Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 32
Vestfirðir Helgarblað 20.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ Skelfiskræktun er umhverfisvæn atvinnugrein sem skilar af sér framúrskarandi og lostætri afurð. ST2 á Drangsnesi hefur síðustu rúmlega tíu árin stundað skelfiskræktun í Steingrímsfirði á Ströndum, samhliða annarri útgerð. Félagið er með tvö fiskiskip, dragnótarbát og minni bát og þessi skipakostur útgerðarinnar er samnýttur í skelfiskræktunina. Halldór Logi Friðgeirsson hefur haft veg og vanda af skelfiskræktuninni en ST2 er í eigu foreldra hans. Síðar stofnuðu ST2, Fiskvinnslan Drangur og fleiri félög Strandaskel til að sjá um vinnslu og sölu á afurðum. Þessa dagana siglir Halldór á bátnum Sigureyju ST-22 og sækir skelina. „Við köllum þetta uppskeru fremur en veiðar en það er þriggja ára ferli að rækta skel,“ segir Halldór. Skelin sem hann kemur með upp á land núna er því þriggja ára gömul. „Við erum með skelfiskvinnslu hérna á staðnum og bjóðum upp á ferska bláskel en einnig forsoðna og frysta. Forsoðin og fryst afurð frá okkur er til sölu í verslunum Bónus en ferskur skelfiskur frá okkur er á flestum betri veitingahúsum í Reykjavík,“ segir Halldór. Á markaðnum og veitingahúsunum er afurðin titluð Strandaskel frá Dóra á Drangsnesi. Veitingastaðir eru stoltir af að bjóða upp á þetta lostæti enda er Strandaskelin rómuð: „Þetta er mjög góð skel með afskaplega mikla holdfyllingu, það hefur hvergi annars staðar mælst eins mikil holdfylling,“ segir Halldór. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni drangur.is og á Facebook-síðunni Strandaskel. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið drangur@drangsnes.is og símanúmer eru 451-3239, 898- 3239 og 899-5568. STRANDASKEL Hágæða ræktuð bláskel úr Steingrímsfirði á Ströndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.