Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Blaðsíða 25
Vestfirðir
20. júlí 2018
KYNNINGARBLAÐ
Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is
Malarhorn er gisti-heimili á Drangsnesi sem opið er allt árið
í kring en yfir sumartímann,
frá 15. maí og út septem-
ber, er á sama stað opinn
veitingastaðurinn Malarkaffi.
Á staðnum er enn fremur
boðið upp á siglingar út í
Grímsey tvisvar á dag, kl. 9 á
morgnana og 13.30, og eru
farmiðar í siglinguna keyptir í
Malarhorni. Fuglalíf í Gríms-
ey er fjölskrúðugt og með
siglingunni fylgir leiðsögn
og fræðsla um fuglalífið. Í
Grímsey er ein af stærstu
lundabyggðum í heimi. Sigl-
ingarnar eru í boði frá 15.
júní til 15. ágúst þegar fugla-
lífið er í sem mestum blóma.
„Frá maí og út september
er háannatími hérna en við
höfum opið allt árið. Það
er vissulega fremur rólegt
hérna á veturna. Malarhorn
er kjörinn áningarstaður fyrir
þá sem keyra Strandirnar,“
segir Þóra Margrét Ólafs-
dóttir hjá Malarhorni.
Fjölbreyttir gistimöguleikar
Malarhorn er með gistirými
fyrir um 50 manns í rúmlega
20 herbergjum. Sum her-
bergin eru með sameigin-
legri baðaðstöðu, önnur eru
fjölskylduherbergi með sér-
baðherbergi, herbergi með
sólskála eru einnig í boði og
svo íbúðir.
Meirihluti þeirra sem gista
er erlendir ferðamenn en
staðurinn hentar vel fyrir
Íslendinga á leið um þessar
slóðir. Oftast er hægt að fá
gistingu með fremur litlum
fyrirvara og er þá best að
hringja í síma 547-1010,
kanna hvað er í boði og
panta gistingu.
Ferskur fiskur og lamb
Veitingastaðurinn er op-
inn alla daga vikunnar frá
12 á hádegi og fram til um
kl. 20.30 en lokunartíminn
á kvöldin er fremur sveigj-
anlegur ef nóg er að gera.
„Við bjóðum upp á ferskan
fisk úr sjónum hérna í kring,
steinbít, pönnusteiktan
þorsk og plokkfisk, sem er
mjög vinsæll. Síðan bjóð-
um við meðal annars upp á
hægeldað lambalæri,“ segir
Þóra. Einnig er vinsælt að fá
sér kaffi og kökur á staðnum
um eftirmiðdaginn.
Drangsnesið er töfrandi
staður, Malarkaffi er kjör-
inn áningarstaður fyrir þá
sem vilja njóta náttúrunnar í
nágrenninu og Malahorn er
prýðilegur gistikostur fyrir þá
sem vilja dveljast lengur á
staðnum. „Hérna af pallin-
um er útsýni yfir sjóinn og
út í Grímsey. Síðan eru heitir
pottar hérna úti við sjóinn
sem kostar ekkert í og sund-
laugin er hérna við hliðina,“
segir Þóra.
Sjá nánar á vefsíðunni
malarhorn.is
MALARHORN ER KJÖRINN ÁNINGARSTAÐUR:
Veitingar, gisting, sigling og
fuglaskoðun