Ný Dögun - 01.11.1997, Qupperneq 10

Ný Dögun - 01.11.1997, Qupperneq 10
=NÝ DÖGUN = hvað gerst hefði. Auðvitað var þetta ímyndun ein. Ég sótti mikið að leiðinu. Við fórum um hverja einustu helgi annað hvort með blóm eða lifandi ljós. Mér þótti einfaldlega gott að fara og þetta varð fljótt ómissandi þáttur í okkar lífi. BIRTIR Á NÝ Það tók mig ansi langan tíma, jafnvel einhver ár að sjá að lífið var virkilega þess virði að lifa því. Mið- að við það sem ég síðar frœddist um og kynntist hjá Nýrri dögun virðist ég hafa verið lengur að koma til en algengt er. Ég kann svo sem enga skýringu á því aðra en þá að við erum auðvitað eins misjöfn og við erum mörg. En það var svo hún Bíbí vinkona mín sem dreif mig á stofnfund Nýrrar dögunar í árslok 1987 og síðan hefi ég verið þar. Stopult fyrsta árið en þegar „opin hús“ byrjuðu og ég fór að sœkja þau fann ég að þarna var eitthvað fyrir mig. Þó að þá vœru liðin heil fjögur ár frá því Fiffó dó gaf þetta mér heilmikið. Þarna kynntist ég fjöl- mörgum sem höfðu misst barnið sitt og aðra nána ástvini og ég sá að ég var ekki sú eina sem hafði þolað svona óbœrilegar raunir. Mér fannst nefnilega fram að þessu að enginn hefði átt jafn bágt og ég. En það var nú aldeilis eitthvað annað. Ég held svona eftir á að hyggja, að þarna hafi ég raunverulega farið að verða ég sjálf á ný. Nú starfa ég í stjórn samtakanna og hef í gegnum tíðina eignast góða vini þar. Kynnst fjölmörgum sem átt hafa um sárt að binda og fylgst með þegar birta fer á ný hjá syrgjendum. Það hefur gefið mér mjög mikið og einnig það að hafa getað gefið eilítið af sjálfri mér, miðlað af minni reynslu. Stundum er ég ekki tilbúin að fara mikið út í mín mál, en þá reyni ég að vera góður hlustandi og það er nú ein- mitt það sem flestir sem til okkar koma sœkjast eftir. Að hlustað sé á þá. Ég held að enginn hefði getað talið mér trú um það fyrir 12 árum síðan að mér œtti eftir að líða jafn- vel og mér líður í dag. Það sem ég á einna erfiðast með í dag, er þegar börn deyja. Þá hellist yfir mig vor- kunnsemi og samkennd með for- eldrunum sem eiga eftir að upplifa sorgina og söknuðinn sem fylgir missinum. En ég veit þó nú að þeir eiga eftir að sjá bjartari daga þótt síðar verði. Það er nú aldeilis ekki svo að ég sé að velta mér upp úr sorginni. Það er ekki tilgangurinn með veru minni í Nýrri dögun. Þarna starfa ég fyrst og fremst vegna þess að mér er í mun að samtökin starfi áfram og geti haldið á lofti því starfi sem gefið hefur svo mörgum svo mikið. Auk þess er félagsskap- urinn mér mikils virði, og við erum nú ekki alltaf að tala um sorgina. Við erum eins og fólk er flest, en með sára reynslu að baki. I dag er ég mjög sátt við lífið, þó ég verði aldrei sátt við að hafa misst Fiffó. En hann Fiffó lifir innra með mér og ég ylja mér við allar góðu minningarnar sem ég á um hann. Lífið er þrátt fyrir allt yndislegt.“ Þetta litla ljóð orti Sverrir Frið- þjófsson, faðir Friðþjófs Inga, fljót- lega eftir hið hörmulega slys Lítil hönd í lófa mínum lítill drengur leikur sér lítið hefur lífið gefið litla stund það var hjá þér. Allt var bjart og ekkert skyggði ekkert ský á himni var allir upp þar hug sinn hefja enginn veit hvað bíður þar Engin tár og enginn tregi þig ekkert til mín aftur ber minning Ijúfí lífsins amstri lítil hönd í lófa mér. „í dag er ég mjög sátt við lífið, þó ég verði aldrei sátt við að hafa misst liann Fiffó. En hann Fiffó lifir innra með mér,“ sagði Elísabet Ingvarsdóttir í þessu einlœga viðtali við Tímarit Nýrrar dögunar. 10

x

Ný Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.