Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 29

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 29
==NÝ DÖGUN == araháskólann haustið eftir, tæpu ári eftir andlát Eyjólfs og fór á bólakaf í námið. Fékk áfram ómetanlegan stuðning frá ættingjum og vinum og ekki síður þá frá hinum nýju skóla- systkinum mínum. Ég var ákaflega upptekin. Svaf lítið, en sinnti skól- anum og heimilinu og leit raun- verulega aldrei upp. Lokaði senni- lega á ákveðnar tilfinningar - leyfði þeim ekki að brjótast út. Það var ekki fyrr en ég lauk Kennarahá- skólanum, þá tæpum fórum árum eftir fráfall Eyjólfs, sem mér fannst að veröldin hryndi. Það var komið að kaflaskilum. Skólinn var að baki, nýr kafli í lífinu að hefjast. Ekkert sérstaklega góðar horfur með störf við kennslu og ástandið hjá mér allt dálítið óljóst. Ég fór að hugsa minn gang og fortíð, nútíð og framtíð voru í ein- um hrærigraut í höfðinu á mér. Ég féll saman. Gat samt ekki grátið strax, en óumflýjanlegt uppgjör fór fram. Ég hafði byrgt reiðina innra með mér. Af hverju hafði ég sjálf ekki verið tekin í stað Eyjólfs? Hvert var réttlætið í þessu? Hvers áttu Jóhann og Eyrún Harpa að gjalda að fara út í lífið föðurlaus? Þessar og aðrar ámóta spurningar voru áleitnar. Og allt í einu fór ég að gráta. Ég grét og grét í heila viku. Við upp- vaskið, í bílnum, hvar og hvenær sem var. En fann jafnframt að reiðin og hatrið, sem höfðu búið um sig innra með mér, hurfu hægt og rólega. Ég hafði verið reið út í Guð og innst inni út í allt og alla. Ég hafði þolað illa ófrískar konur, því ég var þá viss um að þær ættu einhvers staðar yndislega eigin- menn - sem ég átti ekki. Mér fannst ég hafa verið svikin um svo margt í lífinu, sem aðrir fengju notið. Umhverfið og samfélagið er þannig, að þegar ákveðinn tími er liðinn frá andláti ástvinar, þá reikna flestir með því að allt eigi að færast í samt horf. Ég man að fólkið mitt varð undrandi þegar ég lýsti van- líðan minni mörgum árum eftir frá- fall Eyjólfs og spurði þá gjarnan: ”En þú sem hefur alltaf verið svo sterk?” Fólki fannst einhvern veg- in ekki eiga við að verið væri að tala um þennan erfiða atburð aftur og aftur eftir langan tíma. Og sama er að segja, þegar við vinkonurnar vorum að spjalla saman um gamla daga, þá áttu ekki vel við upprifj- anir frá árum okkar Eyjólfs. Mér fannst að samfélagið vildi með ein- hverjum hætti útiloka þennan erfiða tíma. Hann væri að baki og fennt væri í sporin. Og ef til vill af þessum sökum meðal annars tókst mér ekki að tala mig^ og vinna mig áfram með sorgina. Ég er ekki að gagnrýna einn né neinn með þess- um orðum. Allir voru yndislegir við mig og hjálpsamir, en samt er það þannig að fólk setur sorgina í eins konar tímarúm og þegar ákveðinn tími er liðinn þá eigi að taka við önnur umræðuefni, breytt viðhorf. En þetta er bara ekki svona klippt og skorið. Veruleikann er ekki hægt að setja í kassa. Og þaðan af síður tilfinningar fólks. NÝTT TÍMABIL HEFST En það birti. Mér létti eftir þetta “síðara” áfall, þetta sjokk sem ég upplifði nærri fjórum árum eftir andlát Eyjólfs. Og sumpart fór hamingjuhjólið að snúast með mér Skímardagur Tlwrs Andra HalJgrímssonar, yngsta barn Ingibjargar, sem hún eignaðist á síðasta ári með sambýlismanni sínum, Thor Ólafi Hallgrímssyni. (sjá einnig nýja mynd af fjölskyldunni á bls. 25). Kát og glöð á myndinni eru einnig eldri systkinin, Eyrún Harpa og Jóhann Eyjólfsbörn. 29

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.