Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 30
Vestfirðir Helgarblað 20.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ BOREA ADVENTURES Gönguferðir um Hornstrandir, alvöru kajaksigling og eyðibýlið Kvíar Ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures er staðsett að Aðalstræti 17 á Ísafirði og býður upp á heillandi ferðir fyrir íslenska jafnt sem erlenda ferðamenn sem vilja komast í nána snertingu við ægifagra náttúru Vestfjarða. „Það er afar vinsælt að ganga á Hornstrandir á sumrin. Við bjóðum upp á ferðir til Hornvíkur með litlum hópum, ekki fleiri en átta manna, því við leggjum áherslu á umhverfisvænar ferðir með sem minnstum ágangi á náttúruna og persónulegum samskiptum. Í boði eru ferðir með gistingu í bæði eina og tvær nætur. Í báðum ferðum göngum við á bjarg en í seinni ferðinni gögnum við einnig yfir í Hornbjargsvita. Boðið er upp á gistingu í kampinum okkar í Höfn þar sem er eldhústjald og tjöld til að sofa í með beddum og svefnpokum. Við sjáum um allan mat, bátsferðir og leiðsögn með vönum leiðsögumönnum,“ segir Nanný Arna Guðmundsdóttir hjá Borea Adventures. „Svo eru aðrir sem vilja ganga á eigin vegum en þurfa á bátsferðum að halda. Við finnum út með þeim hvaða dagar eru heppilegastir og þau kaupa bara far með bátnum hjá okkur. Í slíkum ferðum hefur fólk hins vegar ekki aðgang að kampinum okkar og þarf að bera dótið sitt sjálft.“ Ekta kajaksiglingar „Við bjóðum upp á kajakferðir á alvöru kajökum, frá tveggja tíma ferðum upp í vikuferðir. Dagsferðirnar eru frá Seyðisfirði (ath. í Ísafjarðardjúpi, ekki á Austfjörðum) og út í Vigur þar sem við róum í kringum eyna, og svo aftur inn í fjörðinn. Einnig er í boði sigling frá Seyðisfirði og yfir í næsta fjörð, Hestfjörð. Þessar ferðir eru átta tíma langar, heimagert nesti innifalið. Einnig róum við frá Bolungarvík til Ísafjarðar, sem er fimm tíma ferð og frekar tæknileg,“ segir Nanný, en kajaksiglingarnar þykja afar heillandi og eru mjög vinsælar. Glæsileg uppbygging á eyðibýlinu Kvíum Kvíar er eyðibýli þar sem búið var til ársins 1948, það stóð síðan autt með lítilli viðkomu manna í gegnum áratugina, allt þar til Borea Adventures náði samningum við ættingja ábúendanna og tók húsið í fóstur árið 2012. „Mér er óhætt að segja að uppbyggingin á Kvíum sé glæsileg. Við höldum þessu fremur hráu en þarna er rennandi vatn og hiti. Í samráði við arkitekt höfum við haldið litum í öllum rýmum upprunalegum og þarna varðveitum við sögu ábúendanna og lífshætti þeirra í máli og myndum,“ segir Nanný. Þriggja daga kajakferðir með viðkomu að Kvíum eru vinsælar ásamt dags gönguferðum. Einnig er boðið upp á tveggja og þriggja daga ferðir í Kvíar með kajak og gönguafþreyingu. Á veturna er boðið upp á ljósmyndaferðir. Frá og með 1. apríl eru síðan í boði fjallaskíðaferðir sem eru mjög vinsælar hjá Íslendingum, þar sem gist er fimm nætur í Kvíum. Borea Adventures er lítið fjölskyldufyrirtæki með starfsemi sem nær hámarki á sumrin en þá fer starfsmannafjöldi upp í um 20 manns. Á veturna eru starfsmenn þrír. Nánari upplýsingar um ferðir hjá Borea Adventures eru veittar í síma 456-3322 og einnig er vert að skoða heimasíðuna boreaadventures.com.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.