Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Side 32
Vestfirðir Helgarblað 20.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ Skelfiskræktun er umhverfisvæn atvinnugrein sem skilar af sér framúrskarandi og lostætri afurð. ST2 á Drangsnesi hefur síðustu rúmlega tíu árin stundað skelfiskræktun í Steingrímsfirði á Ströndum, samhliða annarri útgerð. Félagið er með tvö fiskiskip, dragnótarbát og minni bát og þessi skipakostur útgerðarinnar er samnýttur í skelfiskræktunina. Halldór Logi Friðgeirsson hefur haft veg og vanda af skelfiskræktuninni en ST2 er í eigu foreldra hans. Síðar stofnuðu ST2, Fiskvinnslan Drangur og fleiri félög Strandaskel til að sjá um vinnslu og sölu á afurðum. Þessa dagana siglir Halldór á bátnum Sigureyju ST-22 og sækir skelina. „Við köllum þetta uppskeru fremur en veiðar en það er þriggja ára ferli að rækta skel,“ segir Halldór. Skelin sem hann kemur með upp á land núna er því þriggja ára gömul. „Við erum með skelfiskvinnslu hérna á staðnum og bjóðum upp á ferska bláskel en einnig forsoðna og frysta. Forsoðin og fryst afurð frá okkur er til sölu í verslunum Bónus en ferskur skelfiskur frá okkur er á flestum betri veitingahúsum í Reykjavík,“ segir Halldór. Á markaðnum og veitingahúsunum er afurðin titluð Strandaskel frá Dóra á Drangsnesi. Veitingastaðir eru stoltir af að bjóða upp á þetta lostæti enda er Strandaskelin rómuð: „Þetta er mjög góð skel með afskaplega mikla holdfyllingu, það hefur hvergi annars staðar mælst eins mikil holdfylling,“ segir Halldór. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni drangur.is og á Facebook-síðunni Strandaskel. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið drangur@drangsnes.is og símanúmer eru 451-3239, 898- 3239 og 899-5568. STRANDASKEL Hágæða ræktuð bláskel úr Steingrímsfirði á Ströndum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.