Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 5

Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 5
Síðan hélt Gunnlaugur Haraldsson safnvörður á Akranesi fyrir- lestur sem hann kallaði: Um fjorðungsminjaverði, þar sem hann lagði áherslu á að komið væri nýju skipulagi á safnamál. Lagði hann til að stofnuð væri serstök þjóðminjastofnun og safnastofnanir £ hverjum fjórðungi. Við safnastofnanirnar skyldu starfa fjórðungsminjaverðir. Þeir skyldu efla samvinnu safna og samræma störf þeirra og vera fulltrúar Þjóðminjastofnunar í sínum fjórðungi. Einnig taldi Gunnlaugur brýnt að hraða endur- skoðun þjóðminjalaganna frá 1968. Umræður. Hafði fólk almennt áhuga á að sett væru á stofn embætti fjórðungsminjavarða sem gætu aðstoðað starfsmenn byggðasafnanna. Þv£ næst kynntu fulltrúar byggðasafnanna söfn s£n, og var þá komið að matmálst£ma. Eftir hádegi talaði Guðný G, Gunnarsdóttir um skólaþjónustu. Hún ræddi um mikilvægi skolaheimsokna 1 starfsemi safnanna og nauðsyn þess að útbúa undirbúningsverkefni fyrir börn áður en ]3au kæmu á safnið. Væru kennara send gögn, lesmál og myndir og ábendingar um heppilegar heimildir sem bekkurinn ætti að kynna sér. Þegar £ safnið er komið er sérstökum verkefnum dreift milli nemenda og eiga þeir að vinna úr verkefnunum £ safninu. Þv£ næst flutti Kristin H. Sigurðardóttir erindi um forvörslu, þar sem hún lagði áherslu á ao haldið væri réttu rakastigi £ sýningarsölum og fylgst með þv£ og að útbúnar væru heppilegar geymslur fyrir safngripina. Umræður. Rætt var um hvernig væri æskilegast að geyma filmur og myndir. Var bent á að hægt væri að panta heppileg umslög hjá Þjóðminjasafninu. Gunnlaugur Haraldsson las s£ðan upp ályktun þar sem skorað var á menntamálaráðherra að sjá til að hraðað verði endur- skoðun þjóðminjalaganna og var hún samþykkt samhljóða. Þvi næst flutti Elsa E. Guðjónsson safnvörður við Þjóðminja- safnið erindi með litskyggnum 1 tengslum við sýninguna Forvarsla textila £ Þjóðminjasafninu. Síðan var farið £ Þjóðminjasafnið og m.a. skoðuð forvörslu- sýningin. Guðmundur úlafsson safnvörður sagði frá skráningu muna og flokkunarkerfi og frá þjóðminjaskráningu og aðstoðuðu hann Inga Lára Baldvinsdottir og Agúst úlafur Georgsson. Að enöingu var farið £ Höfða £ boði borgarstjórnar Reykjavikur. * * * GAMALL FATNAÐUR PjÓ5minjasafn fslands óskar eftir að fú ymiskonar fatnað fra fyrri hluta þessarar aldar eSa fyrr, bœSi hversdagsklœSnaS og spariföt. ASrir búningar koma einnig til greina. Uppl. f sfma: 1 32 64. 5

x

Ljóri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóri
https://timarit.is/publication/1306

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.