Ný Dögun - 01.11.1997, Side 20

Ný Dögun - 01.11.1997, Side 20
=NÝ DÖGUN = lenda í lífsháska berjast fyrir lífi sínu? Er það sú leið dánartilkynn- ingar, sem við íslendingar teljum æskilega? Ég þori að fullyrða að langflestir landsmenn svari því neitandi. UMRÆÐAN í GANG Á Alþingi íslendinga vorið 1995 var samþykkt þingsálykt- unartillaga, sú sem leiddi til skipunar nefndar, sem legði grundvöll að sam- ráðsvettvangi hlutaðeig- andi aðila um fréttaflutn- ing og upplýsingaskyldu stjórnvalda og stofnana um slysfarir og harmraunir fólks. Pessi ráðstefna er kærkominn afrakstur þeirrar nefndarskipunar og ég fagna af heilum hug þeim nauðsynlegu skoð- anaskiptum sem hér eiga sér stað um þessi við- kvæmu mál. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, bindur miklar vonir við störf þessarar nefndar og fyrir hönd samtakanna lýsi ég því hér yfir að þau eru reiðubúin til að koma að þessum vettvangi nú og síðar með það að markmiði að leiða nefndarstarfið til skynsamlegra lykta. Það er brýn nauðsyn á því, að þeir aðilar sem best til þekkja komi saman og skiptist á skoðunum um það hvernig best verði staðið að upplýsingamiðl- un, þegar um er að ræða viðkvæma atburði, slysfarir og harmraunir fólks. Þarna yrði þess gætt jafnhliða að fjölmiðlar hafi ábyrgð og stígi varlega til jarðar, en samtímis við það miðað að viðkomandi yfirvöld og stofnanir hafi líka tilteknum skyldum að gegna við fjölmiðla um eðlilega upplýsingamiðlun. Samspil yfir- valda og fjölmiðla er mjög mikil- vægt í þessum efnum og gagn- kvæmur trúnaður verður að vera millum þessara aðila, þegar slysa- fréttir eru annars vegar. Þetta þýðir í raun, að í ákveðnum tilfellum fái LITLA ÍSLAND Stundum þó er þessi trúnaðar- skylda um nafnleyndina ekki næg. Almennar og oft mjög nákvæmar frásagnir fjölmiðla, ef til vill ör- skömmu eftir viðkomandi atburð, leiða til þess að nánir ættingjar þekkja vegsummerki. Leggja sam- an tvo og tvo og fá þannig tilkynningu um lát náins ættingja í beinni útsend- ingu þó með óbeinum hætti sé og engin nöfn séu nefnd. Enn og aftur er það smæð okkar litla samfél- ags, sem þessa hættu marg- faldar. Því miður eru þess nokkuð mörg dæmi. Til eru dæmi þess að erfiðlega hafi gengið hjá aðstandum þeirra sem lát- ast af slysförum, að fá frestað nafn- og mynd- birtingu af hinum látna. Stundum reynist erfitt að ná til náinna aðstandenda, t.d. ef þeir eru staddir er- lendis. Oftar en ekki er slíkum beiðnum þó tekið með skilningi og þær virt- ar, en of mörg dæmi um hið gagnstæða er hins veg- ar að finna. Fyrir nokkrum árum átti eftirfarandi sér stað: Ungur piltur missti móður sína í hörmulegu slysi. Pilturinn var staddur erlendis og faðir hans treysti sér ekki til að segja honum frá því í gegnum síma og beið heimkomu hans, sem væntanleg var daginn eftir. Það þurfti hins vegar mann og annan til að fá ákveðinn fjölmiðil ofan af því að birta nafn hinnar látnu, sem hefði þýtt það að ungi pilturinn hefði lesið um lát móður sinnar í viðkomandi dag- blaði á leið heim í flugvélinni. ALLIR REKKJA ALLA Annað dæmi þekki ég um bráð- ræði fjölmiðla: Ung stúlka lést í bíl- slysi um kl. átta að morgni dags. Þremur klukkustundum síðar birti dagblað hér í Reykjavík myndir af ónýtum bílnum á slysstað. Ljóst fjölmiðlar allar upplýsingar frá við- komandi yfirvöldum, en þeir séu beðnir fyrir þær, trúnaðarstimpill á þær settur, að hluta eða öllu leyti, tímabundið eða ótímabundið. Um þetta eru fjöldamörg dæmi. Þær óskrifuðu venjur hafa t.d. verið virtar af íslenskum fjölmiðl- um að birta ekki nafn þess látna fyrr en á það hefur verið gefið grænt Ijós af hálfu yfirvalda, sem þá gera slíkt í samráði við nánustu aðstandendur. Tilgangurinn er augljós, að tryggja aðstandendum tóm og tíma til að ganga til þeirra efiðu erinda að tilkynna vinum og ættingjum um hinn hörmulega at- burð og afleiðingar hans. 20

x

Ný Dögun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.