Ný Dögun - 01.11.1997, Side 14
=NY DOGUN =
syrgjendum eftir með þessum hœtti
eru forréttindi. Þeir sem koma á
opin hús tala gjarnan um það að
gott sé að koma til okkar og létta
þar með af sinni nánustu fjöl-
skyldu og vinum. Það er nú einu
sinni svo að fólk getur ekki alltaf
talað um sínar innstu tilfinningar
við sína nánustu. Og þá er gott að
hafa þriðja aðila.
Um vorið 1991 héldum við mjög
fjölsótta námstefnu í Bústaða-
kirkju um hin ýmsu málefni syrgj-
enda. Þar var tekið á lagalegum
réttindum ekkna og ekkla, hvern-
ig lögreglan ber sig að við tilkynn-
ingu andláts og mörgu fleiru. Á
þessu má sjá að við látum okkur
ekkert óviðkomandi þegar sorgin
vegna ástvinamissis er annars
vegar.
Árið 1992 þurftum við enn að
flytja okkur um set eftir að sókn-
arnefnd Laugarneskirkju hafnaði
beiðni okkar um áframhaldandi
veru þar. Þrátt fyrir að við nytum
dyggs stuðnings sóknarprestsins,
séra Jóns Dalbús, varð sóknar-
nefndinni ekki haggað. Við feng-
um aldrei viðhlítandi skýringu á
afstöðu þeirra. En þá fengum við
tímabundið aðstöðu hjá Rauða
Krossinum í Þingholtsstrœti.
Séra Gylfi Jónsson þáverandi
sóknarprestur í Grensáskirkju
kom þá inn í myndina og bauð
okkur fundaraðstöðu í safnaðar-
heimilinu. Þar vorum við í rúm-
lega eitt ár en þá sá sóknarnefndin
ástœðu til að krefja okkur um
leigu fyrir aðstöðuna. Það var
okkur hins vegar um megn fjár-
hagslega. Séra Gylfi, sem hafði
verið okkur mjög hjálplegur í alla
staði, talaði okkar máli en svo fór
að enn vorum við á hrakhólum
með húsnœði.
Við vorum svo lánsöm að fá að-
stöðu í Gerðubergi skömmu
seinna og frá þeim tíma eða í tœp
fjögur ár, höfum við haft okkar að-
stöðu þar við einstaklega gott
atlœti og velvilja starfsfólks þar.
Nú stendur einnig til að samtökin
Þessi mynd af fjölskyldunni í GarÖabœ er tekin á fermingardegi Einars Snorra, elsta sonar
þeirra hjóna, Olgu og Einars Einarssonar. Davíð Arnar erframan við pabba sinn, en sá
yngsti brœðranna, Birkir Snœr, er í kjöltu móður sinnar.
Örfáum vikum síðar veiktist heimilisfaðirinn snögglega og dó.