Ný Dögun - 01.11.1997, Qupperneq 18
Umræðan er hafin
'NYDÖGUN■
Hvenær veldur fréttaflutningur
sársauka? Taka fjölmiðlar tillit til
fólks, sem lendir í harmraunum og til
aðstandenda þess? Hvernig tekur
skipulag björgunarsveita, lögreglu og
almannavarna mið af fréttaflutningi
og fjölmiðlun? Hvað geta fjölmiðlar,
björgunaraðilar og þeir, sem hlúa að
slösuðum og aðstandendum gert til
að forðast að fréttaflutningur valdi
óþarfa sárindum? Hverjar eru heim-
ildir ríkisvaldsins til að setja reglur
um fréttaflutning af slysförum?
Þessar spurningar og aðrar ámóta
voru ofarlega á baugi á málþingi, sem
haldið var í Reykjavík þann 18. apríl
á síðasta ári. Málþingið var haldið á
vegum nefndar, sem samkvæmt sam-
þykktri þingsályktunartillögu, var
falið að leggja grundvöll að samráðs-
vettvangi hlutaðeigandi aðila um
fréttaflutning og upplýsingaskyldu
stofnana um slysfarir og harmraunir
fólks. Það var Gunnlaugur Stefáns-
son þáverandi alþingismaður sem var
fyrsti flutningsmaður tillögu í þessa
veru á Alþingi. Fyrst lagði hann
tillöguna fram á þingi árið 1991 og á
hverju ári eftir það, en það var þó
ekki fyrr en á árinu 1995, sem hún
fékkst samþykkt, þá eftir að orðalagi
hennar hafði verið breytt. Upphaf-
lega tillaga Gunnlaugs var í þá veru,
að sérskipaðri nefnd yrði falið að
móta starfsreglur um fréttaflutning
og upplýsingaskyldu af viðkvæmum
málum, sem snertu strengi í til-
finningum fólks, en úr varð sú mála-
miðlun, að þessi nefnd legði grund-
völl að samráðsvettvangi aðila um
fréttaflutning. Með öðrum orðum,
þá var tregða við því að samþykkja
það að setja niður fastmótaðar við-
miðunarrreglur í þessu sambandi og
borið við frelsi fjölmiðla, en fallist á
það að fjölmiðlarnir sjálfir og aðrir
aðilar hefðu samráð sín á milli um
verklag í þessum efnum.
I stuttu samtali við tímarit Nýrrar
dögunar kvaðst Gunnlaugur hafa
farið fram með málið vegna þess að
honum og fleirum hefði á stundum
blöskrað atgangur fjölmiðla, þegar
slys og harmrænir atburðir ættu sér
stað. Sumir fjölmiðlar hefðu farið þar
offari á sama tíma og aðrir hefðu gert
grein fyrir atburðum með hófstilltum
hætti. Margir hefðu haft samband við
sig vegna mála af þessum toga og
ekki sagt sínar farir sléttar af sam-
skiptum við fjölmiðla við þessar að-
stæður. „I mínum huga var ekki til-
gangurinn að hefta frelsi fjölmiðla til
að segja fréttir, heldur hitt að þeir
kæmu sér saman um viðmiðunar-
reglur til að fara eftir, við þessar erf-
iðu og viðkvæmu kringumstæður,"
sagði Gunnlaugur og bætti við. „Það
eru fjölmörg álitamál sem upp koma
þegar slys ber að höndum. Aðgát
skal höfð í nærveru sálar. Siðræn við-
mið mega ekki gleymast í atgangin-
um og samkeppninni við að verða
fyrstur með fréttirnar.“
Gunnlaugur kvaðst ánægður með
að þessi umræða væri farin af stað
fyrir alvöru og hann tryði því að
skynsamleg og manneskjuleg viðmið
yrðu ofan á, þegar fjölmiðlar fjölluðu
um slys og aðrar harmraunir fólks.
Nefnd sú er þingsályktunartillagan
gerði ráð fyrir að skipuð yrði var sett
á laggirnar haustið 1995. I henni
voru: Böðvar Bragason lögreglu-
stjóri, tilnefndur af Almannavarnar-
ráði, Pétur Gunnarsson blaðamaður,
tilnefndur af Blaðamannafélagi Is-
lands, Sigfinnur Þorleifsson prestur á
sjúkrahúsi Reykjavíkur, tilnefndur af
Siðfræðistofnun Háskóla íslands,
Sigrún Jóhannesdóttir lögfræðingur
og ritari Tölvunefndar, tilnefnd af
þeirri nefnd og Hjalti Zóphaníasson
skrifstofustj óri í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu, skipaður af því
ráðuneyti. Hjalti er jafnframt for-
maður nefndarinnar.
Nefndin stóð síðan fyrir áður-
greindu málþingi. I kjölfarið var síð-
an gefinn út lítill ritlingur, þar sem
framsöguræður og umræður á mál-
þinginu voru birtar. Er lesendum
tímarits Nýrrar dögunar bent á að
hafa samband við dómsmálaráðu-
neytið, ef þeir vilja nálgast þær upp-
lýsingar og kynna sér nánar innihald
umræðna.
Hins vegar er birt í tímariti þessu
innlegg fulltrúa Nýrrar dögunar á
málþinginu. Það var Jóna Dóra
Karlsdóttir, sem hélt framsöguræðu
undir heitinu: Hvenær veldur frétta-
flutningur sársauka?
Þá tók Sonja Jónsdóttir, þáverandi
formaður Nýrrar dögunar þátt í al-
mennum umræðum, sem urðu í
tengslum við pallborðsumræður.
18