Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 4

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 4
RITSTJORASPJALL Enn eitt safnablað Safnablaðið Kvistur kemur nú út fjórða sinni og undir nýjum formerkjum. Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) hefur nú tekið að sér að annast útgáfu blaðsins og tekur við keflinu af Safnarútunni. Félagið er ekki nýgræðingur í útgáfu því það hefur áður staðið fyrir útgáfu tveggja blaða. Fyrst Ljóra á árunum 1980 til 1991, en af honum komu út sjö tölublöð, og síðan Fréttabréfi safnmanna á árunum 1992-1997. Enda þótt hvorugt þessara rita hafi orðið langlíft höfðu þau mikil áhrif á safnaheiminn á sinni tíð og fyrir þá sem síðar komu til starfa eru þau heimild um viðfang og umræðu safnamanna á útgáfutímanum. Áhöld eru um hvort að fólk geti orðið tekið sér blað í hönd og kannski væri slíkt blað betur komið uppi í slcýjum sem senda það niður til jarðar að sumra mati. Niðurstaðan varð samt sú að félagið gefur út eitt blað til reynslu. Um þetta gildir eins og í öllu öðru: er á meðan er. Þetta hefti Kvists hefur þema sem gengur í gegnum kjarnann af þeim slcrif- um sem það hefur að geyma. Fjallað er um söfn og heilsu. Söfn sem vettvang fyrir safngesti sem glíma við heilsubrest. Safngripi sem tengjast heilsu með einhverjum hætti. En líka um heilsufar safnkosts. Fullyrt er að söfn geti bætt heilsu fóllcs og sjaldan hefur verið brýnna að slcapa fólki sameiginlegan vettvang til samfunda og samtals. Söfnum fjölgar á íslandi og safnmönnum líka. Það er dreifður hópur bæði landfræðilega og að viðfangi. Þrátt fyrir það er fleira sem fólk á sameiginlegt en virðist við fyrstu sýn. Þann sameiginlega streng er brýnt að styrkja á sem flestan hátt. Við getum kennt og miðlað hvort öðru með margs konar hætti. Vinnuskipti eru merkileg jafningjafræðsla sem getur skipt máli bæði fyrir einyrkja og þá sem eru að feta á ný mið í safnastarfi heima fyrir. Þau eru lílca gefandi fyrir þann sem fær tækifæri til að miðla af þelclcingu sinni. Þannig fórum við tvær, ég og Kristín Halla Baldvinsdóttir, norður til Siglufjarðar á vordögum í vinnuskipti við Síldarminjasafnið til að leggja á ráð um framtíð Ljósmyndasafns Siglufjarðar. Þar áttum við dýrðardaga í góðum félagsskap og gerðum vonandi líka eitthvað gagn. Löng hefð er fyrir sams lconar vinnu- skiptum Þjóðminjasafns og Minjasafnsins á Akureyri. Eftir langa samfylgd með íslenskum safnamönnum allt frá fyrsta hefti Ljóra til ijórða tölublaðs Kvists hef ég aðeins eitt ráð. Höldum hópinn, hjálpumst að og styrkjum hvort annað til góðra verka. Inga Lára Baldvinsdóttir Safnablaðið Kvistur Útgefandi Félag íslenskra safna og safnmanna Ritstjóri Inga Lára Baldvinsdóttir Ritstjórn Ingunn Jónsdóttir, Kolbrún Ýr Einarsdóttir, Linda Ásdísardóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Steinar Örn Atlason Auglýsingar Linda Ásdísardóttir Hönnun Ármann Agnarsson, Helgi Páll Melsted Ljósmynd á kápu Hjálmar R. Bárðarson Ljósmyndasafn íslands í Þjóðminjasafni Prentun Prentmet Höfundum greina eru færðar kærar þakkir fyrir þeirra framlag ISSN-2298-6944 4

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.