Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 3

Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 3
SAFNMANNAFUNDUR I ARBÆ Kynningarfundur safnmanna haldinn á vegum Arbæjarsafns og Þi66minjasafns Islands dagana 26. og 27 apríl 1980 í Arbæjarsafni ■' Árbæjarsafn og ÞjóÖminjasafn Islands boðuðu til kynningar- fundar safnmanna í Árbæjar- og Þjóðminjasafni dagana 26. og 27. apríl 1980. Til kynningarfundarins voru boðaðir fulltrúar allra byggðasafna á landinu. Þátttaka var mjög góð og sóttu kynningarfundinn 38 manns frá 16 söfnum. Fyrst tók til máls lianna Hermansson borgarminjavörður og bauð fundargesti velkomna. Sagði hún að mörg ár væru síðan komið hefði upp hugmynd um að halda fund með fulltrúum- byggðasafna á Islandi. Fundurinn væri hugsaður sem kynningar- fundur og ekki væri ætlunin að stofna á honum safnasamtök né ’að fundurinn sendi frá sér ályktanir. Þór Magnússon þjóðminjavörður tók þá til máls. Hann ræddi um Þjóðminjasafnið og^þjóðminjavörslu, sögu Þjóðminjasafnsins, upphaf fornleifarannsókna og fornleifafélagsins, friðuð hús, fornleifaskráningu og tengsl Þjóðminjasafns og byggða- safna. Kann sagði m.a. að mikilvægur þáttur í starfsemi Þjóðminjasafnsins væri aðstoð þess við byggðasöfn og hefðu starfsmenn Þjóðminjasafnsins m.a. sett upp og skipulagt allmörg söfn úti^á landi. Hann kvaðst vænta þess að með auknum mannafla á byggðasöfnunum þurfi þau ekki eins mikið á aðstoð Þjóðminjasafns að halda. Hann sagði að endingu að Þjóðminjasafnið legði ekki lengur kapp á að safna hlutum úti á landsbyggðinni nema það væri eitthvað sem Þjóðminjasafnið vantaði tilfinnanlega, enda vildi Þjóðminjasafnið ekki keppa við byggðasöfnin um muni. Síðan voru umræður og fyrirspurnir til þjóðminjavarðar. Var aðallega rætt um fjármál, svo sem hve mikið ríkinu beri að greiða þegar reist eru ný safnahús og hvaða aðferðum ætti að beita við öflun peninga. Þjóðminjavörður lýsti hefðbundnum aðferðum við öflun fjár til safna. Hann sagði að í fjárlögum væri sérstakur liður sem héti tíl sveitárfélaga og úr honum væri greitt til verkefna úti á landi og væri alltaf skorið niður af þessum lið. öskir voru uppi um myndun þrýstihóps sem ynni að hagsmunamálum safnanna. Minnst var á skýrslu sem gerð hefur verið á Þjóðminjasafninu um starfsmannaþörf safnsins. Þar kemur fram að lágmarksþörf safnsins til að gegna því hlutverki sem því er ætlað samkvæmt lögum væri um 20 safnverðir, eðlileg þörf væri 40-50 manns, en nú væru 5 safnverðir á Þjóðminjasafninu. Þaö var nefnt að um 0.25 % af fjárlögum færu nú í safnamál. Einnig var minnst á þörfina á nýjum þjóðminjalögum. Kanna Hermansson borgarminjavörður tók næst til máls. Ræddi hún um Árbæjarsafn, um sögu þess og tilgang, starfsemi, starfsaðstöðu, fjárhag og framtíðarskipulag safnsins. Sagði hún m.a. að Árbæjarsafn væri stofnað 1957 sem útisafn til að varðveita og sýna gömul hús úr miðborg Reykjavíkur. Um 1960 voru önnur viðhorf en nú, þá stóð til að breyta Reykjavík í nýtískulega borg og rífa öll gömlu húsin. Voru því merkileg hús sem menn vildu losna við flutt að Árbæ. 3

x

Ljóri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóri
https://timarit.is/publication/1306

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.