Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 25
Vestfirðir 20. júlí 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Malarhorn er gisti-heimili á Drangsnesi sem opið er allt árið í kring en yfir sumartímann, frá 15. maí og út septem- ber, er á sama stað opinn veitingastaðurinn Malarkaffi. Á staðnum er enn fremur boðið upp á siglingar út í Grímsey tvisvar á dag, kl. 9 á morgnana og 13.30, og eru farmiðar í siglinguna keyptir í Malarhorni. Fuglalíf í Gríms- ey er fjölskrúðugt og með siglingunni fylgir leiðsögn og fræðsla um fuglalífið. Í Grímsey er ein af stærstu lundabyggðum í heimi. Sigl- ingarnar eru í boði frá 15. júní til 15. ágúst þegar fugla- lífið er í sem mestum blóma. „Frá maí og út september er háannatími hérna en við höfum opið allt árið. Það er vissulega fremur rólegt hérna á veturna. Malarhorn er kjörinn áningarstaður fyrir þá sem keyra Strandirnar,“ segir Þóra Margrét Ólafs- dóttir hjá Malarhorni. Fjölbreyttir gistimöguleikar Malarhorn er með gistirými fyrir um 50 manns í rúmlega 20 herbergjum. Sum her- bergin eru með sameigin- legri baðaðstöðu, önnur eru fjölskylduherbergi með sér- baðherbergi, herbergi með sólskála eru einnig í boði og svo íbúðir. Meirihluti þeirra sem gista er erlendir ferðamenn en staðurinn hentar vel fyrir Íslendinga á leið um þessar slóðir. Oftast er hægt að fá gistingu með fremur litlum fyrirvara og er þá best að hringja í síma 547-1010, kanna hvað er í boði og panta gistingu. Ferskur fiskur og lamb Veitingastaðurinn er op- inn alla daga vikunnar frá 12 á hádegi og fram til um kl. 20.30 en lokunartíminn á kvöldin er fremur sveigj- anlegur ef nóg er að gera. „Við bjóðum upp á ferskan fisk úr sjónum hérna í kring, steinbít, pönnusteiktan þorsk og plokkfisk, sem er mjög vinsæll. Síðan bjóð- um við meðal annars upp á hægeldað lambalæri,“ segir Þóra. Einnig er vinsælt að fá sér kaffi og kökur á staðnum um eftirmiðdaginn. Drangsnesið er töfrandi staður, Malarkaffi er kjör- inn áningarstaður fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar í nágrenninu og Malahorn er prýðilegur gistikostur fyrir þá sem vilja dveljast lengur á staðnum. „Hérna af pallin- um er útsýni yfir sjóinn og út í Grímsey. Síðan eru heitir pottar hérna úti við sjóinn sem kostar ekkert í og sund- laugin er hérna við hliðina,“ segir Þóra. Sjá nánar á vefsíðunni malarhorn.is MALARHORN ER KJÖRINN ÁNINGARSTAÐUR: Veitingar, gisting, sigling og fuglaskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.