Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 47
TÍMAVÉLIN 4720. júlí 2018 einn af stofnendum Bandaríkj- anna, „sífelld þoka liggur yfir allri Evrópu og stórum hluta Norður- -Ameríku“. Þetta hafði áhrif á veðurfarið og veturinn var óvenjulega harð- ur og er sagt að Mississippi hafi frosið við New Orleans. Talið er að gosið hafi raskað monsún- hringrásinni í Asíu og valdið hungursneyð í Egyptalandi. Víkur þá sögunni til Frakklands Sagnfræðingar hafa bent á að gos- ið hafi haft mikil áhrif á efnahag í Norður-Evrópu og matarskortur hafi átt stóran þátt í Frönsku byltingunni 1789. John Murray eldfjallafræðingur segir að eldgos geti haft mikil áhrif á veðurfar í tvö til fjögur ár og það hafi síð- an félagslegar og efnahagslegar afleiðingar og ekki megi útiloka hugsanlegar pólitískar afleiðingar. Evrópubúar fengu tvo harða vetur vegna gossins auk blautra sumra, uppskerubrestur fylgdi þessu hörmungaveðurfari. Í Frakklandi var veðurfarið með undarlegra móti fram til 1788, kröftugir stormar og haglél sem var að sögn svo stórt að það drap nautgripi. Í Frakklandi var röð atburða hafin sem á endanum leiddi til Frönsku byltingarinnar í júlí 1789 en þá réðst almenningur á Bastilluna alræmdu sem var fangelsi og mikilvægt vopnabúr hersins. Það er líklegast fulldjarft að segja að Skaftáreldar hafi hrundið Frönsku byltingunni af stað en þeir blönduðust líklega inn í þá flóknu atburðarás sem varð til þess að byltingin var gerð en hvort þeir voru steinninn sem velti þúfunni er annað mál. Franska byltingin er talin með merkilegri atburðum í sögu Vestur landa og hún, ásamt ýms- um öðrum atburðum, breytti evrópskri sögu til frambúðar. Yfir- leitt er talað um að byltingin hafi hafist í júlí 1789 en kannski má segja að hún hafi hafist löngu áður. Menningar- og efnahagslegar ástæður lágu að baki byltingunni en samfélagslegur óróleiki hafði um hríð sett mark sitt á samfé- lagið. Menntamenn höfðu lengi hist og rætt samfélagsleg málefni fram og aftur og gefið ýmis rit út um þessi mál. Yfirleitt var þess krafist í þessum ritum að mennta- fólk hefði meira að segja um sam- félagsleg málefni og að réttindi fólks til að mótmæla yfirvöldum yrðu aukin. Iðnbyltingin var rétt að hefjast og mikill fjöldi fátækra verkamanna var í stóru bæjun- um og borgunum. Þeir höfðu það slæmt og áttu erfitt með að sjá sér og sínum farborða. Korn og brauð hækkuðu stöðugt í verði og margir sultu. Það var því nægilegur eldi- viður í frönsku samfélagi fyrir byltingu gegn því óréttlæti sem almenningur taldi sig búa við. Fólk taldi sig einfaldlega ekki hafa neinu að tapa. Mikil óstjórn var á frönsku samfélagi á þessum tíma, skuld- ir ríkisins voru löngu farnar úr böndunum en aðallinn og kirkj- an, sem öllu réðu, létu sem ekk- ert væri að. Franskt samfélag var því illa undir það búið að takast á við veðurfarslegar hörmungar og uppskerubrestinn sem fylgdi Skaftáreldunum í ofanálag við samfélagslegan óróa. Í kjölfar árásarinnar á Bastill- una sá Loðvík 16. konungur sér ekki annað fært en boða frjáls- lyndari stjórnarhætti en það dugði ekki til að lægja öldurnar því fólk var komið með meira en nóg af ólýðræðislegum yfirvöld- um og aðalsmönnum sem töldu sig öðrum fremri. Í ágúst var lagt fram