Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Síða 31
Brot af því besta 03. águst 2018 KYNNINGARBLAÐ Bátsferðir um Vestmannaeyjar eru draumkennd og einstök upplifun sem blaðamaður DV getur vitnað um eftir að hafa farið í eina slíka siglingu fyrir nokkrum árum. Fjölskyldufyrirtækið Viking Tours hefur boðið upp á þessar ógleymanlegu ferðir í 18 ár en um tvenns konar ferðir er að ræða, annars vegar 90 mínútna hringferð um eyjarnar og hins var þriggja og hálfs klukkustundar Surtseyjarferð. „Vestmannaeyjar eru mjög sér- stakur staður í samanburði við Ís- land almennt og hér er landslag allt öðruvísi. Það hefur komið á daginn að fólk sem fer í þessar ferðir einu sinni, það kemur aftur,“ segir Sigur- mundur G. Einarsson, eigandi Viking Tours. Hringferðin umhverfis Heimaey er farin tvisvar á dag en Surtseyj- arferðin einu sinni á dag. „Í hring- ferðinni erum við að fara inn í hella og að fuglabjörgunum. Ég spila alltaf á saxófón inni í hellunum, það er okkar sérstaða sem enginn annar er með. Hljómurinn inni í hellunum er á sömu tíðni og mannsrödd og er einstaklega fallegur,“ segir Sigur- mundur. Hringferðin umhverfis Heimaey hefst í höfninni sem hraunrennslið var nærri því búið að loka í eldgos- inu á Heimaey 1973. Í bátsferðinni má sjá litríka hella sem öldurn- ar hafa myndað í gegnum tíðina, yngstu eyjuna Surtsey, ásamt hinum eyjum Vestmannaeyjaklasans og hin fjölmörgu fuglabjörg. Þar er hægt að sjá fjölbreyttar fuglategundir og ef heppnin er með – hvali. Síðasta viðkoma í ferðinni er í Klettshelli sem er þekktur fyrir frábæran hljómburð og þar blæs Sigurmundur gjarnan í saxófóninn. Ferðin endar svo aftur þar sem hún byrjaði. Surtseyjarferð hefst og endar á Heimaey. Surtsey er yngsta eyja Vestmannaeyjaklasans, en hún reis úr sjó í eldgosi 1963 sem stóð í fjög- ur ár. Á leið til og frá Surtsey er siglt framhjá 12 eyjum klasans sem allar eru heimili fjölmargra fjölbreyttra fuglategunda. Ekki er óalgengt að hvalir sjáist í þessari ferð, m.a. há- hyrningar sem oft halda til á þess- um slóðum. Hápunktur ferðarinnar er að sjálfsögðu Surtsey, en ekki er leyfilegt að fara í land, þar sem einungis vísindamenn hafa heimild til þess. Sem nærri má geta eru þessar einstöku bátsferðir afar vinsælar jafnt meðal Íslendinga sem erlendra ferðamanna: „Meðal þeirra sem koma er fólk sem áður hefur farið í siglingu þegar það kom á Pæjumótið og Shellmótið með krakkana sína. Núna þegar börnin eru orðin eldri koma for- eldrarnir með þau í eyjasiglingu svo þau geti upplifað þetta líka,“ segir Sigurmundur. Miðar í ferðirnar eru seldir á vefsíðu Viking Tours, vikingtours. is. Einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu fyrirtækisins að Strand- vegi 65, Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar um ferðirnar er að finna á vikingtours.is. Einstök upplifun í bátsferðum um eyjarnar Inni í helli Sigurmundur blæs í saxófóninn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.