Ný Dögun - 01.11.1997, Page 17

Ný Dögun - 01.11.1997, Page 17
TNYDÖGUN■ Páll Pétursson félagsmálaráðherra: SORGIN OG TIMINN „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma; að gróðursetja hefir sinn tíma og að rífa það upp, sem gróðursett hefir verið, hefir sinn tíma; að deyða hefir sinn tíma og að lækna hefir sinn tíma; að rífa niður hefur sinn tíma og að byggja upp hefir sinn tíma, að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma.“ (Úr Prédikaranum) Allt hefur sinn tíma. Tími afneitunarinnar, tími reiðinnar, tími ein- semdarinnar, saknaðar- ins og minninganna á sér stað í sorgarferlinu. Gildi tímans þegar sorg- in er annars vegar verð- ur aldrei ofmetið. Sorgin er eðlileg við- brögð við áföllum og hún er leið okkar til að ná aftur tökum á lífinu. Sorgin birtist okkur ef til vill sterkast við missi ástvinar eða barns. En sorgin fylgir líka skiln- aði, fæðingu fatlaðs barns, veikindum eða fötlun í kjölfar slyss. Sorginni lýkur ekki svo lengi sem við lifum, en við getum lært að afbera hana og hætt að láta hana birgja okkur sýn fram á veginn. Sorgin er rnerki um heilbrigði, hún er raunveruleg og í henni felst líkn. Sársauki hennar verð- ur að fá að koma í ljós svo að hægt sé að takast á við hann. Þannig verður mögulegt að að- lagast nýju umhverfi. Aðlögun- arhæfni barna er einstök, en við- brögð þeirra við missi geta kom- ið mönnum á óvart og er nauð- synlegt að gefa þeim til kynna að leikurinn og léttleiki sé leyfi- legur í húsi sorgarinnar. Hrein- skilni og heiðarleiki skiptir hér miklu og er nauðsynlegt að börnin fái vitneskju um það sem er að gerast; þau finna það hvort sem er á sér og vilja fá svör. Tíminn skiptir hér miklu máli og börnin þurfa lengri aðlögunar- tíma en fullorðnir. Sorgin og dauðinn eru ekki feimnismál, sem ber að byrgja inni. En allt hefur sinn tíma og allt hefur sinn enda og tími minninganna tekur við af tíma sorgarinnar þegar fram líða stundir. Hugsanir um látinn ástvin eru líklega sárastar fyrst, en þær mildast með tímanum. Margir takast farsællega á við sorgina hjálparlaust og ómeðvit- að og lánast að koma lífi sínu á réttan kjöl í tímans rás. Aðrir leita sér að- stoðar og fá þannig hjálp til að koma tilfinningum sínum í góðan farveg með meðvitaðri sorgarúr- vinnslu. í samtökum um sorg og sorgarviðbrögð eru samankomnir leik- menn og lærðir, sem leit- ast við með ýmsum hætti að mæta sameiginlegum afleiðingum sorgar. Ekki leikur vafi á að þar hafa margir syrgjendur fundið sorginni og söknuðinum uppbyggilegan vettvang. — Ég þakka samtökunum 10 ára starf og vænti þess að þau hafi átt sinn þátt í að greiða úr myrkum sorgarskýjum hjá mörgum. Ég óska þess að Nýrri dögun auðnist einnig í fram- tíðinni í samvinnu við tímann að gera sorgina léttbærari þeim sem hún sækir heim. 17

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.