Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 13
KYNNING Föst verðtilboð og kostnaði haldið í skefjum Hagnýting persónuupplýsinga er gífurlega mikilvægt hagsmunamál inn í framtíðina en á þessu sviði geta Íslendingar orðið fremstir á meðal þjóða. Í dag getur nýting persónugagna hjálpað til við sjálfsafgreiðslu hvers konar, hvort sem um er að ræða heimabanka, verslanir, innritun í flug eða alla þá þjónustu og upplýsingar sem við sækjum á netið,“ segir Freyr Hólm Ketilsson hjá nýsköpunarfyrirtækinu Dattaca Labs sem aðstoðar lögaðila við að innleiða nýja persónuverndarlöggjöf á sem heppilegastan og gagnlegastan hátt. Freyr sér fremur tækifæri en vandamál í nýju löggjöfinni: „Ef þjónustuveitendur hafa skýra sýn á hvaða þarfir og væntingar einstaklingurinn hefur geta þeir sniðið þjónustu sína að hverjum og einum. Einstaklingar geta sannarlega lagt sitt af mörkum, því án einstaklinga sem prófa nýjar lausnir og hafa vilja og getu til að bjóða fram persónugögn sín verða engar lausnir til eða prófaðar.“ Freyr bendir á að gervigreind sé í stanslausri þróun víða um heim og hún matast á persónugreinanlegum gögnum. „Lífi okkar, væntingum og atferli er umbreytt í gögn sem gervigreindin lærir á til að fjöldaframleiða persónusniðna þjónustu og lausnir.“ Ísland er í fremstu röð þegar kemur að nýtingu persónugagna Í dag er Ísland aðlaðandi fyrir nýsköpunarverkefni á stórum og smáum stigum, allt frá einyrkjum og frumkvöðlum með hugmynd, að stærstu fyrirtækjum heims. Dattaca Labs er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki og er staðsett í Sjávarklasanum að Grandagarði 16 í Reykjavík. Nýlega vann íslenskt hugbúnaðarhús verkefni með milligöngu Dattaca Labs fyrir eitt allra stærsta fyrirtæki í heimi. „Það er meðal annars vegna framsýni stofnana eins og Landlæknis, sem ákvað nýlega að afhenda öllum Íslendingum rafrænt afrit af sjúkragögnum sínum, sem Ísland hefur vakið eftirtekt úti í hinum stóra heimi. Landlæknir hefur það á stefnuskrá sinni að vera búinn að afhenda öllum Íslendingum öll sjúkragögn á árinu 2020. Landlæknir hefur jafnframt valið Digi.me, samstarfsfyrirtæki Dattaca Labs, sem ákjósanlegan aðila til að veita gögnum frá embættinu til almennings,“ segir Ketill. Tækifæri framtíðarinnar liggja í hagnýtingu með samþykki „Ný löggjöf varðandi persónuvernd er ekki bara kvöl og pína eins og alltof margir halda fram. Í henni felast gríðarlega mikil tækifæri, sérstaklega fyrir þau fyrirtæki sem starfa á einstaklingsmarkaði,“ segir Freyr, en markmið Dattaca Labs er að gera Ísland leiðandi í heiminum í hagnýtingu persónuupplýsinga. „Lögfræðiþjónusta Dattaca Labs er einstök á þann hátt að við vinnum aldrei út í opinn reikning, við gerum alltaf föst verðtilboð í þá vinnu sem við vinnum. Grunnþjónusta Dattaca, Leiðin til innleiðingar, kostar sem dæmi 89.900 krónur án virðisaukaskatts. Nýsköpunarhugsunin nær til okkar innri þróunar á okkar vörum og þjónustu. Leiðin til innleiðingar er grunnurinn að þeirri vinnu sem framundan er hjá viðkomandi, sýnir núverandi stöðu og hvert þarf að komast til að uppfylla reglugerðina,“ segir Freyr og lýsir þjónustunni nánar: „Í fasa tvö, sem við köllum Siðaskiptin, þá köfum við dýpra í það sem lögaðili þarf að gera til að uppfylla reglugerðina og aðstoðum og leiðbeinum honum að komast þangað. Í þriðja fasanum er almenn innleiðing og þess gætt að allir ferlar og vinnsluaðferðir mæti kröfum laganna. Persónuverndarfulltrúi, fræðsla til starfsmanna, áhættumat og annað slíkt sem reglulega þarf að framkvæma kemur hér við sögu.“ Viðskiptaþróun Dattaca nær til allt frá minnstu frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja sem skráð eru í kauphöll á Íslandi. Ráðgjöfin er alltaf sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar á vefsíðu Dattaca Labs: https:// dattacalabs.com/contact- us/ eða með fyrirspurn á netfangið contact@ dattacalabs.com. DATTACA LABS AÐSTOÐAR VIÐ INNLEIÐINGU Á NÝJUM PERSÓNUVERNDARLÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.