Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 28

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 28
=NÝ DÖGUN = Á brúðkaupsdaginn. Bros á báða bóga, enda blasir lífið við hinum ungu bráðhjónum. Þau höfðu þó aðeins verið gift í tvö og hálft ár, þegar Eyjólfur dó. Ingibjörg var þá vanfœr að öðru barni þeirra. Eyjólfur var jarðsunginn þann 14. nóvember árið 1988 frá Fossvogs- kirkju. Athöfnin var erfið, en samt þótti mér hún yndisleg. Ég fór í kirkjuna fyrir athöfnina og átti þar stund einsömul með Eyjólfi. Stétt- arfélagið hans, “Málm og skip”, setti upp félagsfána og starfsfélagar hans hjá Flugleiðum, en þar hafði hann unnið sem bifvélavirki, báru kistuna úr kirkju. Nánasta skyldfólk hélt síðan undir kistuna í kirkju- garðinum. Þetta var falleg athöfn. Við vorum ekki búin að vera saman nema í tæp sex ár og þar af gift í tvö og hálft ár, þegar ég missti hann. Eyjólfur var aðeins 27 ára gamall þegar kallið kom. Og ég þá 25 ára og vanfær að öðru barni okk- ar, kominn sex mánuði á leið. Ég var upptekin af barninu, sem ég bar undir belti og einnig Jóhanni okkar og reyndi eins og ég gat að fylla mig krafti og áræði. Gekk sennilega of langt í því, en svona brást ég við - sjokkið hafði þessi áhrif á mig. Ég vildi til dæmis þarna hálfum öðrum mánuði síðar halda jól eins og venjulega og skreytti íbúðina okkar í hólf og gólf og reyndi að láta allt verða eins og áður var. Var á fullu. Gaf mér tæpast tíma til að syrgja. NÝTT LÍF FÆÐIST Eftir áramótin fór ég síðan á opin hús hjá Nýrri dögun, þá sérstaklega fyrir tilverknað systur minnar, sem hafði frétt af starfseminni. Og mér leið þar strax vel og hef tekið virk- an þátt í starfsemi samtakanna hlélítið allar götur síðan. Tók mér þó frí, þegar ég átti barn okkar Eyjólfs í febrúar 1989, hana Eyrúnu Flörpu. Það var dásamlegt að fæða Ey- rúnu Hörpu. Ljósmæðurnar uppi á Fæðingarheimili fóru um mig silki- hönskum og pössuðu mig eins og ungabarn. Ég á mjög góðar minn- ingar frá þeim tíma. En hugsun mín á þeim tíma var dálítið einkennileg. Ég sagði við sjálfa mig: „Guð hefur tekið frá mér manninn minn og nú gefur hann mér nýtt líf. Það getur ekki varað. Hann hlýtur líka að taka þetta líf af mér.“ Þess vegna hef ég ef til vill verið „passívari“, sparari á ást mína gagnvart Eyrúnu Hörpu fyrsta árið. Var afskaplega hrædd um hana og þorði ekki að elska og tengjast tak- markalaust í upphafi. Én það breyttist og þróaðist í rétta veru. Óttinn við að missa hvarf smám saman. Mér fannst gott að tala við fólk, sem hafði svipaða reynslu að baki og ég sjálf; ég gat þá lýst reynslu minni og upplifun hispurslaust og áhyggjulaust og um leið skynjað skilning. Það er svo ótrúlega margt sem fólk á sameiginlegt í sorginni þegar að er gáð. Ekki bara stóru atriðin, heldur og ekki síður hin smærri. Atriði sem fólki finnst kannski engu máli skipta í erli dagsins, en hvíla eins og mara á sálinni, þegar sorgin er sár. Ein hryssingsleg setning, eitt vanhugsað orð, svipbrigði og annað þess hátt- ar í samskiptum við fólk, getur kallað fram miklar áhyggjur hjá þér og jafnvel sálarkreppu. Þú ert svo varnarlaus og mátt við litlu. SAMKENND SYRGJENDA Þú spyrð um það hvers vegna ég hafi sótt í starfsemi Nýrrar dögun- ar. Ég held að svarið við því sé einfaldlega að ég vildi sjá og heyra og sannfærast um það, að ég væri ekki ein í heiminum, sem liði eins og mér leið. Sumar hugsanir mínar, sem ég hafði áhyggur af, voru þegar allt kom til alls ekkert skrýtnar og óeðlilegar við þessar aðstæður. Hvernig tilfinningar? Hvernig hugsanir? Ja, t.d. eins og hvort það væri óeðlilegt að finna til ákveðins léttis þegar hann dó, að þetta væri yfirstaðið, svarið við óvissunni væri komið. Og ég fann það fljótlega eftir að ég deildi þeirri reynslu minni með félögum mínum í Nýrri dögun, sem hafa svipaða lífsreynslu að baki, að sú hugsun, þau við- brögð, eru langt í frá óalgeng. Ég var ekki ein á báti. Ég átti vissulega góða að, sem studdu mig og styrktu mig á alla lund, en í Nýrri dögun var að finna reynsluna og þekkinguna - hina ríku samkennd, sem er svo nauð- synleg við þessar aðstæður. VERULEIKINN EKKI KLIPPTUR OG SKORINN En ég var áfram á fullri keyrslu í lífinu. Gaf mér lítinn tíma til að hugsa minn gang og leyfa sorginni að feta sinn veg. Ég fór í Kenn- 28

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.