Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 47
TÍMAVÉLIN 4720. júlí 2018 einn af stofnendum Bandaríkj- anna, „sífelld þoka liggur yfir allri Evrópu og stórum hluta Norður- -Ameríku“. Þetta hafði áhrif á veðurfarið og veturinn var óvenjulega harð- ur og er sagt að Mississippi hafi frosið við New Orleans. Talið er að gosið hafi raskað monsún- hringrásinni í Asíu og valdið hungursneyð í Egyptalandi. Víkur þá sögunni til Frakklands Sagnfræðingar hafa bent á að gos- ið hafi haft mikil áhrif á efnahag í Norður-Evrópu og matarskortur hafi átt stóran þátt í Frönsku byltingunni 1789. John Murray eldfjallafræðingur segir að eldgos geti haft mikil áhrif á veðurfar í tvö til fjögur ár og það hafi síð- an félagslegar og efnahagslegar afleiðingar og ekki megi útiloka hugsanlegar pólitískar afleiðingar. Evrópubúar fengu tvo harða vetur vegna gossins auk blautra sumra, uppskerubrestur fylgdi þessu hörmungaveðurfari. Í Frakklandi var veðurfarið með undarlegra móti fram til 1788, kröftugir stormar og haglél sem var að sögn svo stórt að það drap nautgripi. Í Frakklandi var röð atburða hafin sem á endanum leiddi til Frönsku byltingarinnar í júlí 1789 en þá réðst almenningur á Bastilluna alræmdu sem var fangelsi og mikilvægt vopnabúr hersins. Það er líklegast fulldjarft að segja að Skaftáreldar hafi hrundið Frönsku byltingunni af stað en þeir blönduðust líklega inn í þá flóknu atburðarás sem varð til þess að byltingin var gerð en hvort þeir voru steinninn sem velti þúfunni er annað mál. Franska byltingin er talin með merkilegri atburðum í sögu Vestur landa og hún, ásamt ýms- um öðrum atburðum, breytti evrópskri sögu til frambúðar. Yfir- leitt er talað um að byltingin hafi hafist í júlí 1789 en kannski má segja að hún hafi hafist löngu áður. Menningar- og efnahagslegar ástæður lágu að baki byltingunni en samfélagslegur óróleiki hafði um hríð sett mark sitt á samfé- lagið. Menntamenn höfðu lengi hist og rætt samfélagsleg málefni fram og aftur og gefið ýmis rit út um þessi mál. Yfirleitt var þess krafist í þessum ritum að mennta- fólk hefði meira að segja um sam- félagsleg málefni og að réttindi fólks til að mótmæla yfirvöldum yrðu aukin. Iðnbyltingin var rétt að hefjast og mikill fjöldi fátækra verkamanna var í stóru bæjun- um og borgunum. Þeir höfðu það slæmt og áttu erfitt með að sjá sér og sínum farborða. Korn og brauð hækkuðu stöðugt í verði og margir sultu. Það var því nægilegur eldi- viður í frönsku samfélagi fyrir byltingu gegn því óréttlæti sem almenningur taldi sig búa við. Fólk taldi sig einfaldlega ekki hafa neinu að tapa. Mikil óstjórn var á frönsku samfélagi á þessum tíma, skuld- ir ríkisins voru löngu farnar úr böndunum en aðallinn og kirkj- an, sem öllu réðu, létu sem ekk- ert væri að. Franskt samfélag var því illa undir það búið að takast á við veðurfarslegar hörmungar og uppskerubrestinn sem fylgdi Skaftáreldunum í ofanálag við samfélagslegan óróa. Í kjölfar árásarinnar á Bastill- una sá Loðvík 16. konungur sér ekki annað fært en boða frjáls- lyndari stjórnarhætti en það dugði ekki til að lægja öldurnar því fólk var komið með meira en nóg af ólýðræðislegum yfirvöld- um og aðalsmönnum sem töldu sig öðrum fremri. Í ágúst var lagt fram