Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 23

Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 23
FORNLEIFARANNSÓKNIR Á STÓRUBORG Mjöll SnœsdótHr Austur undir Eyjafjöllum ó bœnum Stóruborg stendur hóll einn mikill úti undir sjó. Brim og órnar f nógrenninu hafa verið a5 brjóta af honum f fjölda óra. Þefta er gamli bœjarhóllinn ó Stóruborg. Um 1840 urðu bœndurnir sem þó bjuggu ó Stóruborg a5 fœra bœinn af hólnum , þar sem hann haf5i sta5i5 lengur en menn mundu og setja hann niöur fjœr sjónum. Nú er hóllinn gróöurlaus a5 mestu,en þeir sem muna eftir honum ó fyrri hluta þessarar aldar segja aö hann hafi þó allur verið gróinn. SíSan ór og brim fóru að ey5a hólinn hafa komið þar f Ijós mikil ummerki um mannabyggö. Síðustu 20 órin hefur Þórður Tómasson safnvöröur f Skógum fylgst me5 hólnum og bjargað það- an fjölmörgum munum fró ýmsum öldum, sem brimið hefur rótað fram. Arið 1972 fletti brimið ofan af kirkjugarði suðaustan f hólnum. Þórður Tómasson kortlagði það sem þó sóst af garðinum og só þó 80 grafir. f garðinum mótti þó einnig sjó leifar kirkju. Sumarið 1978 var byrjaður uppgröftur ó vegum Þjóðminjasafnsins ó Stóruborg. Það sumar var kirkjugarðsstœðið kannað að mestu og allar grafir sem fundust mœldar og teiknaðar. Fund- ust alls grafir 66 einstaklinga. Með samanburði við kortið fró 1972 er helst að sjó að þœr graf- ir sem fundust 1978 hafi fœstar verið sýnilegar 1972, en þœr sem sóust 1972 hafi flestar verið horfnar 1978. Ætti þó fjöldi þeirra er jarðaðir voru f kirkjugarðinum ó Stóruborg að vera yfir 146. Flestar grafirnar sem sóust 1972 voru með kistuleifum, en allflestar er kannaðar voru 1978 voru kistulausar. Sumarið 1978 var mjög Iftið eftir af kirkjurústinni, en þó mótti sjó hvar kirkjan hafði staðið. Sumrin 1979 og 1980 fóru fram rannsóknir ó sjólfu bœjarstœðinu. Þar eru miklar leifar húsa sem hafa verið byggð hvert ofan ó annað. fþeim hluta hólsins sem verið er að rannsaka er búið að grafa f gegn um 5 byggingarskeið og eru elstu leifamar fró ló.öld. Þar undir eru þó leifar enn eldri byggðar. Hlutir eru mjög vel varðveittir f Stóruborg, og hefur fundist bœði mikið af tréhlutum og vefnaðarleifum. Til marks um þann mikla fjölda muna sem rannsóknin hefur leitt f Ijós, þó voru skróð rúmlega 500 fundanúmer órið 1979 og hótf ó 9. hundrað sumarið 1980. Enn er mikið eftir óunnið f Stóruborg og eftir að kanna rústir fró mörgum öldum. Takist að grafa bœjarrústirnar upp óður en nóttúruöflin nó að tortfma þeim, œttu þœr að gefa okkur geysi- mikinn fróðleik um breytingar f húsaskipan. Einnig virðast rústirnar f Stóruborg eiga eftir að gefa okkur mikinn fjölda af hversdagshlutum fró liðnum öldum, hluta sem tœplega eru til annars staðar. 23

x

Ljóri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóri
https://timarit.is/publication/1306

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.