Fréttablaðið - 03.01.2019, Page 17
Reykjavík – Símtöl eru misjöfn að gæðum eins og Guðmund-ur Ólafsson hagfræðingur segir
stundum, og þau skila mismiklu.
Hann sagði mér frá heimsókn
Williams Rogers, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í Árnagarð,
hús Háskóla Íslands, 1972. Richard
Nixon sat á stríðsstóli í Hvíta hús-
inu. Víetnamstríðið vakti megna
andúð um allan heim.
Æskulýðsfylkingin o.fl. vildu fá
frið til að mótmæla komu ráðherr-
ans í Árnagarð. Til að fá frið hringdu
þau hvert í annað og þóttust leggja á
ráðin um fjölmennan mótmælafund
í Garðabænum eða hvar það nú var.
Löggan þusti þangað og kommarnir
hlógu sig máttlausa. Rogers hvarf úr
embætti árið eftir.
Nokkru síðar, 1976, lét lög-
reglustjórinn í Reykjavík „farga
mestum hluta af því skjalasafni,
sem lögreglan hafði komið sér upp
um kommúnista. Trúnaðarmaður
[lögreglustjóra] … brenndi gögnin
til ösku í götóttri olíutunnu. Af varð
„mikill reykur“, eins og haft var við
orð í þeim fámenna hópi, sem vissi
um þessa brennu“ skv. prentaðri
frásögn Þórs Whitehead prófessors
frá 2006.
Allt hefur sinn stað og stund
Þjóðsöngvar eru með líku lagi
misjafnir að gæðum. Þjóðsöngur
Alsírbúa geymir þessar ljóðlínur í
lauslegri þýðingu minni: „Þegar við
töluðum hlustaði enginn á okkur
svo við gerðum rjúkandi púður að
rytma okkar og ljúfan vélbyssugný
að lögunum sem við syngjum.“
Ítalski þjóðsöngurinn skartar
þessari línu: „Austurríski örninn
flýgur fjaðralaus.“ Víetnamar syngja:
„Leiðin til dýrðar er vörðuð liðnum
líkum óvina okkar.“ Í ísraelska þjóð-
söngnum koma fyrir orðin „eldfjall
hefndarmorða minna“. Virk eldfjöll
koma ekki fyrir í öðrum þjóð-
söngvum svo ég viti.
Það er þó frekar sjaldgæft að þjóð-
söngvar séu hafðir til að atast í and-
stæðingum eða ýfa upp önnur illindi
líkt og í dæmunum að framan. Enn
sjaldgæfara er að nafngreina menn
í þjóðsöngvum. Pólland er undan-
tekning. Pólverjar syngja: „Fram til
sigurs, Dabrowski“. Hvatningunni
er beint til Jans Henryks Dąbrowski
hershöfðingja (1755-1818).
Við förum aðra leið. Við syngjum
um „eitt eilífðar smáblóm með
titrandi tár“ frekar en að mæra Skúla
fógeta eða fjargviðrast út í Dani. Séra
Matthías kunni tökin. Mannanöfn
eiga ekki heima í þjóðsöngvum.
Kínverska stjórnarskráin
Mannanöfn eiga ekki heldur heima
í stjórnarskrám. Kínverjar líta málið
þó öðrum augum. Þeir breyttu
stjórnarskrá sinni í fyrra. Þar voru
áður nefndir með nafni leiðtogarnir
Mao Zedong sem leiddi kommún-
ista til valda í Kína 1949 og Deng
Xiaoping sem upphóf markaðs-
búskap í landinu 1978. Og nú hefur
Xi Jinping, forseta Kína og aðalritara
Kommúnistaflokksins, verið bætt í
púkkið. Hann vill ekki vera minni
maður en hinir tveir. Flokkurinn
sér um sína og leyfir þeim jafnvel að
hreiðra um sig í stjórnarskránni eins
og til að undirstrika að menn eru
ofar lögum í Kína. Þjóðsöngur Kína
frá 1935 hefur m.a.s. verið bundinn
í stjórnarskrá landsins síðan 2004.
Kínverjum fórst þó ekki vel við Tian
Han, skáldið sem skaffaði textann.
Hann var myrtur í menningar-
byltingunni 1968.
