Ný Dögun - 01.11.1997, Page 11
=NÝ DÖGUN =
rr
amtökin hafa haft
Rœtt w8
OlgtJ So
lýrra r
- Stiklað á
stóru í sögu
Nýrrar dögunar
Olga Snorradóttir hefur starfað í
Nýrri dögun frá stofnun sam-
takanna og var ein í góðum hópi
fólks sem vann ötullega að stofn-
un þeirra. Við tókum Olgu tali og
spurðum hana um tildrög þess að
samtök syrgjenda urðu til og hvað
á dagana hefði drifíð á þeim tœpu
10 árum sem liðin eru frá stofnun
þeirra.
„Mér er það enn í fersku minni
þegar ég á haustdögum 1986 las
viðtal við Guðmund Arna Stef-
ánsson í tímariti þar sem hann
minnist á þörfina fyrir stuðnings-
hópa við syrgjendur. Par segir
hann eiginkonu sína Jónu Dóru
Karlsdóttur hafa mikinn áhuga á
að koma slíkum hópi saman og
það var eins og við manninn
mœlt. Þarna var fólk með ná-
kvœmlega sama hugarfar og ég.
Eg einsetti mér því að setja mig í
samband við þau hjón. Ég vissi að
þau höfðu misst tvo unga syni
sína af slysförum einu og hálfu ári
Eg fann vel í sorg
minni hversu gott
mér fannst að tala
um það sem gerst
hafði og um líðan
mína, og sótti þá
sérstaklega til kunn-
inqjakonu minnar,
Margrétar Thorlacius,
sem hafði misst
mann sinn nokkrum
árum áður. Á þessum
tíma fór ég mjög að
huga að nauðsyn
þess að stuðnings-
hópar fyrir mína líka
hlytu að vera til.
áður. Og ég hafði hálfu ári áður
misst eiginmann minn, Einar Ein-
arsson. Hann hafði veikst snögg-
lega að morgni og var dáinn hálf-
um sólarhring síðar. Pá var ég 34
ára gömul og hann 5 árum eldri.
A augabragði stóð ég uppi ein
með 3 unga syni okkar.
Ég fann vel í sorg minni hversu
gott mér fannst að tala um það
sem gerst hafði og um líðan mína,
og sótti þá sérstaklega til kunn-
ingjakonu minnar, Margrétar
Thorlacius, sem hafði misst mann
sinn nokkrum árum áður. Á þess-
um tíma fór ég mjög að huga að
nauðsyn þess að stuðningshópar
fyrir mína líka væri til. Ég komst
að því að svo var ekki og þá var
bara að reyna að taka til hendinni
sjálf. Því var það að viðtalið við
Guðmund Árna virkaði sem
vítamínsprauta á mig og ég setti
mig í samband við Jónu Dóru.
Hugmyndir okkar um þessi mál
fóru saman og við ákváðum í
sameiningu að ná saman hópi
11