Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 30
Vestfirðir Helgarblað 20.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ BOREA ADVENTURES Gönguferðir um Hornstrandir, alvöru kajaksigling og eyðibýlið Kvíar Ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures er staðsett að Aðalstræti 17 á Ísafirði og býður upp á heillandi ferðir fyrir íslenska jafnt sem erlenda ferðamenn sem vilja komast í nána snertingu við ægifagra náttúru Vestfjarða. „Það er afar vinsælt að ganga á Hornstrandir á sumrin. Við bjóðum upp á ferðir til Hornvíkur með litlum hópum, ekki fleiri en átta manna, því við leggjum áherslu á umhverfisvænar ferðir með sem minnstum ágangi á náttúruna og persónulegum samskiptum. Í boði eru ferðir með gistingu í bæði eina og tvær nætur. Í báðum ferðum göngum við á bjarg en í seinni ferðinni gögnum við einnig yfir í Hornbjargsvita. Boðið er upp á gistingu í kampinum okkar í Höfn þar sem er eldhústjald og tjöld til að sofa í með beddum og svefnpokum. Við sjáum um allan mat, bátsferðir og leiðsögn með vönum leiðsögumönnum,“ segir Nanný Arna Guðmundsdóttir hjá Borea Adventures. „Svo eru aðrir sem vilja ganga á eigin vegum en þurfa á bátsferðum að halda. Við finnum út með þeim hvaða dagar eru heppilegastir og þau kaupa bara far með bátnum hjá okkur. Í slíkum ferðum hefur fólk hins vegar ekki aðgang að kampinum okkar og þarf að bera dótið sitt sjálft.“ Ekta kajaksiglingar „Við bjóðum upp á kajakferðir á alvöru kajökum, frá tveggja tíma ferðum upp í vikuferðir. Dagsferðirnar eru frá Seyðisfirði (ath. í Ísafjarðardjúpi, ekki á Austfjörðum) og út í Vigur þar sem við róum í kringum eyna, og svo aftur inn í fjörðinn. Einnig er í boði sigling frá Seyðisfirði og yfir í næsta fjörð, Hestfjörð. Þessar ferðir eru átta tíma langar, heimagert nesti innifalið. Einnig róum við frá Bolungarvík til Ísafjarðar, sem er fimm tíma ferð og frekar tæknileg,“ segir Nanný, en kajaksiglingarnar þykja afar heillandi og eru mjög vinsælar. Glæsileg uppbygging á eyðibýlinu Kvíum Kvíar er eyðibýli þar sem búið var til ársins 1948, það stóð síðan autt með lítilli viðkomu manna í gegnum áratugina, allt þar til Borea Adventures náði samningum við ættingja ábúendanna og tók húsið í fóstur árið 2012. „Mér er óhætt að segja að uppbyggingin á Kvíum sé glæsileg. Við höldum þessu fremur hráu en þarna er rennandi vatn og hiti. Í samráði við arkitekt höfum við haldið litum í öllum rýmum upprunalegum og þarna varðveitum við sögu ábúendanna og lífshætti þeirra í máli og myndum,“ segir Nanný. Þriggja daga kajakferðir með viðkomu að Kvíum eru vinsælar ásamt dags gönguferðum. Einnig er boðið upp á tveggja og þriggja daga ferðir í Kvíar með kajak og gönguafþreyingu. Á veturna er boðið upp á ljósmyndaferðir. Frá og með 1. apríl eru síðan í boði fjallaskíðaferðir sem eru mjög vinsælar hjá Íslendingum, þar sem gist er fimm nætur í Kvíum. Borea Adventures er lítið fjölskyldufyrirtæki með starfsemi sem nær hámarki á sumrin en þá fer starfsmannafjöldi upp í um 20 manns. Á veturna eru starfsmenn þrír. Nánari upplýsingar um ferðir hjá Borea Adventures eru veittar í síma 456-3322 og einnig er vert að skoða heimasíðuna boreaadventures.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.