skjal, sem byltingin er helst kennd við, en þar er fjallað um réttindi borgaranna og kjörorð byltingarinnar sem voru: jafnrétti, frelsi og bræðralag. Ljóst var að völd og áhrif kirkjunnar og aðals- ins yrðu aldrei söm á ný. Allt þetta gæti hafa ýtt undir frekari kröfur um lýðræðislegar umbætur og hrundið byltingunni af stað fyrr en ella en væntan- lega verða aldrei færðar sönnur á bein orsakatengsl Skaftárelda og Frönsku byltingarinnar. Það má til dæmis velta fyrir sér hvort hún hefði ekki orðið, kannski svolítið seinna, þótt ekki hefði gosið á Ís- landi með fyrrgreindum hörm- ungum. Hitt er þó ljóst að Franska byltingin hafði mikil áhrif á franskt samfélag og teygði sig síðan til annarra vestrænna ríkja og væri heimsmyndin kannski allt önnur í dag ef franskur almenningur hefði ekki ráðist á Bastilluna. Aldagamalt kerfi, þar sem eignir og gæði voru að- allega í höndum aðalsins og kirkju, var lagt af. Forréttindi voru ekki lengur sjálfgefin í mörg- um Evrópuríkjum og borgara- stéttinni óx ásmegin með tíman- um. Franska byltingin markaði upphaf endaloka lénskerfis- ins. Kjörorð hennar um jafnrétti, frelsi og bræðralag hafa allt frá átjándu öld haft áhrif á stjórnmál í Evrópu og munu væntanlega gera áfram. n Surtseyjareldar Eldgosið sem myndaði Surtsey var eitt það lengsta sem orðið hef- ur eftir að menn námu land á Ís- landi. Í Surtsey sjálfri og í Jólni og Syrtlingi, eyjum sem seinna hurfu í sæ, gaus frá 1963 til 1967. Í gos- inu kom upp um 1,1 rúmkílómetri af gosefnum. Vísinda- menn hafa gefið þessu gosi 3 á VEI-skalanum, sem er minni háttar. Tambora Mesta eldgos á jörðinni sem sögur fara af varð í eldfjallinu Tambora á eyjunni Sumbawa í Indónesíu árið 1815. Eldfjallið sprakk í loft upp og heyrðist hvellurinn í um 2.000 kílómetra fjarlægð. Eldgosið var einnig það mannskæðasta á sögu- legum tímum en 71.000 manns létust af völdum þess og um 11– 12 þúsund í sprengingunni sjálfri. Allur gróður á eyjunni brann og öskufall olli svartamyrkri. Um 50 rúmkílómetrar af gosefni komu upp úr Tambora. Aska og brenni- steinsgas þeyttist upp í heiðhvolf- ið og móðan hafði áhrif á lofts- lag um allan heim. Árið 1816 er talið það kaldasta á norðurhveli jarðar í 600 ár. Vesturlandabúar kölluðu það ár „árið þegar aldrei kom sumar“. Íslenski jarðvísinda- maðurinn Haraldur Sigurðsson hefur rannsakað Tamboragosið um langt árabil og meðal annars stjórnað uppgreftri á mannvistar- leifum er grófust undir í gosinu. Hekla Jarðvísindamenn telja að gríðar- lega stórt eldgos hafi orðið í Heklu í kringum árið 1000 fyrir Krist. Í gosinu er talið að Hekla hafi spúið 7,3 rúmkílómetrum af gosefnum. Gosið er talið hafa valdið kólnandi veðráttu í nokkur ár á norðlægum slóðum í heiminum. Hópur sér- fræðinga í sögu Egyptalands taldi árið 1999 að gosið hefði valdið hungursneyð árið 1159 fyrir Krist, í valdatíð Ramsesar III. Trjáhringir í írskum eik- um vitna um 18 ára kulda- skeið og hef- ur Heklugos- inu mikla verið kennt um það. n „Sífelld þoka liggur yfir allri Evrópu og stórum hluta Norður-Ameríku Mestu eldgos jarðar Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Mikið úrval af stillanlegum rúmum Gerið gæða- og verðsamanbuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.