Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 42
42 MENNING 20. júlí 2018 K ona sem er að leita verður að deita“ – segir gamalt kínverskt máltæki, og hef ég lifað eftir því undanfarin misseri. Jafnvel eignast einn og einn æfingakærasta þó að sá langtímarétti sé ekki fundinn. Miðbæjarkonan ég á það til að fara í afslöppunarferðir til útlanda og í þeim hefur mér síst þótt ástæða til að slökkva á smáforritinu Tinder sem ég nota gjarnan til að kynnast álitlegum piltum. Því er varla saman að jafna að leika sér í smáforritinu erlendis eða með báða fætur á móðurlandinu – munur á mannfjölda er ein ástæðan fyrir því. Fyrir hvern huggulegan Íslending sem birtir myndir teknar á þessari öld, skrifar eitthvað af viti í prófílinn sinn og er raunverulega að leita að einhverju innihaldsríkara en skyndikynlífi, má búast við tugum í Kaupmannahöfn, hundruðum í Berlín og þúsundum í New York. Kona í vondu skapi Það er þó fleira en fjöldinn sem veldur, og það hef ég ritað um áður og alveg óvart rótað upp viðkvæmum tilfinningum (vissulega án þess að ætla nokkurri einustu sálu illt). Ég hef kastað fram spurningunni um hvort 90% íslenskra karlmanna gætu verið vanstilltir í samskiptum og getið mér þess til að auknu jafnrétti kynjanna sé um að kenna: „Getur verið að forgjöfin sem karlmenn hafa búið að síðustu árhundruðin í krafti kyns síns sé horfin og þeir standi nú uppi ráðalausir, óvanir jafnréttinu og því að þurfa eitthvað að leggja á sig.“ (R.E., Kynlífspressan, 2014) Ég hlýt að hafa verið nýbúin á slæmu stefnumóti þegar ég skrifaði þessi ósköp – hvers vegna hefði ég annars skrifað „fokk jú“ í millifyrirsögn og notað síðar í greininni grimmdarleg orð eins og „lúðagangur“, „sauðsháttur“ og „höfnunarhræðsla“. Voðalega hlýtur þetta stefnumót að hafa verið glatað. Kjarkur og kynfæri En ætli eitthvað hafi breyst á fjórum árum? Stefnumótamenning Íslendinga er rétt svo að slíta barnsskónum svo að fjögur ár eru allhá prósenta heildartímans sem sú iðja hefur verið stunduð hér um slóðir. Það verður æ algengara að fólk hafni þeim gamla íslenska sið að drekka kláravín í kók fram eftir kvöldi, drífa sig svo á barinn upp úr miðnætti, panta bjór (bjórlíki fyrir 1989) og drekka hann þar til kjarkurinn varð nægur til að hrynja í fangið á einhverjum með passandi kynfæri. Óvelkomnar dráttarvélar Núna er blessunarlega orðið nokkuð vinsælt að fólk skiptist á nokkrum orðum áður en samfarir hefjast, og sé jafnvel búið að ganga úr skugga um að það eigi skap saman. Orðspor Íslendinga lifir þó og hefur náð erlendum eyrum eins og við vitum. Hver man ekki eftir „Dirty weekend“ auglýsingum Icelandair frá því fyrir nokkrum árum. Nýlegri eru dæmi um táldráttarvélarnar Julien Blanc og Daryush Valizadeh sem báðar hafa ritað fjálglega um það hvernig skuli fá íslenskar konur sem allra hraðast úr nærbuxunum. Þeir fengu eðlilega nokkuð óblíðar móttökur heimafólks þegar þeir reyndu að bera boðskapinn hingað. Við hittumst í Bónus Kannski er það aldurinn og viskan, en ég hef mögulega mýkst eitthvað örlítið í afstöðu minni til íslenskra karlmanna, þó svo að ég sé fullviss um að þeir eigi ennþá dálítinn spöl eftir til að komast með tærnar þangað sem margir erlendir kynbræður þeirra eru með hælana. Tinder hefur opnað nýjar víddir og greitt fyrir samskiptum án vímuefna. Fleiri og fleiri telja eðlilegt að hittast yfir kaffibolla eða hveitibollu til að kanna hvort frekari grundvöllur sé til samskipta á rómantískum eða lostafullum nótum. Svo megum við ekki gleyma því að það má alveg spjalla við ókunnuga í heita pottinum, í strætó, í grænmetisdeildinni úti í búð og í biðröðinni í Ísbúð Vesturbæjar. n Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20-50% AFSLÁTTUR Á SÓFA OG BORÐSTOFUDÖGUM HAFA ÍSLENSKIR KARLMENN EITTHVAÐ SKÁNAÐ? Fylgist með því hversu oft þið njótið ásta: Fáið ykkur fína stjörnulímmiða og setjið stjörnu á dagatalið þegar kynlíf er stundað. Það getur verið sexí að skoða dagatalið saman. Frábært fyrir fólk í samböndum sem er farið að stunda kynlíf of sjaldan og langar að gera breytingu þar á. Hrósum meira: Hvert hrós er gjöf sem við græðum á að gefa. Fyrir hvert hrós sem við gefum úr hjartanu bætast tvö ný við. Þegar við leggjum okkur fram við að taka eftir því jákvæða í fari fólks og setjum hlutina í orð. Búum við til jákvæða orku, góð tengsl og sexí andrúmsloft. Tjáum þarfir og væntingar: Rútínan og hversdagsleikinn hafa kannski leitt huga okkar frá því hvað við raunverulega þurfum í kynlífinu. Spáum í þarfirnar og hvort þær eru uppfylltar í kynlífinu eins og það er í dag. Ef ekki, þarf að tala saman og búa til nýtt plan. Prófum eitthvað nýtt: Gerið tilraunir í kynlífinu. Breytið um takt eða aðgerðaröð. Gerið hlutina aðeins öðruvísi en vanalega. Breytingar þurfa ekki að þýða keðjur og leður eða heilgalla úr latex. Nýjungar kveikja í okkur, það er mannlegt og eðlilegt. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi raggaeiriks@gmail.com www.raggaeiriks.com Fjórar leiðir til að auka lostann í lífinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.