Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Side 44
44 FÓLK - VIÐTAL 3. ágúst 2018
Verslunarmannahelgin
n Þekktir einstaklingar rifja upp eftirminnilegustu verslunarmannahelgina n Minningar og fastar hefðir
Stærsta helgi sumarsins blasir nú við og eru
möguleikarnir jafnmargir og útihátíðirnar eru fjöl-
breyttar. Um verslunarmannahelgina er sjaldan
upplagt að gera ekki neitt, hvort sem þá sé um að
ræða með vinafólki eða fjölskyldufólkinu. Hér tökum
við saman heildarmynd af ýmsum skemmtunum
yfir helgina miklu og fáum nokkrar frásagnir þekktra
einstaklinga af því hvaða minning frá fyrstu helgi
ágústmánaðar hefur staðið upp úr, hvar og hvenær.
ALLT FYRIR
FUNDARHERBERGIÐ
Þráðlaust
sýningartjald
Þráðlaus
búnaður
Hágæða öruggur
fjarfundabúnaður
DALVEGI 16B / S. 510 0500
Auður Jónsdóttir
(Húnaver 1990):
„Þegar ég var sautján ára fékk ég
að fara með Röggu Gísla í
Húnaver sem barnapía Bryndísar
dóttur hennar. Ragga var að fara að
troða upp með Stuðmönnum og fyllti
gamlan amerískan kagga af hárkollum
og búningum. Svo var lagt í hann! Sólin skein og spenn-
ingurinn í hámarkinu. En þegar við vorum að renna niður
brekkuna fyrir ofan hátíðina sagði Ragga sinni rámu
ómótstæðilegu röddu: Ímyndaðu þér ef það myndi allt í einu
birtast risastór rass, setjast hér ofan í dalinn og fylla út í allt!
Síðan hef ég alltaf séð rassinn fyrir mér á þessari leið. En
þegar við komum í Húnaver var barnapían fljót að finna vini
sína og detta í það – en nokkuð betur búin en þeir með
baksviðspassa sem Ragga hafði reddað. Svo baksviðs gat
barnapían gengið í fríar veigar og verið dónaleg við sér eldra
fólk. Það litla sem ég man úr móðu þessa kvöld var þegar ég
hafði klöngrast inn á svið hjá Stuðmönnum í miðri sveiflu og
stóð þar fyrir aftan hljómsveitina og baðaði mig í
dýrðarljómanum, æpandi skaranum og flóðlýstu sviðinu.
Þetta er það næsta sem ég hef komist því að upplifa alsælu
frægðarinnar. En hvað varð um Bryndísi litlu í öllu þessu
man ég ekki alveg jafn glöggt. Sennilega hefur einhver
fullorðinn tekið málin í sínar hendur fyrst barnapían var
svona sólgin í áfengi og frægð.“
Elliði Vignisson
(Þjóðhátíð í Eyjum
1998):
„Þegar maður hefur nýtt veslunarmanna-
helgina í 40 til 50 skipti í að vera á
Þjóðhátíð þá er dáldið erfitt að velja þá
eftirminnilegustu. Sennilega er þjóðhá-
tíðin 1998 ein sú eftriminnilegri en það er
fyrsta hátíðin eftir að ég varð faðir. Ég var
einhvern veginn undir það búinn að þá myndi
djammið minnka en það sem gerðist var að hátíðin var bara
helmingi skemmtilegri þegar maður fór að njóta einnig barna- og
fjölskyldustemmingar í gegnum barnið. Djammið minnkaði ekkert,
hitt bættist bara við.“
Innipúkinn
Hvar: Miðbær Reykjavíkur
Aðaltónleikadagskráin fer að
sjálfsögðu fram innandyra, að
þessu sinni í Kvosinni á tón-
leikastöðunum Húrra og Gaukn-
um. Þar verður boðið verður upp
á fjölbreytta tónleikadagskrá
föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld.
Mýrarboltinn
Hvar: Bolungarvík
Mýrarboltinn á Bolungarvík var fyrst haldinn
árið 2004 og hefur verið árlegur viðburður
þar í bæ síðastliðin ár. Á laugardagskvöldið
er árlegur dansleikur í félagsheimilinu í
Trékyllisvík sem Leifur heppni og björg-
unarsveitin Strandasól halda. Líkt og fyrri
ár leika Blek og byttur fyrir dansi, en árvissir
dansleikir sveitarinnar í Trékyllisvík eru róm-
aðir af fagurkerum í dansleikjafræðum.
Norðanpaunk
Hvar: Laugarbakka Vestur-Húna-
vatnssýslu
Hátíðin Norðanpaunk er haldin í fimmta sinn
þetta árið og koma þar ýmsar hljómsveitir
saman til að spila frumsamið efni af öllum
gerðum. Sumar sveitanna spila synthapopp
meðan aðrar leika svartmálm en pönkið má
alltaf finna í anarkískum áherslum í skipulagi.
Sæludagar KFUK og KFUM
Hvar: Vatnaskógur
Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á
Íslandi standa fyrir þessari vímulausu fjöl-
skylduhátíð. Ár hvert er dagskrá hátíðarinnar
í anda sumarbúðastarfs félaganna og höfðar
til flestra aldurshópa.
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is