fengju að fara en
ekki Fiffó. Éins og sjá má var nú
rökhugsunin ekki alveg í lagi.
Þarna vildi ég að einhver hefði haft
vit fyrir okkur og bent okkur á að
bíða með að fara í einhverjar vikur
8