Flestir þjóðsöngvar sem ég hef
heyrt þykja mér fallegir. Þjóðsöngur
Indverja eftir bengalska skáldið
Rabindranath Tagore, bæði ljóð
og lag, þykir mér ægifagur. Texti
skáldsins fjallar um landið frekar
en fólkið. Tagore var sæmdur bók-
menntaverðlaunum Nóbels 1913,
fyrstur skálda utan Evrópu.
Rússland, Nígería, Ísland
Ambögur fyrirfinnast í þjóð-
söngvum, víst er það, en þær eru
sjaldgæfar í stjórnarskrám. Það er
eins og menn vandi sig jafnan meira
við stjórnarskrár sínar en við sjálfan
þjóðsönginn, taki grundvallarlögin
fram yfir listina.
Í rússnesku stjórnarskránni frá
1993 er að finna auðlindaákvæði
sem hljóðar svo í þýðingu minni:
„Landið og aðrar náttúruauðlindir
mega vera í eigu einkaaðila, ríkisins,
sveitarfélaga og lúta öðru eignar-
haldi.“ Ákvæðið er haldlaust eins
og til stóð og hefur gert einkavinum
valdsins kleift að sölsa undir sig
auðlindirnar. Auðlindaákvæðið í
stjórnarskrá Nígeríu frá 1999 er ívið
skárra en er þó einnig haldlítið. Þar
segir að „ríkið skuli stefna að því að
tryggja að auðlindir þjóðarinnar
séu nýttar og þeim skipt eins og vel
og hægt er í almannaþágu“. Þar eins
og í Rússlandi hafa vel tengdir vinir
valdsins látið greipar sópa um „auð-
lindir þjóðarinnar“ sem svo eru þó
nefndar í stjórnarskránni.
Haldbeztu auðlindaákvæði
heimsins til þessa er að finna í
nýju íslenzku stjórnarskránni,
ákvæði sem 83% kjósenda lýstu
sig fylgjandi í þjóðaratkvæða-
greiðslunni 2012, og í frumvarpi frá
2010 að færeyskri stjórnarskrá sem
Færeyingar hafa ekki enn fengið að
kjósa um.
Eina hallærislegustu ambögu allra
stjórnarskráa er að finna í núgild-
andi stjórnarskrá Íslands frá 1944:
„Forsetinn veitir, annaðhvort
sjálfur eða með því að fela það
öðrum stjórnvöldum, undanþágur
frá lögum samkvæmt reglum, sem
farið hefur verið eftir hingað til.“
Alþingi stendur stífan heiðurs-
vörð um hallærið – „helgan
gjörning“ sem Morgunblaðið hefur
kallað svo.
Þjóðsöngvar, símtöl og stjórnarskrár
Þorvaldur
Gylfason
Í DAG
Æskulýðsfylkingin o.fl. vildu
fá frið til að mótmæla komu
ráðherrans í Árnagarð. Til
að fá frið hringdu þau hvert
í annað og þóttust leggja á
ráðin um fjölmennan mót-
mælafund í Garðabænum
eða hvar það nú var. Löggan
þusti þangað og kommarnir
hlógu sig máttlausa.
I Öll þau sem ég hitti á förnum vegi fyrstu mánuðina eftir að ég var kosinn á þing söngluðu við mig
glottandi: „Þingmaður, og svarið er …“
Öll: meira að segja kóngurinn sjálfur.
Ég varð alltaf hálfkindarlegur – vissi
ekki hverju ég átti að svara: já já eða
nei nei – eða bara: tja, hvað finnst þér?
Veit það varla enn.
II Ríkisstjórnin samþykkti valdar
breytingartillögur Samfylkingarinnar
við fjárlög og síðar fjáraukalög. En hún
gerði það með sínum hætti. Hún lét
lið sitt fella tillögurnar í þingsal með
tali um yfirborðsmennsku og næg
framlög en svo tók ráðherra þessar til-
lögur og gerði að sínum, rétt fyrir jól.
Hér var um að ræða aukin fjárframlög
til heilbrigðisstofnana víða um land
og það var heilbrigðisráðherra sem
þarna notaði ríkissjóð eins og sér-
stakan kreditkortareikning sinn.
