Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 8
8 20. júlí 2018FRÉTTIR Alltaf sígild alltaf ljúf Lækjarbrekka Bankastræti 2 101 RVK Sími 551 4430 ÞJÓÐÞEKKTIR ÍSLENDINGAR DRÝGJA TEKJURNAR Á AIRBNB n Landsliðsmenn, prófessorar, tónlistarmenn og fjárfestar n Sumir með leyfi en aðrir ekki F jölmargir þekktir Ís- lendingar drýgja tekjurn- ar með því að leigja út íbúðir sínar í gegnum Airbnb. Þessar upplýsingar má nálgast á heimasíðu Sýslu- mannsins á höfuðborgarsvæð- inu. Áður hefur verið greint frá því að þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Við- reisnar, stæðu í slíkri útleigu. Að auki er eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- ráðherra skráð fyrir íbúð sem er nýtt með þessum hætti. En það eru fleiri þjóðþekktir Íslendingar sem drýgja tekjurnar með því að leigja út íbúðir sínar. Í þeim hópi eru landsliðsmennirnir Rúrik Gíslason og Alfreð Finnboga- son, prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurar son, virkjunarsinninn Kristinn H. Gunnarsson, fjárfestirinn Hjálmar Gíslason, uppi- standarinn og lögfræðingur- inn Bergur Ebbi Benedikts- son og tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, svo einhverj- ir séu nefndir. Þessir einstak- lingar hafa allir sótt um leyfi fyrir heimagistingu hjá Sýslu- manni. Það gildir ekki um alla þekkta Íslendinga en til dæm- is má nefna að söngdívan Hera Björk Þórhallsdóttir er afar virk á síðunni án þess að hafa sótt um leyfi yfirvalda. n Íbúð Baldurs og Felix í Starhaga. Dóttir Baldurs, Álfrún Perla, sér um Airbnb-reikninginn og halda gestir ekki vatni yfir gestrisni hennar og liðlegheitum. Nóttin kostar 116 Bandaríkjadali og er pláss fyrir tvo gesti. Hannes Hólmsteinn leigir út tvær eignir við Hringbraut. Fyrir þá stærri rukkar hann 145 Bandaríkjadali fyrir nóttina og 80 fyrir þá minni. Hannes fær frábæra dóma sem gest- gjafi. Þægilegt sé að eiga samskipti við hann og sagt að hann leggi sig allan fram um að gera dvöl gesta sem ánægjulegasta. Þá kemur fram að maður að nafni Jóhann aðstoði Hannes við útleigu eignanna og þykir sá ágæti maður einkar liðlegur. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.