Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 12
12 20. júlí 2018FRÉTTIR N ýverið fundust dauðir fiskar í Varmá í Mosfellsbæ og er orsök dauða þeirra er óþekkt. Samkvæmt Heil­ brigðiseftirliti Kjósarsvæðis verður ekki lagt í rannsókn á orsökinni og er hár kostnaður ástæðan fyrir því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fiskadauði í Varmá vekur athygli. Í fyrra fundust einnig dauðir fiskar á ánni. Málið var ekki rann­ sakað en líkur voru taldar á að or­ sökin hefði verið klórmengun sem barst í Varmá frá sundlaug SÍBS og Reykjalundar. Við framkvæmd­ ir við laugina í júlí það ár áttu sér stað mistök verktaka þegar fráveita sundlaugarinnar var tengd inn á regnvatnsfráveitu og þar með átti klórinn greiða leið í Varmá. Þetta kemur fram í svörum Mosfells­ bæjar við fyrirspurn DV. Í sama svari er því haldið fram að bæjar­ yfirvöld hafi brugðist strax við og fráveita sundlaugarinnar hafi verið tengd við skólpveitukerfi bæjarins. Annað kemur á daginn þegar ársskýrsla heilbrigðiseftirlitsins er könnuð. Þar kemur í ljós að ekki var enn búið að bæta úr mistök­ unum í árslok 2017, rúmu hálfu ári eftir að klórmengunin uppgöt­ vaðist. Engar sýnistökur hafa verið gerðar til að mæla klórmengun í Varmá og samkvæmt heimildum DV eru enn fremur dæmi um að sundlaugar og heitir pottar séu enn þá tengdir vitlaust í fráveitu­ kerfi Mosfellsbæjar. Í samtali við Þorstein Narfason, sem hefur starfað hjá Heilbrigðis­ eftirliti Mosfellsbæjar í yfir 20 ár, kemur fram að eftirlitið hafi engar skýringar á reiðum höndum um hvað valdi fiskadauðanum sem nýlega kom upp . „Það er mjög lík­ legt að þetta sé efnamengun, en það er auðvitað rándýrt að kom­ ast að því og við erum lítið bætt­ ari að vita það því að það er alltaf ákveðinn möguleiki á þessari efnamengun því að regnvatnskerfi bæjarins liggur þarna við Varmá.“ Gífurleg saurgerlamengun í Varmá Regnvatnskerfi Mosfellsbæjar er ekki hreinsað og því leka öll eitur­ efni sem fara í það kerfi beint í Varmá. Samkvæmt ársskýrslu heilbrigðiseftirlits frá árinu 2017 kemur einnig fram að mikil saur­ gerlamengun sé í Varmá sam­ kvæmt sýnatöku eftirlitsins. Um­ hverfismörk fyrir Varmá eru 14 saurkólígerlar í hverjum 100 milli­ lítrum, en samkvæmt mælingum fundust allt að 1.500 saurkólígerl­ ar í hverjum 100 millilítrum af vatni. Því virðist sem skólp berist í Varmá. Sé reglugerð umhverfisráðu­ neytisins um fráveitur og skólp skoðuð er ljóst að magn saurgerla í ánni er langt yfir leyfilegum mörk­ um. Samkvæmt flokkun vatns í reglugerð um varnir gegn meng­ un vatns eru vatnsgæði í Varmá í næstneðsta flokknum og upp­ fylla því ekki skilyrði reglugerðar­ innar. Eins og kemur fram framar í greininni voru það mistök verk­ taka sem vann að sundlaug Reykjalundar sem gerðu það verkum að klór komst í Varmá. Ekki eru það einu mistök­ in sem verktakar hafa gert þegar kemur að mengun í Varmá því í lok árs 2017 barst skólpmengað vatn í ána vegna mistaka verktaka. Þann 28. maí síðastliðinn flæddi einnig skólp upp um skólpbrunn og beint í Varmá. Umhverfissvið gagnrýnir mælingar heilbrigðiseftirlitsins DV hafði samband við Jóhönnu Björgu Hansen, fram­ kvæmdastjóra umhverfissviðs Mosfellsbæjar, til að spyrjast fyrir um mengun í Varmá og hvort bæjaryfirvöld hafi beðið um frekari mælingar. „Nú er það þannig að þeir hjá heilbrigðis­ eftirlitinu taka ákvarðanir um sitt mengunareftirlit. En athugaðu eitt, þegar þú ert með svona eina punktmælingu sem þeir fara í eftir mengunar tilkynningu þá ertu ekki með neinn samanburð, þú ert ekki með mælingar sem eru gerðar reglulega til að bera saman hvað er eðlilegt ástand og hvað er ekki eðlilegt ástand. Það er eitt af því sem við höfum óskað eftir við heilbrigðiseftirlitið að þeir geri reglulegar mælingar en ekki bara eina punktmælingu þegar búið er að tilkynna einhverja mengun. Það er bara ekki nóg að birta bara eina mælingu, það er bara alls ekki nóg.“ n Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN Klór frá sundlaug hefur mögulega borist í Varmá í mörg ár n Saurgerlamengun langt yfir eðlilegum mörkum n Fiskadauði í ánni vekur athygli„Það er mjög líklegt að þetta sé efnamengun, en það er auðvitað rándýrt að komast að því og við erum lítið bættari að vita það því að það er alltaf ákveðinn möguleiki á þessari efnamengun því að regnvatnskerfi bæjarins liggur þarna við Varmá. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is Þorsteinn Narfason Jóhanna Björg Hansen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.