Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Page 10
10 3. ágúst 2018FRÉTTIR
Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum
Mikið úrval af
stillanlegum
rúmum
Gerið gæða- og verðsamanbuð
S
kýjað, rigning, hvass-
viðri og svalt. Er það ekki
eitthvað á þá leið sem
sumarið hefur verið hér
á suðvesturhorni landsins?
Frekar ömurlegt og ekki verð-
ur skemmtilegt að rifja það upp
síðar. Á sama tíma hafa frændur
okkar og frænkur á hinum Norð-
urlöndunum glímt við mikla
hita, þurrka, sólskin og fylgi-
fiska þess eins og skógarelda og
uppskerubrest. Í Kanada varð
hitabylgja tugum að bana ný-
lega, víða í Rússlandi hefur verið
mjög heitt og hitamet var slegið
í Japan nú í vikunni þegar hitinn
fór yfir 41 gráðu. Afríka sleppur
ekki við mikinn hita og þar hefur
fólk fengið að finna fyrir honum
og er þó ýmsu vant.
En hvað veldur þessu? Er
þetta allt saman eitt stórt sam-
særi sem valdamikið fólk stend-
ur á bak við? Eða er þetta bara
algjör tilviljun, eitthvað sem
gerist einu sinni á hverjum 1000
árum? Líklega ekki, margir vís-
indamenn benda varfærnislega
á að orsakanna sé líklegast að
leita í hnattrænni hlýnun. Það er
þó kannski ekki vinsælt að nefna
hana til sögunnar þessa daga,
sérstaklega ekki í Bandaríkjun-
um þar sem forsetinn og rík-
isstjórn hans eru í fararbroddi
þeirra sem hafna vísindaleg-
um sönnunum fyrir hnattrænni
hlýnun og gefa lítið fyrir þá sem
aðhyllast slík hindurvitni, sem
vísindi nú eru að þeirra mati.
Skógareldar í Svíþjóð, upp-
skerubrestur í Noregi og Dan-
mörku, mikil úrkoma á Ís-
landi og á Svalbarða þar sem
úrkomumet fyrir júlí var sleg-
ið á mánudaginn, mikill hiti í
Krasnojarsk-héraði í Rússlandi,
þar hefur hitinn verið sjö gráð-
um yfir meðallagi, sem hef-
ur valdið miklum skógareld-
um en um 80.000 hektarar hafa
brunnið þar.
Óhugnanlegur næturhiti
Í bænum Ouargla í Sahara í Al-
sír mældist hitinn 51,3 gráður í
sumar en það er hæsti hiti sem
hefur mælst í Afríku. Í Óman
hefur hitinn að næturlagi ekki
farið niður fyrir 42,6 gráður um
hríð en þetta er talinn vera hæsti
næturhiti sem mælst hefur.
Það er í sjálfu sér ekki óeðli-
legt að hiti sé mikill og úr-
koma lítil um hríð en það vekur
áhyggjur vísindamanna að nú er
þetta ástand mjög viðvarandi. Í
Evrópu er staðan sú að hálofta-
straumar ýta lægðum, sem bera
rigningu með sér, lengst til norð-
urs í Svíþjóð og Noregi. Þess-
ir háloftastraumar koma sem
sagt í veg fyrir að úrkoma kom-
ist sunnar. Þetta gerist reglulega
en nú hefur þetta varað lengur
en venjulega vegna þess hversu
veikir þessir háloftastraumar
eru núna en það hefur í för með
sér rólegt og stöðugt veðurfar.
Það er erfitt að tengja þetta
við eitthvað eitt í loftslags-
breytingunum en það eru
ákveðin skilyrði sem vekja
athygli loftslagssérfræðinga. Eitt
þeirra er að þegar hitamunur-
inn á milli norðurheimskauts-
ins og annarra svæða á norð-
urhveli jarðar minnka verða
háloftastraumarnir hægari.
Núna hækkar hitastigið hraðar
á norðurheimskautinu, vegna
hnattrænnar hlýnunar, en í
Evrópu. Þetta raskar hitajafn-
væginu á milli svæðanna. Þess
vegna segja sumir vísindamenn
að hugsanlega verði viðvarandi
veðurfarsaðstæður, bæði heit-
ar og kaldar, meira langvarandi
en áður og muni gerast oftar, allt
vegna loftslagsbreytinga.
Þá hafa verið settar fram
kenningar um að vegna bráðn-
unar Grænlandsjökuls streymi
gríðarlegt magn af köldu vatni
út í sjóinn sunnan við Græn-
land, en vísindamenn hafa tekið
eftir miklu magni af fersku vatni
í Norður-Atlantshafi. Þetta kalda
vatn veiki síðan Golfstraum-
inn sem tryggir þægilegt lofts-
lag hér á landi með því að flytja
heitari sjó frá Suðurhöfum norð-
ur á bóginn. Rannsóknir frá
2015 sýndu að þá þegar hafði
straumurinn veikst frá því sem
hann var 1975. Ef Golfstraumur-
inn veikist verður kaldara hér
á landi. En hvort „góð“ og hlý
sumur eru liðin tíð hér á landi
er kannski erfitt að segja til um
núna en það verður spennandi
að sjá hvernig veðrið verður á
næstu árum. n
n Það er ekki bara á Íslandi sem veðrið hefur verið öfgakennt
n Munu öfgarnar verða til frambúðar?
ER GOLFSTRAUMURINN AÐ VEIKJAST?
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
„Þá hafa verið sett-
ar fram kenningar
um að vegna bráðnunar
Grænlandsjökuls streymi
gríðarlegt magn af köldu
vatni út í sjóinn sunnan
við Grænland, en vísinda-
menn hafa tekið eft-
ir miklu magni af fersku
vatni í Norður-Atlants-
hafi. Þetta kalda vatn
veiki síðan Golfstraum-
inn sem tryggir þægilegt
loftslag hér á landi með
því að flytja heitari sjó
frá Suðurhöfum norður á
bóginn