Það hefði verið óhugsandi að sam-
þykkja breytingartillögur Samfylk-
ingar við fjárlög, hversu réttmætar
sem þær kynnu að vera. Samfylkingin
er nefnilega í stjórnarandstöðu. Og
samþykki maður breytingartillögur
frá stjórnarandstöðuflokki sýnir það
veikleika. Og það er sjálf dauðasyndin
hér í pólitíkinni og alveg andstætt
þeirri meginreglu íslenskra stjórn-
mála að sigurvegarinn eignist allt og
ráði öllu.
Og sigurvegarinn er sá sem kemst
í ríkisstjórn hverju sinni – ekki endi-
lega sá sem fær eindregnast umboð frá
kjósendum.
Þingmaður og svarið er: The
Winner takes it all.
III Á minni stuttu þingmannstíð hefur
stjórnarandstaða þrívegis náð að fá
ríkisstjórnina ofan af fyrirætlunum
sínum. Fyrst því áformi að láta efnis-
kostnað af iðnnámi lenda á nemend-
um; síðan að knýja fram veiðigjalda-
lækkun og loks nú fyrir jól, að koma
á veggjöldum.
Aðferðin við að fá ríkisstjórn ofan
af vitleysunni hefur alltaf verið sú
sama: ekki að telja henni hughvarf
með góðum rökum heldur hinu að
segja sem fæst í sem flestum orðum;
draga umræður á langinn, tefja þing-
störfin með umræðum um hvaðeina
annað sem er á dagskrá – og jafn-
vel ekki á dagskrá. Það kom vel á
vondan fyrir mig að taka þátt í slíku
því að einu sinni skrifaði ég grein hér
í blaðið um málþóf sem ég sagði vera
„sjálfsofnæmi þingræðisins“. Nú hef
ég komist að því að þetta er eina leiðin
sem stjórnarandstaðan hefur til að
ríkisstjórnarmeirihlutinn hverju sinni
virði sjónarmið hennar. Maður þarf
hreinlega að taka ræðustól Alþingis í
gíslingu.
Þingmaður, og svarið er: málþóf.
IV Ríkisstjórninni tókst um síðir og
með harðfylgi að hafa sitt fram og
lækka gjöld útgerðarinnar til þjóðar-
innar fyrir afnot af þeirri miklu auð-
lind sem hér syndir kringum landið.
Ekki fór á milli mála þunginn í tali
ráðherranna og mikilvægi málsins
þegar það var til umræðu á þingi. Það
snerist um grundvallaratriði. Þing-
menn eru trúnaðarmenn fólksins og
sækja umboð sitt til kjósenda sinna
og kjósendahópa og hér taldi þrífork-
urinn sem myndar ríkisstjórnina sig
greinilega vera að þjóna sínum mikil-
vægasta kjósendahópi: útgerðarfyrir-
tækjunum. Það var verið að styrkja
rekstrargrundvöll þeirra fyrirækja
sem starfa í sjávarútvegi, burtséð frá
stöðu þeirra að öðru leyti og burtséð
frá því grundvallaratriði, sem stjórnar-
andstaðan aðhyllist, að fá sem mest
verðmæti út úr auðlindinni, þjóð-
inni allri til hagsbóta. Ríkisstjórnin
var í þessu máli, að standa vörð um
ríkjandi kerfi, rétt eins og hún gerir
í landbúnaði og ferðaþjónustu og
stóriðju.
Þingmaður og svarið er: hagsmunir.
Þingmaður, og svarið er …
Guðmundur
Andri Thorsson
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
Þingmenn eru trúnaðar-
menn fólksins og sækja
umboð sitt til kjósenda sinna
og kjósendahópa og hér taldi
þríforkurinn sem myndar
ríkisstjórnina sig greinilega
vera að þjóna sínum mikil-
vægasta kjósendahópi: út-
gerðarfyrirtækjunum
“Doktor.is er ætlað að auðvelda aðgengi
almennings að upplýsingum og ráðgjöf
um heilsu, lífsstíl og forvarnir.,,
Teitur Guðmundsson, læknir og ritstjóri doktor.is
Ráðgjöf Fræðsla Forvarnir
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 3 . J A N Ú A R 2 0 1 9
0
3
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
E
-C
6
3
4
2
1
E
E
-C
4
F
8
2
1
E
E
-C
3
B
C
2
1
E
E
-C
2
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K