skjal, sem byltingin er helst kennd við, en þar er fjallað um réttindi borgaranna og kjörorð byltingarinnar sem voru: jafnrétti, frelsi og bræðralag. Ljóst var að völd og áhrif kirkjunnar og aðals- ins yrðu aldrei söm á ný. Allt þetta gæti hafa ýtt undir frekari kröfur um lýðræðislegar umbætur og hrundið byltingunni af stað fyrr en ella en væntan- lega verða aldrei færðar sönnur á bein orsakatengsl Skaftárelda og Frönsku byltingarinnar. Það má til dæmis velta fyrir sér hvort hún hefði ekki orðið, kannski svolítið seinna, þótt ekki hefði gosið á Ís- landi með fyrrgreindum hörm- ungum. Hitt er þó ljóst að Franska byltingin hafði mikil áhrif á franskt samfélag og teygði sig síðan til annarra vestrænna ríkja og væri heimsmyndin kannski allt önnur í dag ef franskur almenningur hefði ekki ráðist á Bastilluna. Aldagamalt kerfi, þar sem eignir og gæði voru að- allega í höndum aðalsins og kirkju, var lagt af. Forréttindi voru ekki lengur sjálfgefin í mörg- um Evrópuríkjum og borgara- stéttinni óx ásmegin með tíman- um. Franska byltingin markaði upphaf endaloka lénskerfis- ins. Kjörorð hennar um jafnrétti, frelsi og bræðralag hafa allt frá átjándu öld haft áhrif á stjórnmál í Evrópu og munu væntanlega gera áfram. n Surtseyjareldar Eldgosið sem myndaði Surtsey var eitt það lengsta sem orðið hef- ur eftir að menn námu land á Ís- landi. Í Surtsey sjálfri og í Jólni og Syrtlingi, eyjum sem seinna hurfu í sæ, gaus frá 1963 til 1967. Í gos- inu kom upp um 1,1 rúmkílómetri af gosefnum. Vísinda- menn hafa gefið þessu gosi 3 á VEI-skalanum, sem er minni háttar. Tambora Mesta eldgos á jörðinni sem sögur fara af varð í eldfjallinu Tambora á eyjunni Sumbawa í Indónesíu árið 1815. Eldfjallið sprakk í loft upp og heyrðist hvellurinn í um 2.000 kílómetra fjarlægð. Eldgosið var einnig það mannskæðasta á sögu- legum tímum en 71.000 manns létust af völdum þess og um 11– 12 þúsund í sprengingunni sjálfri. Allur gróður á eyjunni brann og öskufall olli svartamyrkri. Um 50 rúmkílómetrar af gosefni komu upp úr Tambora. Aska og brenni- steinsgas þeyttist upp í heiðhvolf- ið og móðan hafði áhrif á lofts- lag um allan heim. Árið 1816 er talið það kaldasta á norðurhveli jarðar í 600 ár. Vesturlandabúar kölluðu það ár „árið þegar aldrei kom sumar“. Íslenski jarðvísinda- maðurinn Haraldur Sigurðsson hefur rannsakað Tamboragosið um langt árabil og meðal annars stjórnað uppgreftri á mannvistar- leifum er grófust undir í gosinu. Hekla Jarðvísindamenn telja að gríðar- lega stórt eldgos hafi orðið í Heklu í kringum árið 1000 fyrir Krist. Í gosinu er talið að Hekla hafi spúið 7,3 rúmkílómetrum af gosefnum. Gosið er talið hafa valdið kólnandi veðráttu í nokkur ár á norðlægum slóðum í heiminum. Hópur sér- fræðinga í sögu Egyptalands taldi árið 1999 að gosið hefði valdið hungursneyð árið 1159 fyrir Krist, í valdatíð Ramsesar III. Trjáhringir í írskum eik- um vitna um 18 ára kulda- skeið og hef- ur Heklugos- inu mikla verið kennt um það. n „Sífelld þoka liggur yfir allri Evrópu og stórum hluta Norður-Ameríku Mestu eldgos jarðar Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Mikið úrval af stillanlegum rúmum Gerið gæða- og verðsamanbuð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.